Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
GERÐUR Kristný hefur sent frá sér
tvær nýjar bækur; barnabókina Ball-
ið á Bessastöðum, þar sem lýst er
fjörlega nokkrum dögum í lífi ímynd-
aðs forseta, og sína þriðju ljóðabók,
Höggstað. Þótt sjö ár séu frá útkomu
síðustu ljóðabókar Gerðar er Högg-
staður eins og í beinu framhaldi af
Launkofa.
„Það er satt. Ég tek yrkisefni upp
úr fyrri bókum, líka Ísfrétt, og yrkist
á við sjálfa mig,“ segir Gerður.
„Kötturinn sem er lifandi í Launkofa
og mitt mesta yndi er til dæmis dá-
inn í Höggstað. Hallgerður sem er í
Ísfrétt fær líka sitt ljóð hérna. Mað-
ur tæmir ekki yrkisefni úr Njálu svo
auðveldlega.“
Hver væri draumanágranninn
Hún segir ljóðin koma til sín í
kippum.
„Mér finnst svo takmarkað hvað á
erindi í ljóð. Ég yrki ekki um hvað
sem er. Reyni það ekki einu sinni en
þegar góð ljóðahugmynd gefst þá
vinn ég úr henni.
Oft yrki ég þegar ég fer út á land.
Einhvern tímann fannst mér leið-
inlegast af öllu að bregða mér út fyr-
ir bæinn en hefði kannski átt að gera
meira af því,“ segir hún og hlær.
Blaðar svo í bókinni og segir: „Hér
er eitt um Kirkjufell, eftir ferð um
Snæfellsnes, og alls eru þrjú ljóð í
bókinni ort í Skagafirði – enda er ég
tengdadóttir Skagafjarðar. Svo er
hér ljóð um Önnu Frank. Ég bjó í tíu
ár fyrir ofan fíkniefnaneytanda og
fór að hugsa um hver væri
draumanágranninn. Ég er viss um
að Anna Frank hefði kunnað að haga
sér í fjölbýli. Hún hefði að minnsta
kosti aldrei boðið heim fólki sem
kveikti síðan bara í hjá henni.“
Gerður Kristný hóf ferilinn sem
ljóðskáld og segir ljóðið alltaf kalla á
sig.
„Ljóðið er æðst allra bókmennta-
greina. Ég held að allt þetta tal síð-
ustu ára um dauða ljóðsins lýsi bara
ótta okkar við að missa það, rétt eins
og þegar fréttir fara á kreik um and-
lát ástsælla tónlistarmanna eða veð-
urfræðinga. Á meðan þessi þjóð þarf
á því að halda að láta hugga sig,
skemmta eða hrista upp í sér verður
ljóðið alltaf sterkur þáttur í lífi henn-
ar.“
Það sem mér finnst fyndið
Ljóð Gerðar eru fáguð og meitluð,
er hún lengi að slípa þau til?
„Stundum koma þau algjörlega
fullsköpuð og þá er ég hrædd um að
ég sé að yrkja upp eitthvað sem ég
hef lesið áður. Maður sér það stund-
um gerast hjá ljóðskáldum.
Sumum ljóðum þarf ég að liggja
lengi yfir áður en þau eru tilbúin.
Ljóðin eiga að vera um eitthvað
sem skiptir máli – og hafa góða loka-
línu.
Ef eitthvert annað form minnir á
ljóð, þá er það kannski myndabækur
fyrir börn,“ segir Gerður og tekur
upp Ballið á Bessastöðum, sögu fyrir
börn sem er prýdd fjölda ærslafeng-
inna mynda eftir Halldór Bald-
ursson. „Fyrir svona bók þarf að
finna einfaldan söguþráð og góðan
endi. Þetta er í raun líka mjög
knappt form og strangt.“
Á heimili Gerðar í Skerjafirðinum
sér yfir á Álftanes, var útsýnið til
Bessastaða henni innblástur?
„Ég var byrjuð á bókinni áður en
ég flutti hingað í vor en þetta jók
sjálfsagt innblásturinn,“ segir hún
og hlær.
„Þegar ég skrifa svona bók hugsa
ég bara um það sem mér finnst fynd-
ið. Ég er ekki með neina ímyndaða
krakka í huga sem eiga eftir að lesa
bókina; ég setti reyndar gröfur inn í
söguna. Ég hef lært það af syni mín-
um að það er mikilvægt að hafa
þungavinnuvélar í bókum. En þetta
er saga fyrir börn á aldrinum fimm
til tíu ára, og vonandi er hún líka for-
eldravæn. Ég skrifa bara eins og mig
lystir og set inn brandara sem mér
sjálfri finnast sniðugir. Síðan athuga
ég stílinn og reyni að einfalda tungu-
málið svolítið.
Í texta og myndum reynum við
Halldór að varpa ljósi á starf forset-
ans, svo börnin átti sig til dæmis á
því að hann býr á Bessastöðum og
starfar á Sóleyjargötu, og hann býr
líka svo vel að hafa bæði ritara og
ráðskonu. Börnin þurfa að geta
skemmt sér og vonandi lært eitthvað
nýtt í leiðinni.“
Líka mjög knappt
form og strangt
Morgunblaðið/Einar Falur
Tvær nýjar „Ef eitthvað annað form minnir á ljóð, þá er það kannski
myndabækur fyrir börn,“ segir Gerður Kristný.
Gerður Kristný með tvær nýjar bækur, ljóð og barnasögu
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
MODEST Mússorgskí var svo mikil
fyllibytta að hann kláraði fæst af því
sem hann samdi. Það er synd, því
hann var snillingur og hugmyndir
hans voru innblásnar. Nótt á norna-
stóli, sem flutt var á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands á fimmtu-
dagskvöldið, er frábært verk með
mergjuðum laglínum og magnaðri
stígandi, en þótti svo klúðurslega
skrifað fyrir hljómsveit að það kom í
hlut annarra að gera það áheyri-
legra.
Það var útsetning hljómsveit-
arstjórans Leopold Stokowski sem
var leikin á tónleikum Sinfóníunnar
og var henni fremur dauflega stjórn-
að af Petri Sakari, enda kom hún
máttleysislega út, þótt hún væri
ágætlega útfærð tæknilega séð.
Verkið fjallar jú um djöfladýrkendur
á fjallstindi á Jónsmessunótt undir
ægilegum kringumstæðum, en hér sá
maður frekar fyrir sér gamla hippa í
andaglasi fyrir framan varðeld. Næst
á dagskrá var Till Eulenspiegel eftir
Richard Strauss. Eulenspiegel, eða
Ugluspegill, var óskaplegur prakkari
fyrr á öldum sem fjöldi þjóðsagna
hefur spunnist um, og Strauss málar
mynd af honum í tónum sem er
býsna vandmeðfarin, enda verkið
ekki auðvelt í flutningi. Tónlistin
verður að vera leikin af miklum
galsa, jafnvel göslaragangi, en samt
af gríðarlegri fágun, sem er ekki á
allra meðfæri. Ólíkt verkinu á undan
tókst þetta yfirleitt eins og best verð-
ur á kosið á tónleikunum. Þeir Emil
Friðfinnsson hornleikari og Sigurður
I. Snorrason klarínettuleikari voru í
banastuði, studdir ærandi básúnu-
og túbuleik félaga sinna; almennt tal-
að var hljómsveitin samtaka og virt-
ist skemmta sér konunglega. Alltént
skemmti ég mér vel.
Síðust á dagskránni var tónlistin
eftir Grieg við leikrit Ibsens um ólík-
indatólið Pétur Gaut. Flutningurinn
var yfirleitt góður, helst mátti finna
að loðnum strengjaleik í einum þætt-
inum, Dansi Anítru, sem er þokka-
fullur, seiðandi dans, en var allt ann-
að en þokkafullur á tónleikunum –
hvað þá seiðandi. Flest annað var
hins vegar ágætlega útfært og gólfið
skalf undan líflegri frásögn Gunnars
Eyjólfssonar, sem á tímabili var eins
og eldklerkur á vakningasamkomu.
Segja má að innhverfur, mjúkur ein-
söngur Guðrúnar Jóhönnu Ólafs-
dóttur hafi myndað fullkomið mót-
vægi við ofsann, en hún kom fram
undir lok verksins. Guðrún virtist dá-
litið óörugg í byrjun, en náði sér
fljótt á strik og kom rödd hennar
einkar ljúflega út. Að heyra tónlist
Griegs leikna við þessar aðstæður
vakti samt spurningar. Flestir
þekkja hluta úr verkinu eins og
Morgunstemningu, Arabískan dans
og Söng Sólveigar, en allt er það
músík sem er orðin samofin fjölda-
menningu nútímans. Ófáir þekkja
líka leikrit Ibsens, og því er spurning
hvort frásögn Gunnars hafi í raun
verið nauðsynleg. Svona uppákoma
þar sem leitast er við að birta áhorf-
andanum leikrit Ibsens í hnotskurn,
og þannig fá nasasjón af því hvernig
tónlist Griegs hefur hljómað í upp-
hafi gerir manni lítið gagn. Þótt
Gunnar hafi í sjálfu sér verið frábær,
var þetta ekki leikritið, aðeins endur-
ómur af því. Og hver vill heyra berg-
mál af leikriti? Undir þessum kring-
umstæðum virkaði tónlistin
tilgerðarleg. Leikhústónlist á að
magna upp stemninguna í leikritinu,
en hér var ekkert til að magna.
Óneitanlega olli útkoman von-
brigðum og var engum til fram-
dráttar, allra síst Grieg.
Prakkarastrik á Sinfóníutónleikum
Jónas Sen
TÓNLIST
Háskólabíó
Verk eftir Mússorgskí, Grieg og Richard
Strauss í flutningi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands. Einsöngvari: Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir. Sögumaður: Gunnar Eyjólfs-
son. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtu-
dagur 22. nóvember.
Sinfóníutónleikar ÞRÍR barnabókahöfundar munu
lesa upp úr nýútkomnum bókum
sínum í Kórnum á Bókasafni
Kópavogs kl. 14 í dag, sunnudag.
Jónína Leósdóttir les úr ung-
lingabók sinni Kossar og ólífur,
Þórarinn Eldjárn les ljóð úr bók-
inni Gælur, fælur og þvælur og
sýnir jafnframt myndir Sigrúnar
Eldjárn, og loks mun Þórarinn
Leifsson lesa úr hryllingssögu
sinni Leyndarmálið hans pabba,
og sýna jafnframt myndir sínar
úr bókinni.
Boðið verður upp á kaffi og
smákökur meðan á lestrinum
stendur, aðgangur er ókeypis og
allir eru velkomnir.
Lesið fyrir börnin
Morgunblaðið/Ómar
Gælur og þvælur Þórarinn Eldjárn.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Vorum að fá í einkasölu á þessum einstaka stað í þessu gróna hver-
fi, glæsilegt 240 fm parhús með innbyggðum bílskúr. Eignin er til
afhendingar í febrúar næstkomandi, tilbúin undir tréverk, það er
byggingarstig 5. Fullbúin að utan. Glæsileg hönnun. Vektor hönnun
og ráðgjöf. Gert ráð fyrir instabus stjórnkerfi á rafmagni og hita.
Einstök staðsetning, útsýni.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Hraunhamars.
Hlíðarvegur - Kópav.
Glæsilegt parhús.
m
bl.940651