Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 26
ævisaga
26 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir tæpum hundrað árumskrifar Þórður Sveinssonyfirlæknir á Kleppi unn-ustu sinni Ellen Kaaber:
„Ég á engin orð af gleði yfir þessum
löngu, indælu bréfum. Ég er aðeins
búinn að lesa tvö fyrstu bréfin, þoli
ekki að lesa fleiri, varð að segja við
þig nokkur orð.“ En hann gat ekki
lengi beðið með að lesa áfram: „Ég
gat ekki stillt mig um að lesa þriðja
bréfið, það með uppbrotinu, það brak-
aði svo munúðarlega í því. Ég sagði
þér einu sinni hvað það væri
eggjandi, þegar brakaði í silkikjólum
fallegra kvenna, sérstaklega und-
irkjólunum!“
Ekki slæmt fyrir unga og vonglaða
stúlku að fá svona bréf frá kærast-
anum. En hvernig átti Þórði að detta í
hug að þetta bréf yrði gert alþjóð
kunnugt og hvernig stendur eiginlega
á því að þetta bréf og fjölmörg önnur
úr bréfasafni Ellenar og Þórðar eru
komin fyrir almenningssjónir.
Þau hafa ábyggilega hvorugt látið
sér detta í hug að unga stúlkan sem
farin var um 1940 að heimsækja Agn-
ar son þeirra í Suðurgötu 13 myndi á
haustmánuðum 2007 gefa út ekki að-
eins hluta bréfasafnsins heldur ít-
arlega unna rannsóknarvinnu á bak-
grunni Ellenar.
Hildigunnur Hjálmarsdóttir,
tengdadóttir Þórðar og Ellenar, á
ekki langt að sækja rithöfundarhæfi-
leikana, móðir hennar var engin önn-
ur en maddama Anna, sú ógleym-
anlega þrjóska smástúlka úr
Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar.
„Raunar hét hún Soffía Emilía og
gat ekki sætt sig við stjúpu sína þótt
hún væri merk kona. Þess vegna var
hún send til Stykkishólms í fóstur til
Sigurðar Gunnarssonar prófasts föð-
urbróður síns og konu hans og nöfnu
sinnar en Gunnar Gunnarsson og hin
systkinin þrjú voru áfram hjá föður
sínum og stjúpu, sú kona stundaði
hómapatalækningar þó hún væri ekki
lærð sem slík og hún hvatti Gunnar á
rithöfundarbraut hans síðar,“ segir
Hildigunnur þegar ég heimsæki hana
upp á 13. hæð háhýsis við Sólheima,
en þangað fluttu hún og Agnar Þórð-
arson 1975.
Í leit að gömlum bréfum
„Þá var Ellen tengdamóðir mín dá-
in og búið að taka upp búið í Suð-
urgötu. Við Agnar voru ár í útlöndum
eftir að við giftum okkur. Fyrst í Ox-
ford, svo á Írlandi, þaðan fórum við til
Parísar og fluttum okkur svo suður-
eftir vegna heilsufars Agnars, hann
þurfti að vera í hlýrri veðráttu vegna
sjúkdóms síns. Við þurftum alltaf að
vera þar sem Agnar gat fengið blásn-
ingu í lunga, hann var berklaveikur.
Eftir að við fluttum heim til Íslands
bjuggum við Agnar í Suðurgötunni
þar til við fluttum hingað. Fyrst
bjuggum við þar á neðstu hæð en síð-
an á miðhæðinni. Ellen vildi hafa það
þannig. Þá var hún orðin ein en hjá
okkur Agnari fjölgaði, við eign-
uðumst á þessum tíma þrjá syni,“
segir Hildigunnur, hún hefur aug-
ljóslega erft framtak og myndarskap
móður sinnar sem fram kemur í nafn-
gift bróður hennar á henni í Fjall-
kirkjunni, það þarf meira en með-
aldugnað til að setja saman í
hjáverkum nærri 400 síðna bók sem
byggist svo mjög á rannsóknarvinnu
og þýðingum eins og bókin; Danska
frúin á Kleppi, bréf Ellenar Kaaber
Sveinsson, gerir.
„Mér finnst ég hafa fengið frelsi
eftir að bókin kom út, ég er svo lengi
búin að vera að draga að efni í hana
og hugsa um hana. Ég var þó í reynd
lengi vel að ég hélt að vinna efnið upp
í hendurnar á Agnari manni mínum.
Mér fannst eðlilegt að hann notaði
þetta mikla efni, slíkt höfðu margir
höfundar gert á undan honum, t.d.
Gunnar móðurbróðir minn. En ein-
hvern veginn kom hann sér undan
verkinu. Hugmyndin kom eiginlega
þannig til að ég fór einu sinni sem
oftar niður í kjallara á Suðurgötunni
til að leita að bréfum til Agnars.
Hann sem rithöfundur skrifaðist á
við marga og sendi mig margar ferð-
irnar niður að leita að gömlum bréf-
um. Í gríðarstórum pappakassa, sem
ég fór þarna að grúska í, sá ég að var
líka mikið af bréfum sem mér sýnd-
ust vera flest til móður hans. Ég fór
upp með kassann, lét Agnar fá bréfin
sem hann var að leita að en sýndi
honum um leið kassann með bréf-
unum sem mér virtust mörg stíluð á
móður hans. „Settu kassann bara inn
í klæðaskáp, við skoðum þetta
seinna“ sagði Agnar og ég gerði það.
Síðan var nú í ýmsu að snúast og
kassinn gleymdist. Svo þegar við
fluttum hingað fylgdi kassinn með og
ég tók að glugga í hann og komst að
því að í honum voru mörg spennandi
bréf. Á botninum fann ég rautt veski
með bréfum frá Þórði til Ellenar.“
BA í frönsku og dönsku
Hildigunnur var heldur ekki illa í
stakk búin til að að fást við þýðing-
arstörfin. „Eftir að ég hætti að vinna
hjá Ríkisspítölum eftir nokkurra ára-
tuga starf fór ég í Háskóla Íslands og
tók BA-próf í frönsku og dönsku.
Eftir það héldu mér engin bönd, ég
tók að þýða bréfin eitt af öðru þótt
mörg þeirra væru lítt læsileg og sum
hreinir sneplar. En þetta var svo
skemmtilegt verkefni,“ segir hún.
En fannst henni ekki einkennilegt
að kynnast sambandi tengdaforeldr-
anna svona „innan frá“, löngu eftir að
þau voru dáin?
„Bréf Ellenar til Þórðar fékk ég
reyndar ekki í hendur fyrr en um ári
áður en bókinni lauk. En jú, – það var
á margan hátt einkennilegt að lesa
þetta,“ viðurkennir Hildigunnur.
„Sumu sleppti ég auðvitað, því sem
var of persónulegt, en ég lét fylgja
með þau bréf sem sýndu hve mikil
áhrif skoðanir Þórðar höfðu á Ellen
og hvernig samband þeirra þróaðist.
Hann var talsvert eldri og kom inn á
heimili Kaaberhjónanna í Kaup-
mannahöfn fyrir tilverknað Ludvigs
Kaaber kaupmanns í Reykjavík,
kannski hefur honum fundist ágæt
hugmynd að kynna Þórð, sem var
ógiftur og barnlaus kominn nokkuð
yfir þrítugt, fyrir Louise, eldri systur
Ellenar, sem var hjúkrunarkona. En
það fór nú svo að Þórður heillaðist af
hinni kornungu Ellen, sem var yngst
af 12 börnum Söru og Ludvig Kaab-
er sem upp komust. Hann stakk upp
á þau skrifuðust á og smám saman
æstist leikurinn. Bréfin hættu að
vera formleg, urðu persónulegri og
ástúðlegri. Eftir að Þórður fór til
Kaupmannahafnar til að kynna for-
eldrum Ellenar trúlofun þeirra varð
ekki aftur snúið. Nokkru síðar giftu
þau sig á Íslandi – borgaralega en
ekki hjá presti, foreldrum Ellenar til
mikillar hrellingar, en þau voru mjög
borgaraleg og heittrúuð.
„Ég fékk líklega svona mikinn
áhuga á lífi Ellenar og fjölskyldu
hennar af því að systkini hennar voru
svo mörg. Ég er einbirni sem missti
föður minn. Stórar fjölskyldur hafa
alltaf heillað mig,“ segir Hildigunn-
ur.
Sjálf var hún kaupmanns- og út-
gerðarmannsdóttir sem bjó fyrstu
æviárin í Norska húsinu í Stykk-
ishólmi, þar sem nú er safn. „Ég átti
heima í þessu húsi þar til ég var 8
ára, Pabbi minn, Hjálmar Sigurðs-
son, dó áður en ég fæddist, hann
gekk undir uppskurð í desember
1919 og dó en ég fæddist ekki fyrr en
í mars 1920.
Tengslin við Danmörku
Tvívegis fór mamma með mig frá
Stykkishólmi til að heimsækja systk-
ini sín, Gunnar og Þórunni sem þá
bjuggu bæði í Danmörku. Þetta og
bréf og myndir vakti mikinn áhuga
minn á Danmörk sem gerði það að
verkum að ég skildi Ellen tengda-
móður mína betur en ella hefði verið.
Kaupmannahöfn á stóran hlut í
mínum bernskuminningum. Gunnar
var mömmu góður bróðir en Þórunn
fannst mér sérlega skemmtileg kona,
hún hafði svo mikið auga fyrir skop-
legum hlutum. Við mamma kynnt-
umst mörgum listamönnum í þessum
ferðum til Danmerkur.
Mamma flutti með mig suður til
Reykjavíkur 1928. Hún sagði mér
ekki margt um uppvöxt sinn, en ég
veit að hún missti sem fyrr sagði
móður sína sem smábarn, fóstru
sína, sem henni féll mjög vel við, þeg-
ar hún var níu ára og föður minn eftir
rúmlega árs hjónaband. En hún lét
ekki hugfallast og það hjálpaði henni
að eiga góða að, auk þess sem hún
hafði fengið menntun í húsmæðra-
skóla í Reykjavík. Mamma fékk fyrst
vinnu hjá Páli Ólafssyni, föður Ólafar
Pálsdóttur myndhöggvara, þetta var
gegnum kunningsskap. En það fyr-
irtæki var svo flutt til Færeyja og
mamma fékk þá vinnu í Völundi.
Sveinn í Völundi var giftur Soffíu
Haraldsdóttur frænku minni. Völ-
undur var þá algert karlavígi en
Soffía frænka fékk því framgengt að
mamma fengi þessa vinnu. Sveinn í
Völundi var mikill séntilmaður og
fannst ekki koma til mála að mamma
yrði ein innan um alla þá herra sem
hjá honum unnu, svo hann bauð
frænku sinni vinnu líka – Júlíönu Ise-
barn. Þær unnu svo þarna með körl-
unum og í Völundi vann mamma þar
til hún hætti störfum fyrir aldurs
sakir. Við mæðgur bjuggum lengst af
í Fjalakettinum. Þaðan sótti ég nám í
barnaskóla, Ágústarskóla og svo í
MR. Þetta var miðsvæðis og því góð-
ur samkomustaður fyrir vinkon-
urnar. Úr fyrstu sérríflöskunni
drukkum við t.d. úr tebollunum
hennar mömmu. Mamma var alin
upp við algert vínbindindi og vínglös
voru því ekki til á okkar heimili fyrr
en ég fullorðin gaf henni vínglös.
Agnar kemur til sögunnar
Ég hitti Agnar Þórðarson fyrst á
Vífilsstöðum, hann var þá sjúklingur
þar. Hörður bróðir hans hafði stund-
að nám við Menntaskólann á Akur-
eyri og Agnar fór síðar líka til Sig-
urðar skólameistara Guðmunds-
sonar til náms. En norður var hann
samskipa berklaveikri konu og var
talið að hann hefði smitast af henni.
Hann varð mjög veikur þegar hann
kom norður en fyrst vissi enginn
hvað að honum væri. Álitið var að
hann væri með skarlatsótt en þetta
reyndust berklar sem hann átti í
stríði við meira og minna alla ævi.
Árið 1938 var hann við dauðans
dyr á Landspítalanum þegar Úlfar
bróðir hans var þar kandídat. Yf-
irlæknir lyflæknisdeildarinnar Jón
Hjaltalín sagði við Úlfar: „Það er
leitt að bróðir yðar getur ekki lifað.“
Þegar móðir þeirra bræðra heyrði
þetta sagði hún: „Hvis han skal dö,
skal han dö hjemme.“ Gegn ráðum
og vilja allra, lærðra sem leikmanna
tók hún Agnar heim þar sem hann
fékk einstaka hjúkrun og naut
tengdamóðir mín aðstoðar yfir
Morgunblaðið/G.Rúnar
Höfundurinn Hildigunnur Hjjálmarsdóttir hefur tekið saman bók um Ellen Kaaber Sveinsson tengdamóður sína.
Á Kleppi Þórður Sveinsson og kona hans Ellen ásamt börnum sínum Nínu,
Sveini, Agnari og Gunnlaugi í stofu á Kleppi árið 1919.
Fjölskyldan Þórður Sveinsson prófessor og kona hans Ellen með börnum
sínum í Suðurgötu 13. F.v. efri röð: Úlfar, Nína, Sveinn, Gunnlaugur og
Hörður. Neðri röð Agnar, Ellen, Þórður og Sverrir.
Hún varð sjálfstæðari með
árunum og líka fór hún að
skilja Þórð betur og
„kunna betur á hann“.
Ég á engin
orð af gleði
„Ég skrifa þér eins og gáfuðum karlmanni,“ segir
Þórður Sveinsson yfirlæknir í bréfi fyrir hartnær
100 árum til Ellenar Kaaber. Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræddi við Hildigunni Hjálmarsdóttur,
tengdadóttur þeirra hjóna, en nýlega kom út bók
hennar; Danska frúin á Kleppi