Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 71 Kaldir réttir: Kryddsíld. Marineruð síld. Karrýsíld. Rauðrófu- og eplasíld. Einiberja og hunangsgrafinn lax. Reyktur lax. Saltfisksalat. Krónhjartar-Carpaccio. Léttreykt- ur svartfugl. Köld kalkúnabringa með sultuðu grænmeti. Reykt grísasteik. Hangikjöt. “Lun leverpostej” með sveppum og beikoni. Heitir réttir: Ofnsteikt lambalæri kryddað íslenskum jurtum. Fylltar tartalettur með kjúklingi og spergli. “Flæskesteg, spröd og spændende.” Heitt meðlæti: Sykurgljáðar kartöflur. Heit sósa. Uppstúf með kartöflum. Brúnkál. Eftirréttir: Konfekt. Súkkulaðikaka. Smákökur. Ris-á-la mande. Ávaxtasalat. Heimalagaður ís. Meðal annars á jólahlaðborði Rauða Hússins: FROST OG FUNI GISTIHEIMILI ÞÆGINDI OG GÓÐUR AÐBÚNAÐUR Pantanir í síma: 483 4959 kl. 10 til 19 og info@frostogfuni.is www.frostogfuni.is www.raudahusid.is Ævintýri á aðventunni Gisting - jólahlaðborð og akstur milli Hveragerðis og Eyrarbakka 23.900 kr. fyrir tvo Eitt girnilegasta jólahlaðborð landsins í fallegu 19. aldar umhverfi. 16. desember 23.900 kr. fyrir tvo fullorðna og tvö börn Gisting og matur Sérstakur fjölskyldudagur Bandaríska fyrirtækiðKranky er óhætt að setjaundir þennan hatt, endahöfðu höfuðpaurar þess, þeir Bruce Adams og Joel Leoschke, skýra sýn á það sem þeir ætluðu sér með fyrirtækinu og hafa fetað slóð- ina af öryggi í fjórtán ár. Samspil umbúða og innihalds Þeir Leoschke og Adams hafa ekki farið leynt með dálæti sitt á ECM og þeir hafa líka fetað áþekka slóð – skýr markmið útgáfunnar og stefna og mikið lagt upp úr samspili umbúða og innihalds. Þeir félagar Leoschke og Adams unnu báðir hjá Chicago-deild dreif- ingarfyrirtækisins Cargo og líkt og vill vera með menn í slíku starfi var þeim hugleikið umræðuefnið hvern- ig best væri að reka plötufyrirtæki. Einn dag rak svo á fjörur þeirra sjö- tommu frá Labradford, hljómsveit sem enginn hafði áður heyrt í og eins var tónlistin ólík öllu öðru sem Cargo dreifði. Heiti útgáfunnar, Kranky, er leikur að orðinu úrillur eða viðskotaillur og um leið rækilega á skjön við þá tónlist sem fyrirtækið hefur gefið út hingað til, alla jafna afskaplega naumhyggju- og kurt- eisleg, sumar skífurnar eiginlega safn af hlýlegum sínusbylgjum. Byrjað á Labradford Þeir félagar voru ekki seinir á sér að leita til Labradford um að vera tilraunadýr nýrrar útgáfu og fyrsta skífan Kranky varð fyrsta breiðskífa Labradford, Prazision, kom út í nóv- ember 1993. Síðar bættust við sveit- inar Dadamah, Dissolve, Jessamine, Bowery Electric, The Spiny Antea- ters, Stars Of The Lid, godspeed you black emperor!, sem gaf meðal annars meistarastykkið f#a#00 út hjá Kranky, Windy & Carl, Low og Keith Fullerton Whitman, en plata hans, Playthroughs, er með því besta sem útgáfan hefur sent frá sér. Windy & Carl Þau Windy Weber og Carl Hult- gren, sem gefa út undir nafninu Windy & Carl, eru um margt dæmi- gerð fyrir Kranky og útgáfustefnu fyrirtækisins. Þeirra tónlist hefur verið lýst eins og himnesk hljóm- sveit sé að stilla hljóðfæri sín, mjög hægt, enda er naumhyggjan í fyr- irrúmi – hlustandinn mætir þeim á miðri leið og það sem gerist í kolli hans er ekki síður mikilvægt en hljóðin sem berast úr hátalaranum. Windy og Carl reka hljóðver á heimili sínu og útgáfufyrirtæki, Blue Flea, sem hefur gefið út smáskífur þeirra, og plötubúðina Stormy Re- cords í heimaborg sinni í Dearborn í Michigan. Þau haga sinni vinnu svo að tón- listin er samin jafnharðan og hún er tekin upp og hljóðblönduð að segja samtímis, en helsti hljóðgjafinn er vel skældur rafgítar. Fyrir vikið er hún spunakennd, þó að spunablær- inn hafi minnkað með árunum, eftir því sem þau Windy og Carl ná betur saman, og lögin hljómi nú flest eins og þau hafi verið samin og þaul- hugsuð áður en upptökur hófust. Samstarfið hófst fyrir fjórtán árum, en um tíma voru þau fjögur í sveit- inni; Carl á gítar, Windy á bassa og söng líka, Brenda Markovich lék á slagverk og Randall Nieman á gítar. Minningarskífa Windy og Carl hafa gefið út nokkrar skífur, þeirra helstar Depths, Consciousness og Dream House/Dedications to Flea. Síðast- nefnda skífan kom út fyrir réttum tveimur árum og er þeirra besta verk til þessa. Á henni glíma þau við erfiðar tilfinningar enda minnist Windy móður sinnar á fyrri plötunni í þeim pakka, Dream House, og lag- ið „I Have Been Waiting to Hear Your Voice“ fjallar um hana, orð- laust þó. Hin platan í pakkanum er Dedica- tions to Flea og tileinkuð hundi sem þau áttu og var nýdauður þegar þau tóku lagið upp, en þau rákust á upp- tökur af hundinum, klóasmellum á stétt og mási, og spunnu úr því skemmtilegan minningaróð. Stars of the Lid Önnur sveit sem segja má dæmi- gerða fyrir Kranky er Texassveitin Stars of the Lid, sem er tvíeyki líkt og Windy & Carl. Þar fara menn líka fetið, þó heldur meira sé í gangi á skífum Stars of the Lid en hjá Windy & Carl. Stars of the Lid er samstarfsverk- efni gítarleikaranna Brian McBride og Adam Wiltzie. Fyrsta plata þeirra var Music for Nitrous Oxide sem kom út 1994, en þremur árum síðar samdi sveitin við Kranky og hefur gefið út skífurnar The Ball- asted Orchestra, Per Aspera Ad Astra, Tired Sounds of Stars of the Lid og Refinement of the Decline sem kom út fyrir stuttu. Allt eru þetta gæðaskífur, sér- staklega þó Tired Sounds of Stars of the Lid, en And Their Refinement of the Decline sem kom út í vor er framúrskarandi plata og með bestu skífum ársins þó að tónlistin sé ef- laust ekki fyrir allra smekk. Tón- dæmi er að finna á vefsetri Kranky, kranky.net og þar er einnig hægt að heyra dæmi um verk Windy & Carl og fleiri Kranky-listamanna. Windy & Carl Bandaríska tónsmíðaparið Windy Weber og Carl Hultgren. Stöku útgáfufyrirtæki er með svo vel mótaða útgáfustefnu að líki manni einhver plata fyrirtækisins getur maður nánast treyst því að allar aðrar plötur sem það gefur út muni falla í kramið. Þá er ekki átt við að þær séu allar eins, heldur að treysta megi að þar fari saman gæði og frumleiki, aukinheldur sem merkið gefur ákveðna vísbendingu um tónmállýskuna sem notuð er á við- komandi skífu. Svo var því til að mynda farið með Blue Note-útgáfuna á sjötta áratug síðustu aldar og að sumu leyti má segja það sama um Morr-útgáfuna þýsku, í það minnsta í árdaga hennar, og annað þýskt fyrirtæki, ECM, er áþekkt. arnim@mbl.is TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Kurteisleg naumhyggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.