Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 28
ævisaga 28 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is F rá örófi alda hefur manninn dreymt um að fljúga. Ýmsir hafa reynt að bjóða þyngd- arlögmálinu birginn, þeirra frægastur líklega fornkapp- inn Íkaros, sem greint er frá í grískri goðafræði, en faðir hans, meistarasmiðurinn Dædalos, smíð- aði á hann vængi. Flugferðinni lauk hins vegar með ósköpum þeg- ar Íkaros flaug of nálægt sólinni með þeim afleiðingum að vaxið sem hélt vængjunum saman bráðnaði. Hann hrapaði til bana. Sá maður sem í seinni tíð hefur komist næst því að geta flogið er líklega Finninn Matti Nykänen – að margra mati fremsti skíða- stökkvari sögunnar. Tígulegur sveif hann um loftin blá á níunda áratugnum svo heimsbyggðin stóð á öndinni og rakað að sér gull- verðlaunum á heimsmeistara- mótum og Ólympíuleikum. Nyk- änen lenti ávallt mjúklega enda sólin fjarri góðu gamni á finnskum vetrarkvöldum. Sló í gegn átján ára Matti Ensio Nykänen fæddist í Jyväskylä í Finnlandi 17. júlí 1963. Hann lét sér fátt fyrir brjósti brenna í æsku og menn sáu snemma að skíðastökk myndi eiga við hann. Nykänen byrjaði að æfa níu ára og sló fyrst í gegn á heimsmeistaramótinu 1982, aðeins átján ára, og vann bæði til gull- og bronsverðlauna en keppt er í stökki af tvennskonar pöllum, venjulegum og stórum, auk liða- keppni. Skíðaheiminum varð ljóst að þarna var séní á ferð og það stað- festi Nykänen á Ólympíuleikunum í Sarajevo tveimur árum síðar, þegar hann vann gull á stóra pall- inum og silfur á þeim minni. Í Calgary 1988 bætti Nykänen um betur og vann þrenn gull- verðlaun – á báðum pöllum og í liðakeppninni. Á níunda áratugnum komst eng- inn stökkvari með tærnar þar sem hann hafði hælana. Nykänen vann hvorki fleiri né færri en 46 heims- bikarmót, fleiri en nokkur annar, og heimsbikartitilinn alls fjórum sinnum. Því meti deilir hann með Pólverjanum Adam Malysz. Nykänen setti heimsmet í skíða- stökki árið 1986 þegar hann flaug Bestur Matti Nykänen fagnar á Ólympíuleikunum í Calgary 1988. Hann vann þar til þrennra gullverðlauna. Söngvarinn Kannski fékk ég mér (í glas), kannski ekki, syngur Nykänen. Úr háloftunum til helvítis Hvað varð um | finnska skíðastökkvarann Matti Nykänen hvað þetta var áhugavert efni og að þetta var orðið svo viðamikið að ekki dygði minna en heil bók til að koma þessu öllu til skila. Agnar sagði mér bara að skrifa þessa bók og lét þar við sitja. Hann aðstoðaði mig ekki neitt, nema hvað hann svaraði ef ég spurði hann um eitthvað frá Kleppi. En hann mundi nú ekki svo mikið frá þeim tíma. Fyrst var ég að hugsa um að láta bók- ina enda þegar Ellen kæmi til Íslands en svo voru bréfin frá fyrstu árunum hennar hér svo merkileg að mér fannst ómögulegt að hafa þau ekki með. Hún var t.d. mjög dugleg að rækta og naut til þess aðstoðar síns fólks í Danmörku. Hún sendi því meira að segja út niðursoðna sveppi af Klepps- túninu. Mér fannst líka áhugavert að sjá hvernig hún þrosk- aðist og fór að standa uppi í hárinu á manni sínum, ef svo má segja. Hún lét t.d. skíra börnin. Hún varð sjálfstæðari með árunum og líka fór hún að skilja Þórð betur og „kunna betur á hann“. Þórði þótti áreiðanlega mjög vænt um konu sína og mat hana mikils en eins og flestir karlmenn þessa tíma þá vildi hann ráða talsvert yfir henni. En hún aftur á móti brást við með því að fara út til fjölskyldu sinnar og vera þar mislengi eftir atvikum. Þá kom sér vel að á Kleppi var vinnu- kona, fyrrnefnd Guðlaug, sem gekk í húsmóðurstarfið og var börnum þeirra Ellenar og Þórðar sem önnur móðir. Hún hugsaði um heimilið þeg- ar Ellen var ytra og þannig gat Ellen látið það eftir sér að hitta fólkið sitt. Faðir hennar hafði líka séð til þess að Ellen og systur hennar hefðu alla ævi dálitla fjárhæð milli handa í Dan- mörku, –fjölskyldan studdi Ellen jafnan.“ En hvað varð um húsgögnin sem Þórði fundust ekki nógu falleg ? „Þeim var öllum skipt á milli barnanna, það var dregið um þau eft- ir að Ellen dó,“ segir Hildigunnur. „Börn Ellenar voru mjög hænd að móður sinni og heimsóttu hana oft. Hún var mjög gestrisin og listakokk- ur. Hún hélt líka sambandi við systur Þórðar fyrir norðan og börn hennar. Togstreitan Þórður var lítið fyrir ferðalög eftir að Ellen kom til sögunnar. Hann vildi líka síður fara frá sjúklingunum og óttaðist að kviknaði gæti í spít- alanum. Síðar varð hann lélegur til gangs og loks lamaður. Meðan þau hjón enn bjuggu á Kleppi datt hann einu sinni á hjóli á leið sinni inn eftir og í skurð. Ellen sagði mér frá þessu. Frú Björnsson var í heimsókn og þær hlógu mikið að þessum klaufa- skap – detta á hjóli! – Það fannst Kaupmannahafnarstúlkum fráleitt. Danir eru jú næstum fæddir á hjól- um. En þetta fall dró dilk á eftir sér og ýmislegt sem gerðist, sem og berklaveiki í æsku. Allt þetta olli hreyfihömlun hans síðar. Eitt var það sem mér þótti líka at- hyglisvert. Þórður var ungur mjög á móti prestum og valdi þeim satt að segja hæðileg orð í skrifum sínum til Ell- enar en síðar snerist hann í þá átt að hann varð mjög mikill spír- itisti fyrir tilstilli séra Haraldar Níelssonar. Lauga, vinnukonan, féll stundum í trans í stofunni, milli þess sem hún var að störf- um í eldhúsinu. Ellen þótt þetta mjög furðu- legt allt saman og næstum hlægilegt, enda eru Íslendingar talsvert ólíkir Dönum í þessum efnum. Þess- ari skoðun Ellenar deili ég, alla tíð hef ég verið mjög efagjörn. Sem barn las ég allar bækur Einars H. Kvarans, mér þóttu þær skrítnar en ég var áður búin að lesa mikið af ævintýrabókum svo sem 1001 nótt og í þeim gerðist líka margt einkennilegt. Agnar sagði fátt um þessi efni. En meðan hann var sem veikastur af berklunum þá komu þekktir andlega sinnaðir menn og lögðu yfir hann hendur og Sig- urjón á Álafossi lét hann drekka kreósót út í mjólk. Ég er afskaplega fegin að ég gat lokið sögunni um tengdamóður mína. Þetta er mín fyrsta og eina bók en áður hef ég þýtt sögur og greinar, m.a. fyrir Morgunblaðið á sínum tíma. Ég gerði það meðfram vinnu. Einnig var ég fararstjóri stundum, m.a. með Agnari. Við Agnar vorum miklir félagar. Með okkur var meira jafnræði en með tengdaforeldrum mínum, við vorum næstum jafnaldrar, komum úr svipuðu umhverfi og höfðum svip- uð áhugamál, bókmenntir og ferða- lög voru okkur t.d. báðum hugleikin. En ég komst ekki alltaf með honum út, hann þurfti heilsu sinnar vegna oft að komast í hlýtt loftslag. En við komum okkur upp sumarbústað við Helluvatn. Þar gróðursetti Agnar talsvert af trjám, við vorum þarna mikið. Áhugi á ræktun var ríkur í flestum börnum Ellenar og Þórðar. Eftir að Ellen var orðin ein og börnin uppkomin þá var hún oft langtímum saman í Danmörku. Eins og þeir sem flytja á ókunnar slóðir þá bjó hún alla tíð við togstreitu, meðan hún var hér langaði hana út til Danmerkur en þegar hún var komin þangað var hugurinn hjá börnunum hér heima. Þannig voru örlög hennar – og þau örlög hafa sannarlega haft mikil áhrif á lífs- hlaup mitt.“ Ung Mynd sem Ellen Kaaber lét taka sér- staklega til að senda kær- astanum, Þórði Sveinsyni gudrung@mbl.is Ferðafélag Íslands 80 ára Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember. Í tilefni dagsins býður FÍ til afmælisveislu í sal félagsins Mörkinni 6 á milli kl. 18.00 – 20.00 þriðjudaginn 27. nóvember. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og því tilvalið að kíkja við og heilsa upp á góða félaga. Allir velkomnir. www.fi.is, fi@fi.is sími: 568-2533, m bl 9 39 91 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.