Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma mín, það eru ekki margir eins heppnir og ég. Ég átti tvær mömmur. En nú ertu farin og ég vil þakka þér fyrir allar góðar stundir. Elsku amma mín, ég skal dansa eins og hvirfilvindur. Ég skal tala við þig. Því í hjarta mér átt þú alltaf heima. Elsku amma mín, mig dreymir þig eins og engil sem kemur og gleður mig í sérhvert sinn. Ég vakna og það er skínandi bjart. Elsku amma mín, sálufélagi minn, þakka þér fyrir að elska mig þakka þér fyrir að vera amma mín. Ég mun ávallt vera ástarengillinn þinn – ég elska þig. Elsku amma mín, það eru ekki margir eins heppnir og ég – ég átti þig sem ömmu. Margrét Jensína (Maggasín). Radda frænka. Það er sem Sauðárkrókur sé sá staður sem ég minnist helst frænku minnar á. Að koma til hennar teng- ist einnig börnum hennar og maka, honum Marteini. Radda var að öll- um ólöstuðum ein sú besta frænka sem hægt er að hugsa sér. Við vor- um þar, ég og Viggi bróðir, sum- arpart í mörg sumur. Þótt hún ætti sjö börn virtist ekki skipta máli þó að tvö börn bættust í hópinn. Radda kom frá miklu menningar- ✝ RagnheiðurJensína Bjarm- an fæddist á Ak- ureyri 26. maí 1927. Hún lést á St. Jós- efsspítala í Hafn- arfirði mánudaginn 12. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 19. nóv- ember. heimili á Akureyri þar sem bókmenntir og músík skipuðu heiðurssess og fékk hvort tveggja í vöggu- gjöf. Hún kenndi mér að hlusta á músík og einnig að vera gagn- rýnin á það sem ég læsi. Þegar ég var hjá henni kallaði hún oft á mig inn í stofu og kynnti fyrir mér bæk- ur. Hún var að lesa og vildi að ég hugsaði mig um áður en ég færi að lesa einhverja bók. Ég og Viggi bróðir vorum oft á Króknum og þá lét hún mig finna að ég þyrfti ekki að vera eins og mamman, hún gæti nú líka hjálpað til. Við frænkurnar, Gudda og Rúna, vöskuðum oftast upp eftir hádegismatinn og máttum við hafa útvarpið í botni og syngja með. All- ir á heimilinu höfðu eitthvert hlut- verk á heimilinu og gekk maður inn í það hlutverk sem til var ætlast. Ekki er hægt að tala um Röddu án þess minnast á mann hennar, hann Martein. Ég man einu sinni þegar hann kom með mjólkurfernu heim, en hann var í stjórn mjólk- ursamlags bæjarins. Hann sýndi Röddu nýjan eins lítra plastpoka og sagði að hann þyldi sko að detta á gólfið án þess að springa. Góði, láttu hann detta, sagði Radda, og viti menn, Marteinn kastaði pok- anum á gólfið og auðvitað sprakk hann. Radda gekk í burtu brosandi og sagði fátt. Það að borða á Ægisstígnum var einnig ævintýri út af fyrir sig. Man ég þegar Marteinn kom eitt sinn heim eftir að Radda hafði eldað og sátum við og biðum eftir því að skammtað væri á diskana en þar var Marteinn í essinu sínu. Radda sat til hliðar og ég verð að segja að ég man ekki eftir henni sitja við matarborðið þegar ég var þar. Á kvöldin þegar mig langaði að fara með Guddu og Rúnu út var ekki vandamál með Vigga. Hún sagði að hún ætti nú einu sinni sjö börn og gæti klárað sig með eitt í viðbót. Það var eitt sem mér fannst ein- kenna Röddu, hún vakti eftir okkur börnunum þegar skemmtanir voru. Hún vakti alltaf þar til sá síðasti kom í hús. Eftir að Radda og Marteinn fluttu suður hittumst við oftar. Þá var minnst gamalla tíma og hún sagði mér fréttir af börnunum og barnabörnunum. Myndirnar henn- ar voru líka oft uppi á borðum og mikið rætt um hvað hún ætti ynd- islega afkomendur sem sinntu henni af bestu getu. Þegar aldurinn færðist yfir hugsaði Marteinn um frænku mína og vildi vera sem sjálfstæðastur í því. Það var ekki auðvelt að fá hann til að þiggja hjálp af neinu tagi. Þau voru sjálf- stæðar og duglegar manneskjur sem vildu gera hlutina á sinn máta svo lengi sem hægt var. Elsku Marteinn og frændsystk- ini, megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar. Guðrún Vignisdóttir. Jæja Radda mín. Þá er þetta að baki. Um táradalinn förum við öll og án hans skiljum við ekki muninn á gleðinni og sorginni. Þú þekktir það. Það eru víst orðin tæp 40 ár síð- an drengstauli að norðan, feiminn og munaðarlítill, fór á fjörur við unga konu úr þinni sveit. Honum var auðvitað tekið sem einum af strákunum, látinn sitja og standa sem einn af hjörðinni miklu í leyf- um og á sumrum. Við Ægisstíg var hollur skóli, skemmtilegur og lærdómsríkur. Húsfreyjan hélt hátt á lofti bók- menntum, sígildri tónlist, samræð- um og umhyggju. Bóndi þinn sá um saltið í grautinn, Framsókn, Sam- bandið, laxveiðina og allt hitt. Þarna var kynnt til sögunnar Geiz- weiler með krásunum og á laug- ardagskvöldunum þegar vísnasjóð- urinn óendanlegi opnaðist þá fylgdi kaffi og koníakslögg með sögum og kviðlingum þess eðlis að blæbrigði tungunnar nutu sín. Þarna komu við sögu Hjálmar frá Bólu, Halli á Kambi, Gísli á Eiríksstöðum, Lúð- vík Kemp, Jón Helgason og Stebbi bróðir. Í bundnu máli var hikstað og migið í norður og ættartré haft í flimtingum. Og þú sagðir ítrekað með „vandlætingu“ í röddinni en kímni í augunum: „Ja hérna, Mar- teinn, láttu engan heyra þetta í þér.“ Þarna kennduð þið bæði trygglyndi og kærleik sem varði í 60 ár. Það var kátt í höllinni á númer 5 og áður en yfir lauk vorum við þrír pjakkar, héðan og hvaðan, sem sóttum í meyjablómann ykkar Mar- teins. Kvöldið í október 1971 áður en frumburðurinn leit dagsins ljós sammæltumst við tengdamóðir mín um að ég ætti ekkert erindi í gæsa- veiði með Hlödda þá um morgun- inn. Nú skyldi ég fullorðnast án taf- ar. Laust eftir hádegið vissirðu að stelpan yrði skírð í höfuðið á þér og hlóst innilega að ungum föður sem var að rifna af monti. Fjöruferð stúlkunnar og piltsins lauk, eins og gerist, en þá sjaldan að við hittumst áttirðu hvert bein í drengnum sem þú, meira en aðrir, komst til nokkurs þroska. Þegar ég heimsótti ykkur í Naustahlein, þrjátíu árum eftir að leiðir skildi, sagðirðu: „Jæja, Eiki minn. Manstu þegar …“ svona eins og við hefðum kvaðst í gær. Eftir öll þessi ár hékk á stofuveggnum stúdentsmynd af drengstaulanum sem hafði komið að norðan til að fara á fjörurnar við unga konu. Þú skilar kveðju. Eiríkur Baldursson. Sumar fjölskyldur eru alveg frá- bærlega skemmtilegar. Allir innan þeirra eru skemmtilegir. Þannig var fjölskylda Röddu, frænku minnar á Króknum. Radda var uppáhaldsfrænka mín. Hún var skemmtileg og gáfuð og alltaf glöð. Hafði dásamlegan húmor. Það var alltaf alveg ótrúlega skemmtilegt að koma á Ægisstíginn þar sem hún bjó. Ég var svo heppin að fá að vera þar nokkur sumur sem unglingur. Það var góður tími. Radda fór fyrir fjölskyldu sinni og stóð sig alltaf vel. Lífsförunautur hennar var Marteinn og þau voru góð saman. Nutu lífsins. Það er dýrmætt. Heimili þeirra var alveg óskaplega fallegt og menningarlegt og í minn- ingunni ómaði það af tónlist og hlátrasköllum alla daga. Þar var gott að vera. Alltaf fullt af fólki og mikið fjör. Radda var mikil hús- móðir og sérlega smekkleg kona og frábærlega góður kokkur. Hún var sterkur karakter. Stolt og flott kona. Radda elskaði og dáði fjöl- skyldu sína og þreyttist aldrei á að segja sögur af afkomendum sínum. Hún var heppin í lífinu. Það eru forréttindi að ganga í gegnum lífið með fólki eins og Röddu og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Hún var einstök. Góð kona er geng- in. Ég votta Marteini og öllum af- komendunum innilega samúð. Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir. Amma ætlaði að skrifa sína eigin minningargrein og ég var búin að bjóðast til að vera ritari fyrir hana. Hún hafði miklar skoðanir á minn- ingargreinum, eins og reyndar öllu öðru rit- og talmáli, og vildi vera viss um að engin ekkisens vitleysa yrði skrifuð um hana. Ég vona að greinin verði henni þóknanleg en get reyndar heyrt í henni lesa hana handanað, kannski fyrir mömmu, og líklega fussa yfir einhverju sem henni finnst hallærislegt. Hún lá sko ekki á skoðunum sínum og var til dæmis harður gagnrýnandi mál- fars linmæltra Reykvíkinga. Fyrir norðan var sko annað upp á ten- ingnum þar sem ekki örlaði á lin- mælgi og orðaforðinn allur annar og betri. Svo var auðvitað veðrið alltaf sjötíu sinnum betra fyrir norðan, hægt að þurrka úr heilli vél á nokkrum mínútum í ljúfum hnúkaþeynum, sumrin voru lengri, snjórinn hvítari og fuglasöngurinn fegurri. Ömmu var mikið í mun að við fengjum menningarlegt uppeldi og átti það til að viðhafa stífar yfir- heyrslur yfir súkkulaðikökunni og norðlensku nýmjólkinni (sem í þá daga var framreidd í plastpokum sem settir voru í bláa plastkönnu og klippt gat skáhallt á horn til að hella). „Eftir hvern er þetta?“ spurði hún kannski með ágengan menningarsvip í andlitinu og raul- aði „dæræræræræ ræræ“ með tón- verkinu á meðan ég eða einhver annar afkomandi engdist við að reyna að muna hvort þetta væri Sjúmann, Sjúbert eða Sjópan. Það var eiginlega skemmtilegast að svara vitlaust því viðbrögðin létu ekki á sér standa; „gvuððððminngó- óóóður barn, að þú skulir ekki þekkja ÞETTA“ og augun rang- hvolfdust og höfuðið með hárinu lagða (les. laggða) var hrist nokkr- um sinnum. Svo var ekkert að gera nema borða meiri súkkulaðiköku og reyna að leggja tónverkið á minnið til að standa sig betur næst. Amma var líka mikil bókmenntamanneskja og ég á ótal minningar um hana sitja með mér í stofunni á Ægis- stígnum, lesa upphátt úr Þórbergi eða einhverjum öðrum snillingnum. Þegar ég var komin í menntaskóla fannst henni algjörlega óskiljanlegt að ég hefði ekki lesið allan Heine- sen og Laxness og Þórberg og Hemingway í það minnsta einu sinni og ranghvolfdi líka augunum þá en sagði: „Gvuðminngóður, barn, hvað þú átt mikið eftir.“ Þá var ég komin með bein í nef og svaraði: „Já, og er ég ekki ótrúlega heppin að eiga þetta allt til góða?“ Svo hlógum við saman og fórum að steikja kleinur eða eitthvað. Amma var orðin þreytt upp á síð- kastið, hún sagði oft að þetta væri nú orðið ágætt og að hún væri al- veg til í að komast bara alla leið. „Alla leið hvert?“ spurði ég. „Nú, til himna,“ sagði amma þá. Ég er viss um að hún hefur verið dauðfegin að komast til Rúnu sinnar og foreldr- anna og langafa og langömmu á Ragnheiður Jensína Bjarman Kynslóðir koma, kynslóðir fara, segir í ljóði sem sungið er á aðventu og jólum. Elskuleg móðursystir hefur nú kvatt, sú fjórða í röð sjö systkina sem oft eru nefnd í sömu andrá og Laufás v/Laufásveg, sem var bernskuheimili þeirra systkina. Þorbjörg, eða Obba eins og hún var ávallt nefnd í fjöl- skyldunni, átti sitt ríki á fullorðins- árum í stóru svörtu steinhúsi við Rán- argötu númer 19. Þar var bæði vinnustaður hennar og heimili. Á fyrstu hæðinni rak hún fjölritunar- stofu af röggsemi og á annarri hæð- inni var heimilið. Gestrisin var hún með afbrigðum og gestagangur var mikill. Vel var tekið á móti lítilli syst- ✝ ÞorbjörgTryggvadóttir fæddist í Laufási í Reykjavík 25. sept- ember 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 14. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 23. nóvember. urdóttur sem oft gisti hjá frænkunum á Rán- argötunni. Í huga barnsins var húsið æv- intýrahöll, kjallari með dimmum skúmaskot- um, hattaöskjum, síð- kjólum og skvísuskóm. Alls kyns furðuleg tæki á Fjölló og nógur papp- ír til alls kyns athafna. Á Ránargötunni stóð kassi af kókakóla á stigapallinum við kjall- aratröppurnar. Það var nýlunda að fá kók og var merkilegt. Aldrei var á okkur hastað og við lékum lausum hala að vild. Meðan á því gekk vann Obba. Hún sat við ritvélina og skrifaði, hún sat við borðstofuborðið og sýslaði með reikninga, hún stóð við afgreiðslu- borðið á fjölritunarstofunni og ræddi við viðskiptavini. Hún vann mikið, en hún sinnti einnig þörfum fjölskyldu og gesta. Hún gekk rösklega inn í eld- hús þegar kom að hádegi og smurði ofan í börnin sem stödd voru í húsinu. Hér var áleggið ekkert slor, súkku- laðiþynnur voru lagðar ofan á brauð- ið. Obba var hávaxin, grönn og ávallt á þönum en á sunnudagsmorgnum var helgistund þegar Obba las fyrir okkur úr dönsku blöðunum. Sagt er að inn- ræti manna komi berlegast í ljós í samskiptum þeirra við börn. Sam- kvæmt þeirri kenningu var Obba gull af manni. Jafnaðargeð, stilling og góðmennska einkenndi alla fram- göngu hennar. Gerður Bjarnadóttir. Þorbjörg Tryggvadóttir, vinur okkar hjóna, er látin. Um hugann fara margar minningar um stórkostlega duglega og ósérhlífna konu. Konu sem kynnti okkur hjón í upphafi. Kenndi okkur með eigin athöfnum hvernig við ættum að koma fram við aðra. Lét aldrei deigan síga þrátt fyr- ir ýmiss konar mótlæti. Var það þó erfitt þegar hún missti son sinn, rúm- lega tvítugan drenginn. Hún bar harm sin í hljóði. Ég kynntist Þorbjörgu 1967, er ég hóf störf hjá Fjölritun Daníels Hall- dórssonar, og konan mín 1972. Við erum ekki í neinum vafa um að við teljumst lánsöm að hafa átt þess kost að eiga slíkan vin og samferða- mann. Þó vegferð þinni ljúki nú, hér á jörð, veit ég að þú ferð nú á guðs- vegum. Þakka þér fyrir allt. Kæra Anna, Ína, Kristinn, börn og barnabörn. Guð veri með ykkur nú og um alla framtíð. Guðmundur Gíslason, Sigríður B. Guðjónsdóttir. Hún tók okkur strákunum fagn- andi með brosi á vör þegar hún kom að okkur þar sem við vorum að stelast til að fjölrita fyrsta eintakið af bekkj- arblaðinu okkar á fjölritunarstofunni á Ránargötu 19. Tryggvi, besti vinur minn og sonur hennar, var sá sem kunni til verka en við hinir komum upp um okkur strax með blekinu á puttunum. Við vissum að við vorum á bannsvæði. Hún reif okkur upp úr samviskubitinu með því að setja okk- ur skýrar leikreglur, þar á meðal regluna að biðja um leyfi áður en við ætluðum að endurtaka þennan leik. Hreinskiptni og heiðarleiki ein- kenndu hana en hún sýndi okkur strákunum líka góða blöndu af reglu- festu og glaðværð. Mér fannst strax mikið til hennar koma og frá þessum fyrsta fundi okkar fannst mér hún standa mér afar nærri og vera vinur minn. Ég veit að það varð gagnkvæmt eftir að við kynntumst betur. Obba, eins og ég hún var yfirleitt kölluð, hét Þorbjörg Tryggvadóttir. Hún var dóttir Tryggva Þórhallsson- ar og Önnu Klemensdóttur sem voru miklir vinir afa míns og ömmu. Þann- ig þekkti ég til Laufásfjölskyldunnar löngu áður en ég hitti Obbu eða vissi að Tryggvi, vinur minn, var hluti af henni. Svona er lífið. Tryggvi var skólabróðir minn og við urðum fljótt miklir mátar. Raunar fylgdumst við Tryggvi að í gegnum barna-, ung- linga- og menntaskóla og kynnin héldu áfram inn í háskólaárin. Tryggvi hélt til háskólanáms í Dan- mörku og Obba leigði mér á tímabili herbergi á efstu hæðinni. Þá kynntist ég Obbu og fjölskyldunni allri enn bet- ur. Var mér í raun tekið sem fóstur- syni á heimilinu. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur. Mér eru afar minnisstæð spilakvöld Laufásfjölskyldunnar á þessum árum. Brids var spilað af mikilli ástríðu og Obba naut þessa mjög. Hún var góður makker. Þegar ég leit við hjá henni á Ránargötunni í gegnum árin var mér jafnan tekið fagnandi og þá var stung- ið upp á að taka slag. Jafnvel þegar ég heimsótti hana síðast fyrir nokkrum mánuðum á Skjól spurði hún mig kankvíslega hvort við ættum ekki að taka í spil. Ég kveð Obbu með virðingu og söknuði og votta systrunum, Ínu og Önnu Guðrúnu, og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Birgir Björn Sigurjónsson. Það var verið að sauma öskupoka á efstu hæðinni á Ránargötu 19 þegar við komum þangað fyrst. Í hlýlegu eldhúsinu var búið að leggja fallega á borðið og í pottunum kraumaði salt- kjöt og baunir. Þarna hittum við fyrst stórfjölskylduna á Ránargötu 19. Amma Obba, tignarleg og hljóðlát kona, Ína, Kristinn og stelpurnar þrjár. Obba, sjö ára, Vala, fjögurra ára og Ása, tveggja ára. Síðar átti Anna „systir“ eftir að koma heim úr námi frá Svíþjóð og tengslin milli okkar á Ránargötu 19 og 29 áttu eftir að eflast Þorbjörg Tryggvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.