Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 69 Krossgáta Lárétt | 1 gosdrykkurinn, 8 gjalds, 9 venja, 10 kjöt, 11 gæfa, 13 peningar, 15 stilltar, 18 vondan, 21 ríkidæmi, 22 kalviður, 23 sigruðum, 24 mat- arskrína. Lóðrétt | 2 leyfi, 3 röska, 4 sjúga, 5 lykt, 6 þvotta- snúra, 7 at, 12 spil, 14 reyfi, 15 ræma, 16 greppatrýni, 17 hunda, 18 svelginn, 19 láðs, 20 að undanteknu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gaufa, 4 hælum, 7 uggur, 8 lætur, 9 sót, 11 aumt, 13 árar, 14 ókátt, 15 hagl, 17 alur, 20 áta, 22 fánýt, 23 gætin, 24 romsa, 25 agnir. Lóðrétt: 1 gaupa, 2 ungum, 3 aurs, 4 holt, 5 letur, 6 múr- ar, 10 ófátt, 12 tól, 13 áta, 15 hafur, 16 gónum, 18 látin, 19 Rúnar, 20 átta, 21 agga. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Áætlanir þínar heimta að allavega þrjár aðrar manneskjur taki þátt í þeim. Íhugaðu hvað þær græða á því að taka þátt áður en þú biður þær um aðstoð. (20. apríl - 20. maí)  Naut Samband fer af skínandi stiginu yfir á annað mun raunverulegra. Kannski að umbreytingin taki á en þetta er jákvæð þróun. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú nýtir tækifærið til að sýna þig smá. Þú gerir það ekki fyrir sjálfan þig – heldur til að hvetja aðra til að skríða út úr skelinni og gera slíkt hið sama. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Byrjaðu að safna í lið í gæluverk- efnið þitt. (Að taka heila klabbið á sig væri óþarfa píslarvætti.) Íhugaðu vel fólk úr hinum vatnsmerkjunum, sporðdreka og fiskum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sérfræðingar eru sammála um að þú sért einn af þeim. Þú verður því beðinn um hjálp sem verður meira stuð en venjuleg vinna, og þú munt elska það. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Tónlist himinhvolfsins er einföld laglína sem heyrist í smæstu atriðum nátt- úrunnar – lauf, flugnasuð, gjálfur hafsins. Þegar þú tengist náttúrunni, tengistu sjálf- inu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Orðið „ótrúlegt“ er núna notað til að lýsa jafnvel venjulegustu aðstæðum. Í dag muntu samt eiga samskipti sem þú gapir yfir. Það er í raun ótrúlegt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér henta best samningar og umhverfi sem leyfir þér að vaxa. Ekki skrifa undir neitt. Berðu fram allar spurn- ingar sem þér koma í hug og lestu úr við- brögðunum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er gaman að vera tekinn með, sérstaklega af fólki sem finnst þú áhugaverður. Vertu því opinn. Þú þarft að leggja meira á þig í upphafi, en svo smell- urðu inn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Leiðin er löng fyrir þá sem velja löngu leiðina. Og hún er stutt fyrir þá sem kunna að stytta sér leið. Spurðu fólk hvort til sé styttri leið þangað sem þú ert að fara. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er gaman að taka fulla ábyrgð á litlu hlutunum í lífinu. Greiddu hundinum þínum, vökvaðu blómin og þvoðu teppið. Verðlaun þín frá stjörnunum verða frábær hugmynd. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Að fyrirgefa og gleyma er það sama. Ef þú segist hafa fyrirgefið en held- ur í gremjuna hefurðu ekki alveg fyr- irgefið. Láttu ástina hjálpa þér alla leið. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 b5 6. e4 Rxe4 7. De2 De7 8. Bg2 Rd6 9. Be3 b4 10. Bxc5 Dxe2+ 11. Rxe2 Ra6 12. Bxd6 Bxd6 13. Rd2 Hb8 14. Rc4 Be7 15. d6 Bf6 16. Rf4 Rc5 17. 0–0 Ba6 18. Rd5 0–0 19. Rxf6+ gxf6 20. Bd5 Ra4 21. Hfc1 Hfe8 22. Re3 Hb6 23. Hc7 Hxd6 24. Hd1 Kh8 25. Rf5 Hb6 26. Bxf7 Rxb2 27. Hdxd7 He1+ 28. Kg2 Bf1+ 29. Kf3 Be2+ 30. Kf4 Hb8 Staðan kom upp á minningarmóti Tals sem er nýlokið í Moskvu í Rúss- landi. Sigurvegari mótsins, Rússinn Vladimir Kramnik (2.785), hafði hvítt gegn landa sínum og kollega Evgeny Alekseev (2.716). 31. Bc4! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 31. … Bxc4 32. Hxh7+ Kg8 33. Hcg7+ Kf8 34. Hh8+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Deildakeppnin. Norður ♠G5 ♥K876 ♦Á1043 ♣ÁKD Vestur Austur ♠2 ♠ÁK10964 ♥D104 ♥52 ♦KG95 ♦762 ♣108543 ♣62 Suður ♠D873 ♥ÁG93 ♦D8 ♣G97 Suður spilar 3G. Vörnin á fjóra slagi í 4♥ og sú nið- urstaða var algengust í Deildakeppni BSÍ um síðustu helgi. En 3G er spenn- andi spil. Í leik sveita Karls Sigurhjart- arsonar og Eykar vakti Aðalsteinn Jörgensen á veikum 2♠ með aust- urspilin. Sú sögn gekk til Ásmundar Pálssonar í norður, sem doblaði til út- tektar. Guðmundur Hermannsson var í suður og ákvað að reyna 3G, þrátt fyrir fjórlitinn í hjarta. Sverrir Ármannsson kom út með lítið lauf og Guðmundur valdi að kanna spaðastöðuna strax með því að spila ♠G. Aðalsteinn drap, tók annan spaðaslag (vestur henti laufi) og spilaði laufi. Nú var orðið líklegt að vestur ætti mannspilin sem úti voru og Guðmundur gerði ráð fyrir því. Hann spilaði ♥Á og gosa og drap drottningu Sverris með kóng. Tók svo síðasta laufslaginn áður en hann sendi Sverri inn á ♥10. Sverrir gat tekið slag á lauf, en varð að spila frá ♦K í lokin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. Hver verður næsti fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær-ingnum? 2 Eftir hvern er tónlistin við ævintýri Jónasar, Stúlkan íturninum, sem nú er að koma út á geisladiski? 3 Eftir hvern er spennusagan Hnífur Abrahams semkomin er á metsölulista? 4 Handknattleiksmaðurinn Vignir Svavarsson er að öll-um líkindum á leið til þýsks liðs? Hvaða? Svör við spurn- ingum gærdagsins: 1. Skipaður hefur ver- ið nýr ríkissaksókn- ari, Valtýr Sigurðs- son. Hvar starfaði hann áður? Svar: For- stjóri Fangelsisstofn- unar. 2. Hugmyndir hafa komið fram um að fiskiskipaflotinn noti jurtaolíu í stað dísilolíu. Úr hvaða jurt á að framleiða olíuna? Svar: Repju. 3. Hversu mörg hegningarlagabrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfðborgarsvæðinu í fyrra? Svar: 9666. 4. Um- boðsmaður neytenda hefur tekið undir gagnrýni á verðtryggingu. Hver er hann: Svar: Gísli Tryggvason. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR HÚSASMIÐJAN og Blómaval hafa opnað verslanir sínar í nýju húsnæði á Sólvangi 7 á Egilsstöðum. Nýja verslunarhúsið er samtals um 2.800 fermetrar að stærð en það hýsir einnig Ískraft ehf., dótturfyrirtæki Húsasmiðjunnar, sem selur fag- mönnum raflagnaefni. Þetta er í fyrsta sinn sem Blómaval opnar verslun á Egilsstöðum en Húsa- smiðjan hefur hingað til rekið tvær verslanir í bænum. Verslunarrými Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum rúmlega tvöfaldast með tilkomu nýja verslunarhússins en byggingaraðili þess er Kaupfélag Héraðsbúa. Með tilkomu nýju versl- unarinnar geta íbúar á Austurlandi gengið að breiðu úrvali byggingar- vara og heimilisvara auk blóma- og gjafavara á einum stað. Þorsteinn Óli Sveinsson, rekstrar- stjóri Hússmiðjunnar á Egilsstöð- um, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir bættri þjónustu á þessu sviði. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir fyrirtækið hafa opnað margar nýjar og endur- nýjaðar verslanir síðustu misseri. „Hin nýja og glæsilega verslun á Eg- ilsstöðum mun þjóna öllum Austfirð- ingum og verða kjölfestan í nýjum miðbæ Egilsstaða auk þess sem hún mun styrkja stöðu Egilsstaða sem miðstöð verslunar og þjónustu á Austurlandi. Þá er sérstaklega ánægjulegt að opna verslun Blóma- vals og ljóst að þar erum við að koma til móts við óskir íbúanna um aukna þjónustu á því sviði.“ Húsasmiðjan hefur verið með starfsemi á Egilsstöðum frá því í júní 2001 en í apríl 2006 sameinuðust Húsasmiðjan og byggingarvöru- verslun Kaupfélags Héraðsbúa. Auk verslunarinnar á Egilsstöðum rekur Húsasmiðjan tvær aðrar verslanir með byggingar- og heimilisvörur á Austurlandi, á Reyðarfirði og á Höfn í Hornafirði. Húsasmiðjan opnar nýja verslun á Egilsstöðum BREYTT öryggisumhverfi – ný við- horf í varnarmálum er heiti á erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar flytur á opnum fundi hjá Samtökum um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðbergi þriðjudag- inn 27. nóvember næstkomandi í Skála (2. hæð), Hótel Sögu, kl. 17. Mikil umræða hefur átt sér stað um öryggis- og varnarmál Íslands á undanförnum mánuðum eða allt frá því að bandaríska varnarliðið lokaði herstöð sinni á Miðnesheiði. Mörg NATO-ríki hafa þegar lýst yfir að þau sé reiðubúin til að leggja okkur lið með því að taka þátt í vörn- um landsins á komandi árum. Í N-Ameríku og Evrópu hafa um- ræður aukist um öryggismál á Norð- ur-Atlantshafi og heimskautssvæð- inu. Mikilvægt er því fyrir Íslend- inga að fylgjast grannt með fram- þróun þessara mála. Þetta er fyrsta ræða utanríkisráð- herra um þessi mál á vettvangi SVS og Varðbergs eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. Allt áhugafólk um öryggis-, varn- ar- og utanríkismál er hvatt til þess að mæta á fundinn. Öryggi Ingibjörg Sólrún mun ræða um ný viðhorf í varnarmálum. Ný viðhorf í íslensk- um varnarmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.