Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 44
Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Ragnar Gíslason lögg. fasteignasali. Falleg og mikið endurnýjuð 140,2 fm. sérhæð í tvíbýlishúsi á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Stór timburverönd, þrjú svefnherbergi og tvær stofur. 15 millj. kr. lán á 4,15% vöxtum getur fylgt eigninni. Verð 43,5 millj. MIÐBRAUT 17 Opið hús á milli kl. 15-16 í dag. m bl .9 40 56 5 44 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁGÆTI Kristján. Þessa dagana er stjórn Fjar- skiptasjóðs að bjóða út fjar- skiptatengingar í dreifbýli. Fjar- skiptasjóður hefur sett sér þær reglur að ekki verði gerð krafa um hvaða tækni verður notuð til að koma á fjarskipta- sambandi við dreifðar byggðir landsins. Þetta eru mistök og mig lang- ar til að vekja athygli þína á því að áður hafa verið gerð samskonar mistök þegar tekin var sú ákvörðun að allir sem þess óskuðu í dreif- býli skyldu hafa aðgang að ISDN sambandi árið 2001. Hugtakið háhraðatenging er mikið notað í umræðunni. En hvað er há- hraðatenging? Mig langar til að vísa til fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005 til 2010 til útskýringar á hugtakinu háhraðtenging: http://www.pta.is/ upload/files/fjarskiptaaetlun.pdf Á blaðsíðu 15 í skýrslunni, í töflu 1, er reynt að leiða að því getum hvað sé háhraðatenging og hvernig hugtakið muni þróast með auknum kröfum um gagnaflutning. Til glöggvunar þá er rætt um að árið 2007 verði há- hraðatenging 50 Mbps. að og frá not- anda. Eflaust munu fjarskiptafyrirtæki bjóða fram tækni sem byggist fyrst og fremst á þráðlausum lausnum. Þetta er til þess að fyrirtækin þurfi ekki að leggja í kostnað við að leggja ljósleiðara á hvern bæ heldur geti komist sem ódýrast frá því að bæta fjarskiptasamband í dreifbýli. Varð- andi þráðlausar lausnir þá langar mig til að vísa til reynslunnar í því sam- bandi og vísa til greinar eftir þá séra Geir Waage, Berg Þorgeirsson og Óskar Guðmundsson sem birtist í Mbl. þann 16.1.2007. Víða liggja ljósleiðarar í dreifbýli sem bíða þess að verða nýttir í þágu íbúa viðkomandi sveitar sbr. fyrrnefnda grein. Fróðlegt viðtal er einn- ig við Geir Árdal, bónda í Dæli í Fnjóskadal, í Mbl. þann 14.11. sl. en þar kemur fram að hann er að leggja ljós- leiðara á eigin spýtur að bæ sínum. Tekið er fram að verkefnið muni ekki njóta styrks frá Fjarskiptasjóði. Til hvers er Fjar- skiptasjóður ef ekki til að styðja verkefni eins og verkefni Geirs bónda í Dæli? Enn fremur bendi ég þér á frétt og viðtal í seinni sjónvarpsfréttum RÚV þann 14.11. þar sem rætt var við Trausta Þórisson, bónda á Hofsá í Svarf- aðardal. Lýsing hans er nokkuð raunsæ á þeim veruleika sem íbúar í dreifbýli búa við í dag og munu búa við aftur innan örfárra ára ef gripið verður til annarra lausna en ljósleið- ara. Þegar tekin var ákvörðun á sínum tíma um að bjóða öllum lögbýlum landsins upp á ISDN samband var verið að innleiða tækni sem reyndar nýttist Landssímanum vel því hún byggðist á lögnum sem þegar voru til staðar. En tæknin nýttist ekki not- endunum því árið 2001 var ISDN gagnaflutningshraði úreltur og í dag er ISDN tæknin komin á ruslahaug sögunnar. Nægir að vísa til reynslu Trausta, bónda á Hofsá, sem vísað er til hér að ofan. Nú hefur stjórn Fjarskiptasjóðs sett það sem lágmark í útboði að gagnaflutningshraði verði ekki lægri en 2 Mbps! Þetta er móðgun við þá hagsmuni sem stjórn sjóðsins á að gæta en það eru hagsmunir íbúa í dreifbýli á Íslandi. Það er ekki gert með því að setja viðmið í gagnaflutn- ingshraða sem er úreltur í dag og þætti ekki boðlegur í þéttbýli, auk þess að verða orðinn algerlega úreltur eftir 2 til 3 ár. Ég bið þig um að koma því til leiðar að ekki verði aftur tjaldað til einnar nætur eins og gert var með ISDN tæknina á sínum tíma. Þá var fjármunum kastað á glæ. Látum það ekki gerast aftur. Íbúum í dreifbýli hefur stundum fundist eins og þeir væru annars flokks þegnar þegar kemur að ýmiskonar þjónustu af hálfu hins opinbera. Nú er lag að þú, sem þingmaður úr dreifbýli, standir með þínu fólki í þessu máli. Sem framtíðarlausn varðandi grunnþarfir landsmanna í fjar- skiptum er aðeins um eina lausn að ræða en það er ljósleiðari. Þráðlaus sambönd geta einfaldlega ekki keppt við ljósleiðarann varðandi uppitíma og gagnaöryggi. Ég bið þig um að láta ekki villa þér sýn með því láta úrtölu- menn halda öðru fram. Í þessu máli þarf að horfa til framtíðar, ekki til for- tíðar eins og nú stefnir í. Fjárfesting í ljósleiðara er ekki ódýrasta lausnin en hún er langsamlega arðbærust þegar til lengri tíma er litið (sbr. verðmat Gagnaveitu Reykjavíkur nú nýverið). Áhrifin á byggðaþróun og búsetuskil- yrði eru ótvíræð, það kemur glöggt í ljós við skoðun á þeim greinum og við- tölum sem ég vitna til hér að ofan. Mig langar til að biðja þig um að koma því til leiðar að reglunum um Fjarskiptasjóð verði breytt á þá leið að sjóðurinn muni eftirleiðis aðeins veita styrki vegna fjarskiptateninga til lögbýla með ljósleiðara. Þetta snýst jú fyrst og síðast um hagsmuni íbúanna í dreifbýlinu. Ég leyfi mér að óska eftir svari við þessu bréfi mínu. Að lokum langar mig til að benda þér á grein sem ég skrifaði í Morg- unblaðið og birtist þann 28.10.2007 sl. og fjallar um ljósleiðaratengingar í dreifbýli. Hægt er að nálgast greinina á slóðinni www.birting.net/greinar og í gagnasafni Mbl. Með vinsemd og virðingu. Opið bréf til Kristjáns L. Möller samgönguráðherra Ingólfur Bruun skrifar bréf til samgönguráðherra um fjarskipti » Sem framtíðarlausnvarðandi grunn- þarfir landsmanna í fjarskiptum er aðeins um eina lausn að ræða en það er ljósleiðari. Ingólfur Bruun Höfundur er áhugamaður um bætt fjarskipti. Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteignasali 821 4400 534 2000 www.storhus.is Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is BERGSTAÐASTRÆTI, 101 REYKJAVÍK. RÚMGÓÐ OG VEL SKIPULÖGÐ EFSTA HÆÐ Í TVÍBÝLISHÚSI ÁSAMT BÍLSKÚR. SVALIR OG HÁTT TIL LOFTS Tvö svefnherbergi. Rúmgóð stofa með góðum gluggum og er eldhúsið opið inn í stofuna. Suð-vestur svalir með útsýni. Baðherbergi m/baðkari. Íbúðin og geymslan eru 89,3 fm og bíl- skúrinn 22,9 fm. VERÐ 37 MILLJ. BÓKIÐ SKOÐUN ! 155 fm + bílskúr. 1, 4. og 2.hæð en hún er án bílskúrs með tvennum svölum sem snúa til suðurs og austurs. 4.svefnherb, mjög rúmgóð stofa, baðherb. m/baðkari og sturtu- klefa. Eldhúsið er opið inn í stofu með eldunareyju. Þvottahús í íbúð. Lyfta. VERÐ 37,5 - 41,8 MILLJ. SKIPTI Á MINNI EIGN KOMA TIL GREINA!! BÓKIÐ SKOÐUN ! ATH! SELJANDI GREIÐIR STIMPILGJÖLD LAUSAR ! ÁSAKÓR 9, KÓPAVOGUR. 5.HERB. ÍBÚÐIR M/BÍLSKÚR. Kjarrvegur 2 Glæsilegt einbýlishús í Fossvogsdalnum við opið svæði Opið hús í dag frá kl. 14-16 Glæsilegt einbýlishús/tengihús staðsett við opið svæði, skógi vaxið með útsýni yfir Fossvogsdalinn og til sjávar. Húsið er um 380,0 fm þ.m.t. 30,7 fm bílskúr, kj. og tvær hæðir, innréttað á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í 4 glæsilegar stofur, tvær garðstofur, eld- hús með ljósum innrétt-ingum, 5 góð herb. auk líkam- sræktarherb. og fataherb. og tvö baðherb. Allar innrét- tingar eru sérsmíðaðar og granít, parket og flísar á gól- fum. Suðursvalir út af efri hæð. Ræktuð lóð með fallegu holtagrjóti og timburverönd með skjólveggjum. Verð 135,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. m bl .9 40 33 7 Hásalir 1 – Kópavogi OPIÐ HÚS Í DAG Sunnudag 25 nóv. 2007 kl.16.00 – 17,00 Verulega fallegt parhús með frábæru útsýni. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 M bl 9 40 61 1 Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Glæsilegt mikið endurnýjað einbýlishús á frábærum stað í Þingholtunum alls 269,8 fm. Tvennar svalir fallegur garður með stórum garðskála. Upphitað hellu- lagt bílaplan. Verð: 92,9 millj. jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG FRÁ 14 - 16 ÞINGHOLTSSTRÆTI 14 Dan Wiium tekur á móti áhugasömum í dag milli kl. 14 - 16 M bl .9 40 97 2-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.