Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 57
skotist yfir til ömmu í tíma og ótíma. Í Efstalandinu voru alltaf mikil rólegheit og hafði amma alveg ótrúlega þægilega og róandi nær- veru. Þrátt fyrir rólegheitin hjá ömmu var samt alltaf svolítið óðagot á mér, enda lítil skellibjalla þar á ferð. Ég hafði svo mikið að segja henni ömmu. Amma fyrirgaf mér þó lætin og lét mig alltaf finna fyrir því að ég var frábær eins og ég var. Þannig var amma mín – víðsýn og umburðarlynd. Ég man hvað mér þótti vænt um samtölin okkar. Þú sagði mér oft frá því þegar pabbi kom með mig í fyrsta sinn til þín í burðarrúminu. Ég þreyttist aldrei á því að heyra þá sögu. Ég man líka hvað mér fannst gaman að fá að heyra sögur af til- hugalífinu ykkar afa. Þú ljómaðir. Elsku amma mín, þú auðgaðir líf mitt svo miklu meira en þú nokkurn tímann vissir. Ég leit upp til þín og reyndi að tileinka mér víðsýni þína og fordómaleysi. Ég dáðist líka allt- af að dömunni í þér og pjattinu. Þú varst „nýmóðins“, sama hvað bját- aði á. Ég man ekki eftir því að hafa séð þig fara út úr húsi öðruvísi en með allt á hreinu. Hárið í bylgjum og veski í stíl. Ég gat gleymt mér í heilu klukkutímana við að gramsa í rúllunum þínum. Enda var það stór- kostleg mannvígsla þegar þú baðst mig í fyrsta sinn um að setja í þig rúllur, 11 ára gamla. Þvílíkur heið- ur! Á hátíðisdögum fékk ég svo að skoða skartgripaskrínið þitt og máta alla ,,gimsteinana“. Þá var gott að vera prinsessan hennar ömmu sinnar. Elsku amma mín. Takk fyrir sam- veruna og allar minningarnar sem við tvær áttum saman. Ég veit að þú ert komin þangað sem þú vildir fara – í faðminn hans afa. Knúsaðu hann frá mér. Þín Brynhildur. Lengi skal manninn reyna, segir máltækið og ekki er ofsögum sagt hvað getur tekið langan tíma að kynnast einni manneskju. Þannig var mér fram eftir öllum aldri tamt að líta á Dúnu, föðursystur mína, sem sérlega viðkvæma manneskju, einskonar mímósu, enda man ég ekki betur en að hún hafi verið stöð- ugt veik á árum áður og ekki líkleg til að þola mikið andstreymi. Segja má að ég hafi kynnst henni upp á nýtt mannsaldri síðar þegar við unnum saman að dálitlu verkefni í sambandi við ættarmót. Þá upp- götvaði ég að Dúna var eitilharður nagli, sem sést kannski best á því að sú heilsulausa kona sem ég hélt að ég hefði þekkt á árum áður lést á tí- ræðisaldri 8. nóvember sl., síðust átta systkina. Ég hafði hitt hana að máli til að verða mér úti um efni um æskuheimili hennar og uppvöxt á Vesturgötu 51. Eftir eitt eða tvö slík viðtöl rétti hún mér þéttskrifaða stílakompu þar sem hún hafði samið þessa sögu í hendurnar á mér. Og hún lét fylgja að hún vonaði að ekki færi um þessi skrif eins og „Ham- ingjudaga heima í Noregi“ eftir Sig- rid Undset, sem hún hafði lagt frá sér eftir 20 blaðsíður, „sjaldan lesið leiðinlegri bók“. „Ég var mjög hamingjusamt barn …“, þannig hljóðaði fyrsta setningin í sögu Dúnu. Síðan lifnaði, blaðsíðu af blaðsíðu, daglegt líf þessarar barnmörgu sjómannsfjöl- skyldu með ótal útúrdúrum og smá- atriðum í lifandi og safaríkri frá- sögn. Dúna var falleg kona og fínleg, en þó bar mest frá hvað röddin var töfrandi, rödd sem maður heyrir fyrir sér hvenær sem stillt er á hennar bylgjulengd, og þá bregst ekki að fljótlega tekur að hljóma hin hlýja rödd bónda hennar, Bjössa, ógleymanleg einnig. Ef maður væri endurholdgunartrúar gæti maður ímyndað sér að þau hefðu verið fuglar í fyrri lífum, eða að búa sig undir að verða það í næstu. Þau bjuggu sér heimili lengst af á Grenimel hér í borg þar sem börnin þeirra fimm uxu úr grasi, en í barnsminni sé ég þau ævinlega fyrir mér við Álftavatn þar sem þau byggðu sér sumarbústað og sam- vistir fjölskyldunnar voru hvað inni- haldsríkastar. Óvíða er meiri fuglasöngur en við Álftavatn á eggtíð, enda ber vatnið nafn af fugli, svo og skógurinn: Þrastarskógur. Og hrossagaukurinn ríkir á himninum. Í þeirri hljómkviðu er gott að hugsa sér raddir þeirra Dúnu og Bjössa óma. Pétur Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 57 mig frá því ég var nokkurra mán- aða, en þó ég muni það ekki veit ég að mér leið vel eins og alltaf þegar ég var hjá þér. Síðast þegar við hittumst var á fimmtudagskvöldi og glaður er ég yfir að ég hafi fengið tækifæri til að kveðja þig, amma. Þó að ég hafði komið nokkrum sinnum und- anfarna daga var ég alltaf hrædd- ur um að missa þig. Ég mun aldrei gleyma þér og ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Ég elska þig amma, og ég veit að þú munt hvíla í friði. Þröstur Thorarensen Elsku amma. Mig tekur það mjög sárt að þú sért farin. Ég minnist þín sem góðrar ömmu og það var alltaf gott að koma til þín. Þú eldaðir góðan mat á meðan afi sat í stóln- um sínum og hlustaði á litla út- varpið sitt og bauð mér Tópas. Alltaf þegar maður kom til þín fann maður hlýjuna frá þér og hvað þú vildir gera heimsóknina skemmtilega. Þegar við kvödd- umst vildirðu oft gefa mér smá pening. Þá var ég svo ungur að ég þáði það alltaf. En mér fannst það samt mjög gaman. Þú vildir alltaf láta öllum líða vel og gleðja þá sem voru í kringum þig. Svo þegar ég var 9 ára fluttuð þið afi á Sól- tún. En þú og afi voruð alltaf með sama góða skapið. Margt er í minninganna heimi, mun þar ljós þitt skína. Englar hjá Guði þig geymi, við geymum svo minninguna þína. (höf ók.) Ég mun aldrei gleyma þér. Kveðja, Eggert Thorarensen yngri. ✝ Jóna AuðurHaraldsdóttir fæddist í Súðavík við Álftafjörð 28. október 1930. Hún lést í La- kewood í Kali- forníu í Banda- ríkjunum 28. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Að- alheiður Guð- mundsdóttir, f. á Gjögri 6. júlí 1911, d. 22. sept- ember 1986, og Eiríkur Har- aldur Kristjánsson, f. 8. júlí 1908, d. 17. nóv. 1943. Systkini Auðar eru Viggó, f. 3. jan. 1929, d. 10. okt. 2001, Guðrún Valgerður, f. 28. febr. 1932, d. 18. jan. 2007, Aðalsteinn, f. 5. nóv. 1933, Guðmundur Sveinn, f. 11. jan. 1935, Marinó, f. 28. júlí 1936, Erna Þórdís, f. 29. okt. 1937, látin, og Óli Reynir Ingimarsson, f. 26. jan. 1953. Auður gekk í Núpsskóla. Síðan stundaði hún saumaskap áður en hún fluttist til Bandaríkjanna. Þar lærði hún hárgreiðslu og stundaði þá iðn meginhluta æv- innar. Í Banda- ríkjunum giftist hún Dean Taylor. Hann er lát- inn. Þau eignuðust tvær dætur, þær Elizabeth, f. 1963, og An- gie Pearl, f. 1968. Eftir lát fyrri manns giftist hún Billy Evans. Hann er einnig látinn. Auður bjó alla tíð í Lakewo- od. Útför Auðar var gerð í La- kewood 3. nóvember. Auður systir var alltaf stóra góða systirin í okkar augum þó að mörg sund og flóar væru á milli okkar þegar árin liðu. Faðir okkar var sjómaður, ætt- aður úr Hattardal, og móðir okkar frá Gjögri á Ströndum norður. Í upphafi þeirra búskapar voru at- vinna og efni ekki mikil. Með harð- fylgi og dugnaði komu þau sér upp verustað sem hlaut nafnið Búðar- nes. Húsið stóð á kambinum við fjörðinn bláa sem var svo mikill vettvangur fyrir okkar athafna- semi. Sjónvarp var ekki til og útvarp var á fáum heimilum. En leikir okkar voru fjölbreyttir og stund- um ærslafullir. Við hópuðumst saman til að svala þörfinni á fé- lagsskap og fá útrás í leikjum þeirra tíma. Einu sinni í hita leiks- ins varð Auður fyrir höggi í fótinn. Sárið sem hún hlaut þá vildi ekki gróa. Hvítidauði eins og berklarnir voru þá kallaðir tók sér bólfestu í fæti hennar og það kostaði hana fjögurra ára legu á sjúkrahúsinu á Ísafirði, eða frá 12 til 16 ára ald- urs. Það voru ekki mikil úrræði í þá daga við þessum válega sjúkdómi annað en að steypa fótinn í gifs. Eftir þessi fjögur ár í gifsi var fót- urinn orðinn miklu styttri og mjöðmin frosin föst. Það var ekki fyrr en hún var komin að sjötugu og hún lenti í bílslysi að mjöðmin var löguð. Faðir hennar tók út af mb. Val og drukknaði 1943. Það þýddi í þá daga að heimilinu var sundrað að miklu leyti. Guðmundur fór í fóst- ur inn í Ögur til Hafliða bónda og Marinó norður í Gjögur til Sveins og Emmu. Alli var sendur í sveit á sumrin. Fyrirvinnan lenti að miklu leyti á herðum Viggós. Eftir að hafa verið einn vetur á Núpsskóla dvaldi hún nokkurn tíma á Ísafirði. Eftir það lá leiðin suður og nokkrum árum seinna til Ameríku og þar bjó hún þar til yfir lauk. Auður kom oft til Íslands eftir að hún flutti til Ameríku og heim- sótti gamlar æskustöðvar og vitj- aði þá ættingja sinna og vina. Það ríkti oft glaðværð og kæti á þeim endurfundum því margs var að minnast sem vakti kátínu. Þrátt fyrir margháttaða erfiðleika lífsins var ávallt grunnt á því spaugilega sem gat létt lundina. Auður var orðin 77 ára þegar hún dó og komin með þann erfiða sjúkdóm Alzheimer. Við minnumst systur okkar með þakklæti og hlýju og fyrir hinn mikla kjark sem hún ávallt sýndi. Aðalsteinn, Guðmundur, Marinó og Óli Reynir. Jóna Auður Haraldsdóttir Það er komið að kveðjustund, elsku amma mín hefur skilið við þetta líf, södd líf- daga á 96. aldursári. Minningarnar eru margar og ljúfar. Amma Lauga var með stórt og hlýtt hjarta og gjafmildi og um- hyggju hennar fyrir öðrum voru engin takmörk sett. Helst vildi hún hafa fullt hús af fólki og henni leið aldrei betur en með börnin og barna- börnin í kringum sig, þá var hún í essinu sínu og snerist í kringum okk- ur öll á sinn óeigingjarna hátt. Mest dekraður af öllum var auðvitað afi og þannig hafði það alltaf verið. Í Nökkvavoginum byggðu Gústi afi og amma Lauga sér fallegt heim- ili og þangað var gott að koma. Þar ríkti alltaf glaðværð enda voru bæði glettin að eðlisfari. Amma var alltaf í eldhúsinu og því varð eldhúsið að hjarta hússins enda var sótt í hennar návist. Matargerð var hennar áhugamál, hún var sælkeri af sautján sorta kynslóðinni og frá henni fór enginn svangur. Amma vafði allt hlýju og gætti vel að fólkinu sínu. Í önnum dagsins var alltaf tími til að sinna okkur barnabörnunum og ég man mörg kvöld inni í stofu þar sem þau afi spiluðu við okkur systk- inin vist og rommí og þá var nú kátt í kotinu. Garðurinn í kringum húsið var verk afa og ömmu, litríkur og fal- legur, amma hafði græna fingur og hjá henni blómstraði allt. Mér þótti alltaf gaman að fá að sækja rabar- bara í graut, tína rifsber í sultu eða taka upp rófur og gulrætur. Skemmtilegast af öllu þótti mér þó Sigurlaug Jónsdóttir ✝ Sigurlaug Jóns-dóttir fæddist í Húsagarði í Land- sveit 21. júlí 1912. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 16. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Ás- kirkju 24. október. að fá að mala kaffi fyr- ir ömmu og ég elskaði að handfjatla kaffi- kvarnirnar hennar, þetta voru góðar stundir og líklega hef- ur hún amma mín ekki verið spör á hrósið fyr- ir og hlý orð frekar en endranær. Þegar Gústi afi féll frá fyrir 10 árum var sem hluti af ömmu færi með enda hafði hún vakin og sofin hugsað fyrir velferð hans í nær 60 ár. Síðustu árin dvaldi hún á Skjóli á deild Alzheimers-sjúk- linga. Vel fram á tíræðisaldurinn fylgdist hún vel með fólkinu sínu og atburðum líðandi stundar. Hún var einstaklega heilsuhraust og sterk og þegar minnið fór að gefa sig smám saman bjó hún að meðfæddum góð- um gáfum og léttri lundu og gat með hnyttnum tilsvörum talað sig í kring- um hlutina. Undir það síðasta, þegar orðin voru henni alveg horfin, mátti oft sjá gáskaglampa bregða fyrir í augunum þegar gantast var við hana. Mér þótti svo undurvænt um hana ömmu mína. Sameiginlegt áhugamál okkar beggja voru ferðalög og fram- andi lönd og hún og afi ferðuðust þó- nokkuð, bæði innanlands og einnig um Evrópu. Stálminnug var hún á alla staði sem hún hafði komið til og þegar aldur fór að færast yfir las hún gjarnan bækur um náttúru Íslands og hélt áfram að ferðast á sinn hátt. Núna er amma lögð af stað í síðasta ferðalagið sitt og það sem er kannski mest spennandi. Ég fylgi henni eftir í huganum og kveð með kærleika og söknuði og vissu um að henni líður vel. Á áfangastað veit ég að verða fagnaðarfundir og með gleði og hlýju verður vel tekið á móti henni af afa, ættingjum og vinum. Vertu sæl, elsku hjartans amma mín. Þín Áslaug. ✝ Ástkær móðir mín, dóttir okkar og systir, ANDREA EY, andaðist fimmtudaginn 15. nóvember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Eyjólfur Ingi Andreuson, Ingveldur Gísladóttir, Eyjólfur Pétursson og systkini hinnar látnu. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, systir og frænka, MARGRÉT ÁMUNDADÓTTIR, Minna Núpi, Gnúpverjahreppi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudag- inn 22. nóvember. Kristján Helgi Guðmundsson, Ámundi Kristjánsson, Guðbjörg Ámundadóttir, Herdís og fjölskylda, Guðrún og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN G. ÓSKARSSON, Álfhólsvegi 151, Kópavogi, sem lést af slysförum 16. nóvember, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Guðmunda Fanney Pálsdóttir, Páll Kristinsson, Helga Jónsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Rúnar Kristinsson, Vigdís Beck, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.