Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 61 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Hjartans þakkir öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát föður míns, afa, besta vinar, bróður og mágs, SIGURÐAR ÞORKELS GUÐMUNDSSONAR læknis, Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til Karlakórs Reykjavíkur og starfsfólks í Sóltúni. Jórunn Th. Sigurðardóttir, Númi Þorkell, Ingólfur Máni og Theódór Sölvi Thomassynir, Jónína Steinunn Þorsteinsdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingvar Emilsson, Árni Þór Þorgrímsson, Gylfi Guðmundsson, Ása Hanna Hjartardóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Baldvin Ársælsson, Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind, Sveinn Aron Bjarklind. ✝ Þökkum kærlega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, bróður og afa, GARÐARS STEINARSSONAR flugstjóra, Flyðrugranda 4. Sérstakar þakkir viljum við færa frábærum konum í Karitas hjúkrunarþjónustu og læknum og hjúkrunar- fólki á krabbameinsdeildum Landspítalans. Ásta Sveinbjarnardóttir, Hróðný Garðarsdóttir, Þórhildur Garðarsdóttir, Björgvin Þórðarson, Páll Garðarsson, Ásta, Garðar og Dúna, Steinunn Steinarsdóttir, Guðni Sigurjónsson, Sigurður Steinarsson, Ingibjörg Eysteinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elsku- legrar móður, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Ránargötu 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu hinu góða starfs- fólki á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Róbert E. Rader, Pris Rader, Dónald R. Jóhannesson, Helga Mattína Björnsdóttir, Margrét Ann Rader, Kristinn Máni Þorfinnsson og ömmubörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við til fjölskyldu, vinafólks, söngfólks og vinahópsins í Verslunarskólanum fyrir samúð og hluttekningu við fráfall og útför elskulegs eiginmanns, föður og afa, HJARTAR ÞÓRS GUNNARSSONAR, Grófarseli 26, Reykjavík. Alúðarþakkir til starfsfólks E-11 og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir ómetanlega um- önnun í erfiðum veikindum hans liðna mánuði. Háskólanum í Reykjavík og samstarfsfólki hans þar færum við sérstakar þakkir fyrir alla þá hjálp og virðingu sem honum var sýnd og biðjum öllum þeim sem heiðruðu hans fögru minningu með skrif- um og gjöfum til Minningarsjóðs líknardeildar og annarra líknar- stofnana Guðs blessunar. Kristín V. Richardsdóttir, Ríkharður G. Hjartarson, Þuríður H. Hjartardóttir og afabörnin 6. ✝ Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengda- móður og ömmu, KLÖRU SIGURGEIRSDÓTTUR, Kríuási 47, Hafnarfirði. Sigurður L. Jónsson, Guðrún Karlsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Nana Mardiana, Fanney Sigurðardóttir, Ágúst Þórðarson, Guðrún Halla Sigurðardóttir, Zófanías Eggertsson og barnabörn. Elsku Hjörtur bróðir, mikið sakna ég þín. Ég er enn að reyna að skilja þetta. Þú varst að koma úr vinnunni og á leiðinni heim til þín. Við vorum að ræða fimmtugsafmælið þitt og hvað við gætum gert í tilefni þess. Rúm- um klukkutíma seinna hringir Villa í mig og segir mér að þú sért dáinn. Það situr enn fast í huga mér texti úr lagi frá KK vini þínum: Englar himins flykktust að, englar himins grétu í dag, sorgin bjó sig heiman að. Ferð okkar bræðranna til Or- lando í byrjun maí var alveg frábær. Við hlógum eins og smástrákar allan tímann. Við kölluðum ferðina „The Orlando brothers“. Fórum í Univer- sal Studios og skoðuðum allar mót- orhjólabúðirnar sem við gátum fundið. Mikið var gaman að við skyldum fara í þessa ferð. Bjössi bróðir varð fertugur og þetta var gjöf hans frá okkur systkinunum. Svo komuð þið fjölskyldan í sumar í brúðkaup okk- ar Siggu. Síðustu fimm árin höfum við unn- ið mikið saman og verið mikið í sam- bandi vegna vinnu okkar erlendis. Þú varst okkar maður í Köben og sást um tölvumálin í þeim fyrirtækj- um sem við þjónustum þar. Ef við töluðum ekki um tölvu- og tæknimál þá var það sameiginlega áhugamálið okkar, fluguveiðin. Óttar og Jenný horfa mikið til himins þessa dagana og segja mér frá stjörnunum því þar ert þú. Engl- arnir búa þar og þar líður þeim vel segir Jenný litla. Ég vil þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við höfum átt í gegnum árin. Ég gat alltaf leitað til þín með mín vandamál og alltaf varstu með lausnir á hlutunum. Þú varst mér ómetanlegur félagi, með góða nær- veru og yndislegan persónuleika. Hvíl í friði elsku bróðir. Þinn bróðir Guðmundur Ingi Hjartarson. Eftir því sem árin líða kemur það æ oftar fyrir að kunnugleg andlit jafnaldra minna birtast á síðum blaðanna og er það enn og skýrara merki þess að við erum að eldast. Ég átti samt ekki von á að lesa um þig þar strax því okkar síðustu sam- skipti voru þau að ég hitti þig í göngutúr í miðbænum. Þú varst í heimsókn hér heima frá Svíþjóð og það stendur upp úr í huga mínum hve hnarreistur og heilsuhraustur þú varst. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nú veit ég að heilsan var að þjaka þig. Þær eru margar skemmtilegar minningarnar sem við áttum saman en með þeim mætti fylla heila bók. Samt get ég ekki annað en minnst á þegar við fórum á bíó eða á rúntinn, þá enduðum við gjarnan á BSÍ og fengum okkur köld svið eða kótilettur og það voru máltíðir sem glöddu báða enda mat- menn miklir. Einnig er mér ógleym- anlegt þegar þú fórst með mig að veiða við Þingvallavatn hjá sum- arbústað foreldra þinna, þar varstu í essinu þínu þótt enginn kæmi fisk- urinn þá. Ég hef þá trú að þú eigir eftir að sitja við annað og enn fal- legra vatn og horfa á fiskana synda hjá. Ég bið góðan Guð að styrkja ykk- ur öll og blessa. Þar sem skógurinn hverfur á vit draumsins hef ég reist mér hús án veggja. Þar sem áin líður gegnum sígrænan skóg hef ég reist mitt hús án dyra. Hjörtur Hjartarson ✝ Hjörtur Hjart-arson fæddist í Reykjavík 13. nóv- ember 1957. Hann lést á heimili sínu í Malmö í Svíþjóð 7. nóvember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Seltjarnar- neskirkju 23. nóvember. Þar sem skógurinn spegl- ar fegurð sína hef ég reist mitt hús án glugga. Þar sem hvelfist endalaust blár himinn rís mitt hús án þaks. (Ingimar E. Sigurðsson) Jónas Ragnar Hall- dórsson (Gonni). Mig langar að skrifa nokkur orð um frænda minn og félaga Hjört Hjart- arson sem fallinn er frá langt um aldur fram. Ég man fyrst eftir Hirti þegar ég var sex ára, lítill, hræddur og var nokkrar vikur hjá Jennýju frænku, en eftir nokkra daga var ég orðinn einn af fjölskyldunni og mér farið að líða vel. Við frændurnir fór- um mikið í fjöruna þar sem við ærsluðumst og komum oft drullu- skítugir upp fyrir haus heim. Það var ekki síst Hirti að þakka að ég var fljótur að aðlagast lífinu á nes- inu. Síðan kynntumst við aftur þeg- ar ég var um tvítugt við hittumst þá iðulega heima hjá Hirti og ræddum heima og geima. Ég minnist Hjartar alltaf sem hlý- lega frænda míns sem hafði hljóm- mikla og fallega rödd og man brosið hans vingjarnlega. Það var alltaf gaman að heimsækja Hjört, hvort sem var í plakatbúðina eða heim til hans, hann tók alltaf á móti mér með virðingu og innilegri vináttu og sínu heita handtaki. Með Hirti er geng- inn góður drengur sem ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast. Eft- irlifandi sambýliskonu og fjölskyldu votta ég innilega samúð. Trausti Rúnar Traustason. Ég er á „Skype“ 4. nóvember og spjalla við Hjört frænda minn og vin. Hann óskar mér til hamingju með daginn – ég er fimmtugur. Það var plan í gangi, Hjörtur ætlaði að smella sér til Íslands og mæta í af- mælisveisluna mína þar sem hann myndi hitta vini og frændfólk. Ég varð afar glaður í hjarta mínu. Sjálf- ur yrði hann fimmtugur þann 13. nóvember og ætlaði að fagna þeim tímamótum með fjölskyldu sinni. Þetta var gott plan! Símhringing á fimmtudagsmorgni hinn 8. nóvem- ber – slæmar fréttir. Hjörtur varð bráðkvaddur kvöldið áður. Það var eins og fótunum væri kippt undan mér. Þetta gat eiginlega ekki pass- að, hann ætlaði að koma til landsins í fimmtugs afmælisveisluna mína og ég hlakkaði innilega til að hitta hann. Ég átti ekki von á því að sitja hér og skrifa minningarorð til þín, kæri vinur, ég átti von á því að hitta þig, eiga með þér stund og gott spjall eins og alltaf. Þegar við hittumst rifjuðust alltaf upp fyrir mér æsku- árin í Grænuhlíðinni. Þú varst afar grannur og snar í snúningum, rauð- hærður með freknur og alltaf prakk- aralegur. Þegar þið fluttuð á Sel- tjarnarnesið varstu sjö ára. Það var gaman að koma, eyða heilum degi á Nesinu lága og fara með þér í æv- intýraferðir. Þú sagðir mér sögur af grásleppukörlunum og Lása löggu – þú varst góður sögumaður. Árin liðu og við skemmtum okkur mikið, einum of mikið. Þú tókst þá ákvörðun að snúa við blaðinu árið 1983 og gerðist AA maður. Ég er þér ævinlega þakklátur og veit að það sama gildir um marga aðra fé- laga. Þakklátur fyrir það óeigin- gjarna starf sem þú inntir af hendi við að hjálpa nýjum félögum að feta fyrstu sporin innan AA- og NA-sam- takanna, öll þessi ár. Það hafa verið sönn forréttindi að vera samferða þér, takk fyrir elsku frændi. Kristján frændi. Eitt vitum við að við þurfum að yf- irgefa jarðvistina „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ söng Vilhjálm- ur heitinn Vilhjálmsson inn í hjörtu okkar og gerir enn. Og minningin lifir. Það sama er að segja um vin okkar Hjört Hjartar. Minning hans lifir. En fregnin um andlát hans kom okkur öllum á óvart. Hjörtur varð bráðkvaddur á heimili sínu í Svíþjóð þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni sl. ár. Hjörtur hefði orðið 50 ára hinn 13. nóv. sl. En hann lifði það ekki – en já „lifði það ekki“. Það er ekki hægt að segja um Hjört að hann hafi ekki lif- að lífinu því að hann var einn af þeim mönnum sem lifðu lífinu og nýttu hvert andartak. Alltaf nóg að gera. Það var gaman að lifa. Og þegar við félagarnir hans þrír hugsum til hans sem peyjar frá 8 ára aldri á Nesinu var lifað og nærvera Hjartar vinar okkar yndisleg og um leið sterk og kröftug. Og alltaf fjör að hafa hann með í hópnum. Því það var mikið hlegið og gerð ými- s„prakkarastrik“ eins og gengur og gerist hjá góðum strákahóp. Við fylgdumst að í skóla út gagn- fræðaskólanámið orðnir þá ungling- ar og leiðir skildi um tíma og hver fór í sína áttina. En við pössuðum okkur alltaf að vera í sambandi hver við annan og hittumst og rifjuðum upp skemmtilega daga af Nesinu og töluðum saman um það sem var að gerast í lífi okkar hverju sinni. Hjörtur var frumkvöðull og alltaf með eitthvað nýtt í farteskinu og frá mörgu að segja þegar við hittums, en gleði, hnyttin tilsvör og húmor einkenndi vin okkar Hjört. Og þannig viljum við minnast hans, því þannig þekktum við hann. Hann var einn af okkur. Um leið og við kveðjum góðan dreng sendum við fjölskyldu Hjart- ar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þínir æskufélagar Ísak, Guðbjörn og Anton. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.