Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 37
Þannig tók hann þátt í því þrekvirki
með öðru ungu fólki í sveitinni að
stofna Sundfélagið Gretti árið 1928
og var kjörinn féhirðir fyrstu stjórn-
ar félagsins. Þetta dugmikla unga
fólk reisti hörðum höndum sundlaug
á Klúku þar sem heitt vatn kemur úr
jörðu í tærri lind sem kennd er við
Guðmund biskup góða. Sundlaugin
var tekin í notkun árið 1930. Einn
æskufélaganna nefndi sérstaklega
forystu hans í sundlaugarmálinu í
minningargrein:
„Sundstaðurinn i Bjarnarfirði –
Laug Guðmundar hins góða – er að
snörum þætti til orðin fyrir hans
ötula forgöngu, þótt fleiri hafi þar vel
að unnið. Það var jafnan svo með
Jón, að honum varð sjaldan úrræða
vant.“3
Endurbætt gerð laugarinnar er
enn vinsæl af ferðamönnum sem
leggja leið sína um Bjarnarfjörðinn
þar sem hefðbundinn búskapur hef-
ur lagst af á langflestum jörðum.
Jón á Skarði tók einnig virkan þátt
í nefndum og ráðum um málefni
sveitarfélagins. Hann var til að
mynda formaður skólanefndar sem
barðist ötullega fyrir því að fá ríkið
til að fallast á byggingu húsnæðis
fyrir barnaskóla í sveitinni. Hann
átti þátt í stofnun Sparisjóðs Kaldr-
ananeshrepps, sat í fyrstu stjórn
Veiðifélags Bjarnarfjarðarár, var
gjaldkeri Lestrarfélags sveitarinnar
um fimm ára skeið, og þannig mætti
áfram telja.
Bóndinn á Skarði var einnig í far-
arbroddi verklegra framfara í sveit-
inni:
„Er Jón tók við búi af foreldrum
sínum kom það brátt í ljós, að hann
hugði á framfarir og gerði sér grein
fyrir þeirri byltingu sem var að ger-
ast í íslenzkum landbúnaði og hann
tók þátt í af víðsýni og myndarskap.
Fyrstu dráttarvélina í Bjarnarfirði
átti Jón og var óspar á að lána ná-
grönnum sínum til ómetanlegs hag-
ræðis. Sýnir það vel hvað maðurinn
var hjálpfús og velviljaður.“4
Auk umfangsmikilla félagsstarfa
fékkst Jón á Skarði í tómstundum
við að skrifa leikrit sem færð voru
upp á skemmtikvöldum í sveitinni.
Og hann var liðtækur á fleiri sviðum;
sigraði meðal annars á einu fyrsta
skákmóti sem haldið var á Hólmavík
árið 1937.5
Árið sem Jón á Skarði andaðist
lýsti hann þessum tíma í minning-
argrein um einn æskufélaga sinn, Jó-
hann Jónsson, skíðakappa frá Kaldr-
ananesi:
„Frá þessum árum er margs að
minnast. Hópur ungra manna, sem
ekki bragðar brennivín eða tóbak,
starfar að þróttmiklu félagsstarfi.
Þeir hafa með höndum margþættar
íþróttaiðkanir, skemmtanir, leik-
starfsemi og önnur menningarmál.
Unga fólkið er heima í sveitinni og
unir hag sínum, það miðast ekki allt
við krónur og aura. Nú finnst okkur
furðulegt, að þetta skyldi geta gerst,
svo hefur mikil breyting á orðið.“6
Hrunadans stjórnmálanna
Í stjórnmálum fylgdi faðir minn
yfirleitt framsóknarmönnum að mál-
um. Þegar hann öðlaðist rétt til að
kjósa í fyrsta sinn til Alþingis, í kosn-
ingunum árið 1933, var Tryggvi Þór-
hallsson, fyrrum forsætisráðherra,
frambjóðandi Framsóknarflokksins í
Strandasýslu, en það var þá var
sjálfstætt kjördæmi. En þetta voru
miklir umbrota- og átakatímar í ís-
lenskum stjórnmálum, jafnt milli
flokkanna sem og innan Framsókn-
arflokksins. Ári síðar, 1934, var kosið
á nýjan leik og þá var Tryggvi farinn
úr flokknum og orðinn leiðtogi hins
nýja Bændaflokks. Faðir minn var
einn þeirra sem studdu unga mann-
inn sem forysta Framsóknarflokks-
ins sendi norður í Strandasýslu þetta
sumar til höfuðs gamla leiðtoganum;
Hermann Jónasson. Og unga kyn-
slóðin hafði sigur.
En Jón á Skarði átti eftir að lenda
í átökum við formann Framsókn-
arflokksins þegar hagsmunir heima-
manna fóru ekki að öllu leyti saman
við vilja þess valdamikla manns í
Reykjavík. Hin beina orsök þeirra
árekstra var tilraun Bjarnfirðinga til
að hefja á ný rekstur gjaldþrota
frystihúss á Kaldrananesi, en þar
hafði unga fólkið í sveitinni haft
nokkra atvinnu um skamma hríð.
Hlutafélagið Ísborg hóf að reisa
frystihúsið árið 1945, en það verk
gekk seinlega vegna fjárskorts.
Húsið varð loks rekstrarhæft að
hluta til vorið 1948, en þá voru
skuldir við opinbera sjóði, fyrirtæki
sem lögðu efni og vélar til hússins og
starfsfólkið orðnar of miklar til þess
að reksturinn gæti staðið undir sér.
Ísborg varð því gjaldþrota vorið
1949.
Þegar öllum varð ljóst að frysti-
húsið gæti ekki hafið rekstur að nýju
án verulegs nýs fjármagns, sem ekki
var fyrir hendi hjá hluthöfunum eða
bændum í Bjarnarfirði, var faðir
minn fenginn til að leita allra leiða til
bjargar. Honum tókst með við-
ræðum við heimamenn og kaup-
sýslumenn í Reykjavík að ná saman
hópi einstaklinga sem gerði í ágúst
1949 tilboð í eignir Ísborgar, en sjóð-
ur í eigu ríkisins hafði keypt þær á
nauðungaruppboði. Í nýja félaginu
voru upphaflega fjórir heimamenn,
en seinna bættust níu Bjarnfirð-
ingar í hópinn. Langsamlega fjár-
sterkastur í nýja félaginu var hins
vegar stórkaupmaður í Reykjavík,
Eggert Kristjánsson, en hann hugð-
ist etja kappi við Hermann Jónasson
um þingsætið í Strandasýslu í kosn-
ingunum í október 1949.
Framsóknarmenn brugðust hart
við þessum áformum þegar fréttist
að frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins var þar með í för. Hermann Jón-
asson sendi kjósendum sínum fjöl-
ritað „Bréf til Strandamanna“ í
ágúst 1949 þar sem hann veittist að
föður mínum án þess þó að nefna
hann á nafn.
Morgunblaðið sagði fyrst frá
þessu bréfi 7. september undir fyr-
irsögninni „Bjarnfirðingur á brún-
um frakka“:
„Hermann Jónasson hefur fyrir
nokkru skrifað Strandamönnum
nokkurs konar hirðisbrjef, þar sem
hann gerir grein fyrir viðhorfum sín-
um til stjórnmála. Inn í brjef þetta
hefur hann ekki getað stillt sig um
að fljetta árásir á bónda einn í sýsl-
unni. Kallar hann bónda þennan
„Bjarnfirðing á brúnum frakka.“ Er
Hermann nú tekinn að tala í lík-
ingum og fer vel á því hjá jafn skáld-
legum manni. Er auðsætt að hann
telur „Bjarnfirðing á brúnum
frakka“ hættulegan andstæðing sinn
og andar mjög köldu í hans garð.
Mun orsök þess sú að eftir því, sem
brjefið hermir, hefir þessi bóndi átt
verulegan þátt í því að Bjarnfirð-
ingum tókst að tryggja áframhald-
andi rekstur hraðfrystihúss síns. Er
varla við því að búast að þingmanni
kjördæmisins falli það vel í geð.“7
Í annarri grein gaf Morgunblaðið
áróðursbréfi Hermanns þá einkunn
að það væri „að nokkru leyti seyrinn
rógur um höfuðandstæðing hans í
n.k. kosningum og um Jón Bjarna-
son á Skarði.“8
Í kjölfar bréfaskrifa Hermanns
Jónassonar til Strandamanna hófust
árásir í málgagni Framsókn-
arflokksins, Tímanum, ekki aðeins á
keppinautinn, Eggert Kristjánsson,
heldur einnig á föður minn fyrir
þann glæp að hafa fengið stuðning
stórkaupmannsins við endurreisn
frystihússins á Kaldrananesi. Þjóð-
viljinn tók undir gagnrýnina á stór-
kaupmanninn, en Morgunblaðið var
til andsvara. Fylltu þessi skrif marg-
ar blaðsíður fram að kosningum.
Morgunblaðið snerist einnig til
varnar föður mínum og lýsti aðkomu
hans að málinu skömmu fyrir form-
legt gjaldþrot Ísborgar með þessum
orðum:
„Einn var sá maður í hjeraði, sem
mikinn áhuga sýndi í því að reyna að
safna mönnum saman til að taka upp
að nýju rekstur frystihússins. Það
var Jón Bjarnason á Skarði. Hann
tók við stjórn hússins þegar í óefni
var komið og ekkert gat afstýrt
gjaldþroti. . . . Jóni Bjarnasyni verð-
ur síst álasað, þótt hann leitaði út
fyrir hjeraðið eftir því fje, sem ekki
var unnt að fá heima fyrir, með þeim
árangri, að utanhjeraðsmenn feng-
ust til að stofna fjelag með heima-
mönnum til að reisa frystihúsarekst-
urinn við eftir gjaldþrotið.“9
Heildsalinn í Reykjavík náði ekki
kjöri í Strandasýslu og dró það veru-
lega úr áhuga hans á fjárfrekum
framkvæmdum á Kaldrananesi.
Frystihúsið varð aftur gjaldþrota.
Enn í dag standa húsarústirnar á
nesinu sem veðurbarinn minnisvarði
um draum sem dó.
„Valkyrjan að norðan“
Hermann Jónasson sigraði með
glæsibrag í kosningunum í Stranda-
sýslu og varð í kjölfarið landbún-
aðarráðherra. Formaður Sjálfstæð-
isflokksins gerði því að vísu skóna í
einkabréfi að Hermann hefði fengið
40-50 atkvæði að láni frá Sósíal-
istaflokknum.10 Jónas Jónsson frá
Hriflu, sem lyfti Hermanni til æðstu
metorða, og fylgdist gjörla með öll-
um gjörðum þessa pólitíska fóst-
ursonar síns eftir vinslit þeirra, var
sömu skoðunar.11
Þótt Hermann hefði vafalaust
mikilvægum málum að sinna í ráðu-
neytinu árið 1950 gleymdi hann ekki
að sýna vald sitt heima í kjördæminu
og refsa þeim sem höfðu óhlýðnast
pólitísku kalli hans. Jón á Skarði
hafði árin á undan haft með höndum
verkstjórn við vegalagningu á svæð-
inu og vegavinnumenn fengið að
borða heima hjá þeim á Skarði.
Sumarið eftir kosningarnar, árið
1950, komu hins vegar fyrirmæli að
sunnan um að reka hann úr því
starfi.
Tveir sendimenn Vegagerð-
arinnar, verkstjóri og verkfræð-
ingur, komu þetta sumar norður til
að mæla fyrir vegarstæði yfir Bjarn-
arfjarðarháls. Þeir hittu ábúendur á
Skarði við heyannir á túninu og ósk-
uðu eftir aðstoð Jóns Mikaels við að
velja vegarstæðið en Huldu Svövu
við að elda mat fyrir vegavinnumenn
og veita þeim húsaskjól. Húsmóðirin
tók erindinu þunglega, fannst und-
arlegt af þeim að leita til þeirra Jóns
eftir það sem á undan var gengið og
sagðist ekki vilja veita þessa þjón-
ustu. Sendimenn Vegagerðarinnar
reyndu að fá hana til að skipta um
skoðun, en Hulda Svava hélt fast við
ákvörðun sína og gekk svo um hríð
þarna á túninu þar til Jón Mikael
spurði hana stillilega hvort hún yrði
nú ekki samt að gera þetta vega-
vinnumannanna vegna. Hún svaraði
því til að það gæti vel verið að hún
yrði að gera þetta, en hún vildi það
ekki.
Þessi orðaskipti á túninu á Skarði
bárust um sveitina og vöktu athygli
víðar. Þegar Jón á Skarði og Hulda
Svava voru í heimsókn í Reykjavík
árið eftir fengu þau símtal frá Jónasi
Jónssyni frá Hriflu, sem skrifaði
ítrekað í tímarit sitt Ófeig um frysti-
húsamál Hermanns Jónassonar í
Strandasýslu.12 Jónas bauð þeim í
kaffi á Hótel Borg með þeim orðum
að hann vildi endilega hitta „valkyrj-
una að norðan.“
Jón Mikael missti sem sagt sum-
arvinnuna vegna baráttu sinnar fyr-
ir endurreisn frystihússins á Kaldr-
ananesi. Slík smásálarleg
hefndarráðstöfun var dæmigerð fyr-
ir það pólitíska ofríki sem alþýða
manna bjó við á þeim tímum þegar
öll svið þjóðlífsins voru læst í helj-
argreipar flokksræðisins.
Suður á mölina
Ekki er að efa að þessi lífsreynsla
átti sinn þátt í ákvörðun þeirra að yf-
irgefa Bjarnarfjörðinn á fardögum
vorið 1952. Þá leigðu þau jörðina
Svarfhól í Stafholtstungum í Borg-
arfirði og stunduðu þar búskap í tvö
ár. En sumarið 1954 sögðu Jón
Mikael og Hulda Svava endanlega
skilið við landbúnaðinn og fluttu suð-
ur á mölina. Fyrst hugðust þau setj-
ast að í Reykjavík, þar var enga lóð
að fá fyrir framsóknarmann úr
Strandasýslu. Þau litu þá til Kópa-
vogs, en þar ríkti pólitískt vand-
ræðaástand sem kom niður á því
fólki sem þar vildi setjast að. Af því
leiddi að þau fengu úthlutað lóð í
Kópavoginum, en var snarlega neit-
að um leyfi til að byggja á lóðinni!
Eftir ítrekaðar göngur milli þeirra
pólitísku Pílatusa og Heródesa sem
fóru með völd í bænum, en gátu ekki
unnið saman, fluttu foreldrar mínir
til Ytri-Njarðvíkur á Suðurnesjum.
Jón á Skarði og Hulda Svava áttu
heima í Ytri-Njarðvík í níu ár og
fengu þar tækifæri til að sýna í verki
hvernig samtakamáttur, ósérhlífni
og dugnaður efnalítils alþýðufólks
getur gert mikla hugsjón að veru-
leika.
Fjárhagurinn var ekki beysinn.
Fátækt bændafólk sem flutti á möl-
ina hafði úr litlu að spila. Hjónin frá
Skarði, sem voru komin á miðjan
aldur og áttu fjögur börn, gátu rétt
svo borgað inn á fokhelda jarðhæð
fyrir afrakstur alls erfiðis síns um
langt árabil í sveitasælunni. Um leið
og búið var að múrhúða fyrstu her-
bergin var flutt inn; það tók þau
nokkur ár til viðbótar að ljúka við að
gera alla hæðina íbúðarhæfa, og
unnu þau þó bæði utan heimilisins
og eins Bjarni, elsti sonurinn, sem
var þá fjórtán ára.
Þannig var fjárhagslega búið að
alþýðufólki á Íslandi á sjötta og sjö-
unda áratug tuttugustu aldar, þrátt
fyrir langan vinnudag við erfið störf
sem enginn Íslendingur tæki í mál
að inna af hendi nú til dags. Atvinnu-
rekendur reyndu einnig stundum að
svindla á því fólki sem þrælaði í fyr-
Horfinn heimur Steinbærinn sem Jón Mikael og Hulda Svava reistu á Skarði eftir að gamla íbúðarhúsið brann að
næturlagi árið 1940 var löngum hið fyrsta sem blasti við ferðamönnum sem komu akandi ofan af Bjarnarfjarð-
arhálsi. Húsið hefur nú verið jafnað við jörðu.
Blaðamál Morgunblaðið 3. september 1949. Ein af mörgum greinum blaðs-
ins um frystihúsamálið á Kaldrananesi.
Sem ungur maður tók Jón á Skarði þátt í fjölbreyttu fé-
lagslífi í heimabyggð sinni. Hann var ávallt reiðubúinn
að hugsa stórt og leita allra leiða til að koma hug-
sjónum sínum um samvinnu og framfarir í framkvæmd.