Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 2
Maðurinn í héraðsdómi árið 2004. KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember nk. vegna brots á útlendingalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Maðurinn var stöðvaður í Hafnarfirði um miðja síð- ustu viku ásamt öðrum karlmanni á svipuðum aldri og fundust í fórum þeirra um 100 grömm af amfetamíni. Við nánari skoðun á skilríkjum mannanna kom í ljós að annar þeirra er í endurkomubanni vegna dóms sem hann hlaut á árinu 2004 í tengslum við svonefnt líkfundarmál. Í því máli játaði maðurinn að hafa flutt 220 grömm af amfetamíni til landsins. Í tilkynningu frá ríkislögreglu- stjóra kemur fram að greiningar- deild og sérsveit ríkislögreglustjóra hófu leit að manninnum eftir að grunur vaknaði um að hann hefði farið huldu höfði hér á landi. Leitin bar árangur á þriðjudaginn. Samkvæmt útlendingalögum varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef endurkomubann er virt að vettugi. Tekinn með am- fetamín „Líkfundarmaður“ í gæsluvarðhaldi 2 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is TÍMABÆRT er að Íslendingar taki höndum saman við Dani og Norð- menn og setji reglur um umferð far- þegaskipa á hafísslóðum. Þetta segir Halldór B. Nellett, skipherra og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, en Gæslan hef- ur að hans sögn áhyggjur af aukinni umferð skemmtiferðaskipa á hafís- slóðum fyrir norðan land og við Grænland enda er ekki ósennilegt að Landhelgisgæslan þyrfti að sinna björgunaraðgerðum lentu þau í slysi. Farþegaskipið M/S Explorer rakst á hafís úti fyrir Suðurskautslandinu í fyrradag og af gervitunglamynd sem birtist í Morgunblaðinu í gær má sjá að hafís er mjög nálægt Íslandi um þessar mundir. Því er eðlilegt að spurningar vakni um það hvernig Landhelgisgæslan er í stakk búin til þess að bregðast við svipuðum að- stæðum ef sams konar slys yrði hér á norðurslóðum enda engar björgun- arstöðvar á A-Grænlandi. Að sögn Halldórs gætu slíkar að- gerðir reynst erfiðar enda ekki auð- velt að fara inn í ísinn á skipum. Gæslan sé hins vegar með mjög öfl- ugar þyrlur og gríðarlega öflugan mannskap en Halldór segir afar lík- legt að um samstarfsverkefni við Dani yrði að ræða enda séu dönsk varðskip, s.s. Tríton og Hvíti Björn, oft úti á Dohrnbanka. „Þetta fer í fyrsta lagi eftir veðri og skyggni og síðan er spurning um fjölda farþega og hvort einhver skip séu nærstödd sem hægt er að ferja fólk yfir í. Það skiptir einnig máli hvernig ísinn er umhverfis skipið og hvort hægt sé að sjósetja í hann báta. Það gæti orðið mjög erfitt ef ís- inn er mjög þéttur. Ef skip væri að sökkva í þykkum ís og svartaþoku og ekki hægt að sjósetja báta væru það hrikalegar aðstæður. Sérstaklega ef þokan kemur í veg fyrir að hægt sé að nota þyrlu. Það geta skapast mjög slæmar aðstæður,“ segir Halldór. Hann segir það ábyrgðarhlutverk að senda skip, þótt þau séu ágætlega búin, ein síns liðs á hafísslóðir þar sem þokur eru tíðar. Tímabært sé að Íslendingar, Danir og Norðmenn setji í sameiningu reglur um umferð skipa á þessum slóðum. Halldór bendir á að annaðhvort geti skip far- ið tvö eða jafnvel fleiri saman eða þau eigi ekki að fara á hættuslóðir nema öruggt sé að björgunarskip sé ekki langt undan. Þess má geta að M/S Explorer sökk á föstudagskvöldið en eins og fram hefur komið tókst að bjarga öll- um farþegum þess og áhöfn. Skipið hafði oft komið til Íslands. Tímabært að setja reglur um umferð á hafísslóðum LHG hefur áhyggjur af auk- inni umferð Ljósmynd/Helgi Garðarsson Sokkinn M/S Explorer leggur að bryggju á Eskifirði árið 1999. Skipið sökk úti fyrir Suðurskautslandinu í fyrradag eftir að hafa rekist á hafís. NEMAR Menntaskólans í Reykjavík notuðu tækifærið í vikunni og æfðu fimar fótboltatærnar í Hljóm- skálagarðinum enda ekki ráð nema í tíma sé tekið; HM í Suður-Afríku eftir þrjú ár og allt opið ennþá í lands- liðinu. Ekki er spáð góðu veðri í Reykjavík í dag, snjó- komu og éljum en léttir þó til þegar líður á daginn. Vippað yfir markmanninn? Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐINU hafa borist nokkrar ábendingar um nýyrði í stað starfsheitisins ráðherra. Meðal tillagn- anna er orðið „ráðari“ sem nær til beggja kynja líkt og orðið kennari. Mennta- málaráðherra yrði þá mennta- málaráðari og til yrði landbún- aðarráðari o.s.frv. Önnur tillaga er orðið „ráð- vandur“, sem í kvenkyni væri „ráðvönd“. Forsætisráðherra yrði því forsætisráðvandur en forsæt- isráðvönd í tilfelli konu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi í vikunni um að breytingar yrðu gerðar á starfsheiti ráðherra sem hæfa myndi báðum kynjum. Benti hún á að ótækt væri að nota orðið herra um konu og hafa margir tekið undir með henni, m.a. á bloggsíðum. Forsætis- ráðvönd? Hannes Hafstein, fyrsti ráðarinn? HÆTTA á um- ferðarslysum vegna sjúkdóma eða neyslu lyfja tengdra þeim er sambærileg hætt- unni sem hlýst af ölvun eða neyslu fíkniefna, segir í nýrri varnaðar- skýrslu Rannsóknarnefndar umferð- arslysa (RNU). Nefndin leggur til að samgöngu- ráðuneytið endurskoði án tafar regl- ur um ökuhæfi og heilbrigðisskilyrði. Samkvæmt slysaskrá Umferðar- stofu má rekja fjörutíu umferðarslys sem ollu meiðslum á árunum 2002- 2006 til veikinda ökumanna. Önnur 68 umferðarslys sem ekki ollu meiðslum á sama tímabili má rekja til sömu orsakar. Samanlagt eru þetta um 20 tilfelli á ári, sem þó hafa ekki verið rannsökuð ítarlega og ber því að taka með fyrirvara. Í skýrslu RNU er greint frá rann- sókn nefndarinnar á 13 dauðsföllum í umferðinni frá árinu 1998, sem rakin eru til veikinda eða lyfjanotkunar ökumanna. Í 11 af 13 tilvikum var vit- að um veikindi ökumanns og í einu til- viki átti atvinnubílstjóri langa sjúkra- sögu. Algengustu sjúkdómarnir í þessum 13 tilfellum eru hjarta- og æðasjúkdómar. Geðræn vandamál voru orsök tveggja dauðsfallanna, þar sem ökumenn voru undir áhrifum geðdeyfðarlyfja. Samkvæmt rann- sókn RNU er talið að þeir ökumenn hafi framið sjálfsvíg í umferðinni. RNU gagnrýnir að læknum beri ekki skylda til að tilkynna veikindi og lyfjaneyslu sjúklinga, ökumenn geti því haldið réttindum í 52 ár, óháð lík- amlegu og andlegu ástandi. RNU telur lögum um ökuhæfi ekki vera framfylgt með viðunandi hætti, hægt sé að gera mun betur. Nefndin hvetur einnig ökumenn í áhættuhópi vegna veikinda eða lyfjanotkunar til að gangast undir endurmat á öku- hæfi. 13 dauðaslys í umferðinni voru rakin til veikinda ökumanna Í HNOTSKURN »Ökumenn geta haldið öku-réttindum í 52 ár burtséð frá líkamlegu og andlegu ástandi þeirra. »Leiðbeina þarf aðstand-endum og heilbrigðisstarfs- mönnum um hvernig standa skuli að sviptingu ökuleyfa. TF-SÝN, Fokkerflugvél Landhelg- isgæslunnar, og þyrlan TF-GNÁ voru í fyrradag fluttar til Keflavík- urflugvallar en þar hefur Gæslan nú fengið tímabundin afnot af að- stöðu í flugskýli. Þetta kemur fram í frétt á vef Landhelgisgæslunnar en þar segir að vegna stækkunar flugflota Gæslunnar hafi verið far- ið að þrengjast um í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Auk flugvélarinnar hefur Gæsl- an nú til umráða fjórar þyrlur. Ekki kemur fram hversu lengi hún hefur flugskýlið í Keflavík til af- nota. Gæslan á Keflavíkur- flugvöll ♦♦♦ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRÍR voru fluttir á slysadeild Land- spítala í Fossvogi eftir að bifreið þeirra valt á Laugarvatnsvegi, skammt frá bænum Efra-Apavatni, á sjöunda tímanum á föstudags- kvöld. Fólkið var ekki talið alvarlega slasað og slapp vel að sögn lögregl- unnar á Selfossi. Bifreiðin er hins vegar gjörónýt. Nokkur hálka var á veginum sem talin er hafa átt þátt í slysinu. Öku- maður missti stjórn á bílnum og í kjölfar þess fór hann tvær veltur og hafnaði ofan í lækjarfarvegi. Fjölmargir árekstrar hafa orðið víðsvegar á landinu sökum hálku undanfarna tvo daga en samkvæmt upplýsingum lögreglu flestir minni- háttar. Sluppu vel eftir bílveltu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.