Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 48
Sýnum í dag 4ra herb., 101 fm, á 3. hæð í fjölbýli í Kópa-
vogi. Íbúð skiptist í: Hol, stórar stofur, glæsilegt útsýni yfir
Fossvogsdalinn, eldhús með búri inn af, baðherbergi,
þvottahús, þrjú svefnherbergi. Sérgeymsla og sameiginleg
hjóla/vagnageymsla í kjallara. Snyrtileg íbúð á góðum
stað, stutt í skóla og alla þjónustu. V. 23,9 millj.
Sveinn Eyland gsm: 6-900-820 sölumaður
fasteign.is verður á staðnum.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-15:30
KJARRHÓLMA 8 – KÓPAVOGI
3. HÆÐ LINDA Á BJÖLLU
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
M
b
l 9
40
55
5
48 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
Glæsilegt 200,1 fm. parhús og 82 fm. bakhús mynda þessa sérstæðu eign sem er
samtals 282,1 fm. Húsin standa á 1.320 fm. gróinni lóð. Á neðri hæð parhússins er
meðal annars stór stofa og fallegt eldhús, á efri hæð eru svefnherbergi og baðher-
bergi. Bakhúsið er einnig á tveimur hæðum og er í leigu. Góður bílskúr með gryfju.
Miklir möguleikar felast í þessari skemmtilegu eign. Sjón er sögu ríkari.
Beykihlíð – parhús og bakhús
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
m
bl
.9
40
16
9
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Vel innréttað skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á jarðhæð, götuhæð alls 193,3 fm. Bjart
húsnæði með gluggum á þrjá vegu. Nýleg vönduð eign, góð aðkoma, frábær stað-
setning. Hentar vel sem verslun. Verð: 45,0 millj.
Vorum að fá í sölu um 60 fm rými á jarðhæð á góðum stað í vesturbænum. Hús-
næðið er með góðum gluggum að framanverðu og innkeyrsluhurð bakatil. Gæti
nýst margvíslegri starfsemi. Stæði í lokuðu bílastæðahúsi. Laust strax.
Verð: 13,9 millj.
jöreign ehf
ATVINNUHÚSNÆÐI
HRINGBRAUT-107 RVÍK. - JARÐHÆÐ
LÆKJARGATA HAFNARF.
Vorum að fá í sölu 77 fm verslunarhúsnæði á góðum stað. Góðir nýjir gluggafront-
ar. Einnig atvinnu- og þjónustuhúsnæði á jarðhæð í sama húsi. Þrír eignarhlutar.
Stærðir 96,9 fm, 106,2 fm og 157,5 fm. Innkeyrsluhurðar og gönguhurðar á öllum
eignarhlutum. Mikið endurnýjað. Salerni, eldhúskrókur, skrifstofa og vinnusalur.
LANGHOLTSVEGUR - LAUST STRAX
M
bl
.9
37
75
5
Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson
sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090
Um er að ræða sérlega glæsilega 4ra til 5 herbergja 126 fm íbúð á 2.
hæð (efri) í litlu 2ja hæða fjölbýli ásamt bílskúr. Glæsilegar nýlegar
innréttingar og parket. Góðar suðursvalir. Frábært útsýni. Stutt í
skóla, leik-skóla og aðra þjónustu. Íbúðin er á einum besta stað í
Hamrahverfinu.
Gjörið svo vel að líta við.
Þorkell og Þóranna taka vel á móti ykkur.
ÍBÚÐIN LOSNAR Í DESEMBER NK.
SPORHAMRAR 10 GRAFARVOGI
Opið hús í dag sunnudag
á milli kl 14 og 17.
m
bl.940500
Á MILLI fyrsta og
síðasta andvarps
mannsins er heil ævi,
löng eða stutt eftir at-
vikum.
Vígður lífinu með
sigurtákni þess bæði á
enni og á brjósti, ristur
í lófa frelsarans, skráð-
ur í bók lífsins heldur líf
mitt í ferðalag, sem
aldrei tekur enda.
Eilífðar ferð í gegn-
um ævina að hinu síð-
asta andvarpi, í gegn-
um dyr dauðans og inn til lífsins.
Lífsins með Jesú hjá Guði að eilífu.
Ævi mannsins er eitt og líf hans er
annað. Þó samofið þangað til dauðinn
skilur að. Ævi mannsins er stutt, en
lífið er langt. Ævinni lýkur við síðasta
andvarp, en lífið heldur áfram. Það
heldur á fund eilífs friðar og lífs hjá
Guði sem einn megnar að kveikja líf,
næra það og vekja, hlúa að því, við-
halda því og varðveita það.
Ævin er aðeins ögn
af eilífðinni. Eitt stund-
arkorn, eins og ljós-
blossi. Hún er eins og
dýrmæt lítil fögur
perla. Afar viðkvæm,
ósjálfbjarga perla sem
okkur er úthlutað til
umsjár af höfundi lífs-
ins.
Stundum er líf mitt
eins og vængbrotinn
fugl sem flögrar hálf-
laskaður og stefnulaus í
gegnum ævina. Stund-
um hægt og stundum hratt. Stundum
er ég glaður, hlæ og leik við hvern
minn fingur. Og stundum er ég leiður
og niðurdreginn, sorgmæddur og
særður og ég græt.
Þegar þannig er komið finnst mér
svo gott að staldra við úti í nátt-
úrunni, hinni meistaralegu og óvið-
jafnanlegu sköpun. Hugsa til baka,
biðja og horfa fram á veginn. Því þá
finn ég vermandi andblæ um mig
leika. Ljúfan andvara lífsins, yl eilífð-
arinnar. Þá finn ég að ég er hluti af
einhverju. Einhverju meiru og
stærra en ég næ að skilgreina eða
halda utan um. Einstök upplifun.
Eins og forréttur
að mikilli veislu
Ævinnar gleði er eitthvað svo
skelfing skammvinn og velgengnin
völt. Sigrarnir geta vissulega verið
sætir en sigurkransarnir svo ótrúlega
fljótir að fölna. Hin varanlega gleði er
fólgin í því að eiga nafn sitt letrað í
lífsins bók með himnesku letri með
hendi frelsarans, Jesú. Gleðjumst
þeirri gleði, hún er nefnilega sig-
ursveigur sem ekki fölnar.
Ég er þess fullviss að ævi mannsins
er aðeins rétt eins og forréttur að
þeirri miklu veislu sem lífið er.
Ef von mín næði aðeins til þessarar
ljúfsáru allt of stuttu ævi, þá væri ég
afar aumkunarverður maður. Þá væri
lífið bæði dimmt og kalt, stutt og
snautt, steindautt.
Þú ert elskaður út af lífinu
Í ljósi mannlegs veruleika ert þú
aðeins eins og sandkorn á strönd.
Sandkorn sem treðst undir í baráttu
daganna.
En í ljósi Guðs ertu óendanlega
dýrmæt perla, einstakur gimsteinn,
fullur af lífi og fegurð, fullur af leynd-
ardómsfullum tilgangi í eilífri áætlun
Guðs. Guðs sem elskar þig út af lífinu.
Láttu því lífið ekki renna þér úr
greipum eins og sand sem fýkur út í
loftið og verður viðskila við sjálfan sig
og tilgang sinn.
Spáðu í frelsarann þinn, Jesú.
Hann sem er lífið sjálft. Hann spáir í
þig. Hann gefur þér grið og vill veita
þér eilífan frið.
Getur kannski verið eftir allt sam-
an að þið eigið samleið, þú og lífið?
Njótum forréttarins í ljósi þess
sem lífið hefur upp á að bjóða.
Ævin og lífið
Sigurbjörn Þorkelsson
skrifar hugvekju
»Ævin er aðeins ögnaf eilífðinni. Eitt
stundarkorn. Hún er
eins og lítil fögur perla.
Viðkvæm, ósjálfbjarga
perla sem okkur er trú-
að fyrir.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111