Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 50
Fjölnisvegur
Nýkomið í sölu 224,1 fm einbýlishús
á þremur hæðum auk 28 fm bílskúrs
og rislofts á þessum eftirsótta stað í
Þingholtunum. Í húsinu eru í dag 3
íbúðir með sameiginlegum inngangi.
Á jarðhæð eru 3ja herb. íbúð, 3ja
herbergja íbúð á 1. hæð og á 2. hæð
og í risi er 3ja – 4ra herbergja íbúð.
650,0 fm skjólgóð og sólrík lóð.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
Frostaskjól
Glæsilegt 180 fm einbýlishús á einni hæð að meðrtöldum 37,6 fm bílskúr.
Húsið er mikið endurnýjað m.a. öll gólfefni, innréttingar og tæki, baðher-
bergi, allar innihurðir og hluti útihurða, neysluvatnslagnir o.fl. Stórt opið
rými sem í eru hol, eldhús með stórri eyju og samliggjandi bjartar stofur
með gólfsíðum gluggum á tvo vegu, 2 rúmgóð herbergi ( 3 á teikn.) auk
fataherbergis og vandað baðherbergi auk gesta snyrtingar. Tölvustýrt
hitakerfi er í gólfum hússins. Húsið er nýmálað að utan og innkeyrsla er
ný með hitalögn og innfelldri lýsingu. Verðtilboð.
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Flókagata
Glæsileg efri hæð
Glæsileg 168 fm efri hæð auk 29 fm
bílskúrs á þessum eftirsótta stað.
Hæðin er innréttuð á vandaðan og
smekklegan hátt og skiptist m.a. í
stórt hol lagt náttúrugrjóti, afar rúm-
gott eldhús með vönduðum innrétting-
um og nýlegum tækjum, glæsilegar
stofur, 2 herb. auk bóka- og
sjónvarpsherb.og baðherb. lagt mar-
mara og flísum. Aukin lofthæð í íbúðinni og tvennar flísalagðar svalir til
suðurs og austurs. Hús að utan
og þak nýlega málað. Hiti í
gangstétt framan við húsið.
Hús teiknað af
Halldóri H. Jónssyni.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
m
bl
.9
40
34
0
50 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hverafold
Glæsilegt einbýlishús með aukaíbúð á útsýnisstað
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Glæsilegt 410 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 41
fm, innb., tvöf. bílskúr. Tvær íbúðir eru í húsinu í dag.
Eignin skiptist m.a. í eldhús með þvottaherb. og búri
inn af, setustofu með fallegri gluggasetningu, arinstofu
með skemmtilegum hornglugga, borðstofu, 2 herb. auk
hjónaherb. með fataherbergi inn af. Auk sér 3ja herb.
íbúðar á neðri hæð. Svalir út af stofu, arinstofu og
hjónaherbergi. 933 fm ræktuð lóð með timburverönd,
hellulögn og skjólveggjum. Hitalagnir í stéttum og
fyrir framan bílskúr. Húsið stendur á afar skemmti-
legum stað á fallegri ræktaðri lóð með óhindruðu
útsýni út á voginn. Nánari uppl. á skrifstofu.
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Mikið endurbætt 4ra herbergja, íbúð 88 fm á 2. hæð í góðu þríbýlishúsi. Búið
er að endurbæta, þak, skólp, lagnir, ofna og setja svalir til suðurs. Gólfefni eru
flísar og gegnheilt plankaparket. Komið er inn á parketlagðan gang. Eldhús
með flísar á gólfi, endurbættri innréttingu og færanlegri gaseldavélaeiningu.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa. Hjónaherbergi með fata-
skáp og parket í á gólfi. Stofa parketlögð með útgang á svalir í suður. Tvö her-
bergi með parket á gólfi eru út frá stofunni og mögulegt að nota sem þrjár sam-
liggandi stofur eða sem svefnherbergi. Sérgeymsla í kjallara. Í sameign er
þvottahús og bakgarður til suðurs. Góð eign á vinsælum stað.
Sólvallagata 33 - 2. hæð
Opið hús frá kl. 14-16 í dag
Daniel G. Björnsson
Lögg. leigumiðlari • Sölufulltrúi
Sími: 530-6500 • Gsm: 897-2593 • daniel@heimili.is
Sölumaður Heimilis fasteignasölu verður á staðnum
og tekur á móti gestum á milli kl. 14.00 og 16.00
www.heimili.is
ÞANN 23. október sl. birtist afar
umhugsunarverð grein í Morg-
unblaðinu eftir Gylfa
Pál Hersi, einn for-
svarsmanna Aðstand-
endafélags heim-
ilisfólks á Skjóli í
Reykjavík.
Þar lýsir hann bar-
áttu félagsins fyrir
bættum aðstæðum
heimilisfólks á hjúkr-
unarheimilinu, þar sem
42 af 99 íbúum búa í tví-
býli og allir með
óskyldu fólki. Grein
Gylfa ætti að vera
skyldulesning fyrir alla
ráðamenn hér á landi og þeir sem
eiga aldraða foreldra, ættu að líta í
eigin barm.
Aðstandendafélag á Skjóli
Aðstandendur íbúa á Skjóli stofn-
uðu félagið hinn 9. september fyrir
ári. Það sem rak þá til að bindast
samtökum var m.a. mikil und-
irmönnun á heimilinu, of lág daggjöld
frá ríkinu, skortur á fagfólki s.s.
sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfurum,
einhæft mataræði og óskýr hug-
myndafræði. Leitað var til Land-
læknis út af þessu ástandi og við-
urkenndi hann, að um undirmönnun
væri að ræða á heimilinu. Til að leita
eftir úrbótum hefur félagið haldið
fundi með ráðherrum
og þingnefndum og
staðið í bréfaskriftum
út og suður. Í haust
hafa svo fleiri aðstand-
endafélög slegist í hóp-
inn s.s. á Droplaug-
arstöðum og Holtsbúð í
Garðabæ. Árangurinn!
– hann mælist því miður
ekki í athöfnum –ennþá.
Aðstandendafélög
á öllum hjúkr-
unarheimilum
Í grein sinni í Morg-
unblaðinu bendir Gylfi m.a. á, að nú
þyki sjálfsagt að til séu foreldrafélög
við alla leikskóla og grunnskóla. Svo
þótti þó ekki áður fyrr. Hann telur
hins vegar, að eftir fá ár þyki jafn
sjálfsagt að til séu félög aðstandenda
á öllum hjúkrunarheimilum, eins og í
skólunum nú. Vonandi reynist Gylfi
sannspár.
Gylfi bendir einnig á að foreldrum
þætti það skrítið, ef þeir þyrftu að
ráða sérstaka aðstoðarmenn með
börnum sínum í skólanum eða að
börnin væru sett á biðlista eftir skóla-
plássi. Nú fara aldraðir á biðlista, ef
þeir þurfa að komast á hjúkr-
unarheimili og ef þeir komast þang-
að, þarf kannski að ráða sérstakt
starfsfólk af aðstandendum til að
sinna viðkomandi!
26. mars í fyrra var Aðstandenda-
félag aldraðra – AFA stofnað. Eitt af
markmiðum félagsins er að sem víð-
ast verði stofnuð sérstök félög að-
standenda. Félagið sem stofnað var í
kringum Skjól í fyrra, heldur nú
reglulega fundi með starfsfólki og
stjórnendum staðarins. Dýrmæt
reynsla félagsins hefur nýst við stofn-
un aðstandendafélaga á fleiri stöðum
og má þar nefna Droplaugarstaði. Því
fleiri raddir – því meiri líkur á ár-
angri.
Virðum aldursskeið aldraðra
Í grein sinni í Morgunblaðinu segir
Gylfi: ,,Það tímabil ævinnar þegar við
erum orðin öldruð, lasburða, sum
gleymin eða jafnvel hætt að heyra og
sjá eins og áður, er ekkert ómerki-
legra en önnur tímabil ævinnar“. Síð-
an segir: ,,Þeirra tímaskeið á ekki að
einkennast af því að vera þurfalingar
og afgangsstærð. Á sama tíma og
stærðarinnar hús rísa á örskots-
stundu út um alla Reykjavík er frá
því sagt að ekkert nýtt hjúkr-
unarheimili verði opnað fyrr en árið
2009!“ Ég skora á alla aðstandendur,
ekki síst þá sem eiga sína nánustu á
hjúkrunar- og dvalarheimilum, að
nota samtakamáttinn og breyta þess-
ari þjóðarskömm. Það þarf meira
fjármagn í byggingar og endurbætur,
fleira starfsfólk og bætt launakjör.
Síðast en ekki síst þarf meiri virðingu
fyrir okkar efsta aldursskeiði. Hver
efast um reisn og visku þess aldna,
sem fylgdist með orðum Sig-
urbjarnar Einarssonar biskups á
degi Jónasar Hallgrímssonar og ís-
lenskrar tungu?
Fleiri aðstandendafélög aldr-
aðra á hjúkrunarheimilum
Reynir Ingibjartsson skrifar
um aðbúnað aldraðra »Ég skora á alla að-standendur, ekki
síst þá sem eiga sína
nánustu á hjúkrunar- og
dvalarheimilum, að nota
samtakamáttinn og
breyta þessari þjóð-
arskömm.
Reynir Ingibjartsson
Höfundur er formaður AFA –
Aðstandendafélags aldraðra.
reyniring@internet.is
Til leigu í Garðabæ
Tvær 150 fm sérhæðir (penthouse) með stæði í
bílskýli. Til afhendingar strax.
Nánari upplýsingar í síma 821-0700.
Á sunnudögum kl. 15-18 og aðra daga frá kl. 9-16.
M
b
l 9
38
00
5
Fáðu úrslitin
send í símann þinn