Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Út í loftið S tefnumörkun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum var samþykkt í febr- úar á þessu ári en stefnt er að því að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi um 50 til 75% fyrir árið 2050. Í kjölfarið voru settar á laggirnar tvær nefnd- ir sem hafa annars vegar það hlutverk að finna leiðir til að draga úr téðri losun sam- kvæmt stefnumörkuninni og hins vegar að leggja mat á áhrif loftslagsbreytinga og afleið- ingar þeirra fyrir Ísland. Formenn þessara nefnda eru Brynhildur Davíðsdóttir og Halldór Björnsson. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra bindur miklar vonir við þessar nefndir en stefnt er að því að þær ljúki störf- um í vor. „Þetta er gríðarlega mikilvægt verk- efni og við ætlum okkur stóra hluti í þessum efnum.“ Þegar niðurstöður nefndanna liggja fyrir verður ráðist í að búa til aðgerðaáætlun sem þarf bæði að vera tölusett og tímasett, að sögn Þórunnar. „Fyrir liggur að mestu skiptir að gera sem mest á næstu tíu til tuttugu ár- um. Þarna verðum við komin með stjórntæki sem gerir okkur kleift að setja niður vörðurnar á leiðinni,“ segir umhverfisráðherra. Margvíslegt starf er líka unnið í öðrum ráðu- neytum. Nefnir Þórunn sem dæmi vettvang um vistvænt eldsneyti í iðnaðarráðuneytinu og yfirferð skatta og gjalda, hinna hagrænu hvata, í fjármálaráðuneytinu. „Það eru fá verk- efni sem fara eins þvert á stjórnkerfið, en um- hverfismálin koma inn á flest ef ekki öll svið þjóðfélagsins. Okkar hlutverk í umhverfisráðu- neytinu er að ná öllum þráðunum saman og fá þannig heildarmyndina.“ Fjórða yfirlitsskýrsla vísindanefndar Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) var kynnt í Valencia um liðna helgi og stað- festir hún fyrri niðurstöður vísindamanna þess efnis að hlýnun jarðar sé staðreynd. Þá kemur fram að vissa um að maðurinn eigi þátt í þessari þróun hafi aukist. Þessi skýrsla verð- ur grundvöllur umræðna á komandi aðild- arríkjaþingi Loftslagssamnings SÞ í Balí í næsta mánuði og mun liggja til grundvallar í komandi samningaviðræðum um framhald al- þjóðlegrar samvinnu í loftslagsmálum eftir að gildistíma Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Þórunn segir skýrsluna eiga að virka sem hvatningu, bæði á stjórnvöld og hinn al- menna borgara. Losun langt yfir meðaltali – Kýótó-bókunin hefur verið í umræðunni að undanförnu og misvísandi skilaboð hafa þótt koma frá þér annars vegar og forsætisráð- herra hins vegar varðandi undanþágu Íslands. Hvað segir þú um það? „Áður en ég svara þessu beint verð ég að setja málið í samhengi. Skuldbindingartímabil Kýótó-bókunarinnar hefst núna 1. janúar og gildir í fimm ár. Því samningaferli lauk 2001. Þar var tekið tillit til sérstakra aðstæðna hér á landi, m.a. vegna þess að við hefðum nýtt átt- unda áratuginn til að innleiða hitaveitu. Þarna fengum við meira en margur annar en við- miðið var að aðildarríki bókunarinnar minnk- uðu losun gróðurhúsalofttegunda um að með- altali 5,2% á þessu tímabili miðað við árið 1990. Undanþága Íslands fólst í því að við fengum heimild til að auka okkar losun um allt að 10%. Því til viðbótar var eftir mikla bar- áttu íslenskra samningamanna tekin sérstök ákvörðun um iðnaðarferla sem lúta mjög ströngum skilyrðum og það vita allir sem til þekkja að þetta var sérsniðið að íslenskum þörfum. Það sem síðan hefur gerst er að losun gróðurhúsalofttegunda hefur bara aukist á Ís- landi, er komin upp í sautján tonn á hvert mannsbarn. Það er langt yfir meðaltali ann- arra Evrópuríkja sem er á milli ellefu og tólf tonn. Og þetta gerist þrátt fyrir að við höfum talsverða forgjöf vegna þess hvað landið okk- ar er auðugt af hreinni orku. Þarna leika sam- göngur og iðnaður stórt hlutverk, ekki síst ál- verin. Allt þetta verðum við að hafa í huga þegar við hefjum samningaferlið í Balí. Aðalmálið þar er að ná ríkjum heims að samninga- borðinu og láta á það reyna hvort samningar takast yfirleitt um skuldbindingar fyrir næsta tímabil. Að mínu viti ber okkur siðferðisleg skylda til að ná saman um þessi mál og þar er ábyrgð okkar Íslendinga engu minni en annarra ríkja. Það er ekkert gefið í þessum efnum en takist að ná löndum á borð við Bandaríkin, Ástralíu, Indland og Kína að borðinu er mikill sigur unninn í Balí. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og við búum við aðstæður sem flesta dreymir um að búa við. Það blasir við að við munum þrýsta á að aðrir axli sína ábyrgð, ekki síst Bandaríkin, sem tilheyra ríka hópnum. Þurfum við þá ekki að gera það sjálf líka? Það er brýnt að skoða þessi mál í stóru samhengi og það er að mínu viti siðferðislega rangt að setjast niður við samningaborð og leggja strax fram sérkröfu. Gildir þá einu hvort það erum við Íslendingar eða einhverjir aðrir. Þessu samningaferli lýkur vonandi í Kaup- mannahöfn árið 2009. Svo ég svari spurningunni þá er það rétt að mikið hefur verið gert úr því að við forsætis- ráðherra séum ósammála í þessu máli en ég bendi á að það kom mjög skýrt fram hjá Geir H. Haarde í þinginu um daginn að ákvörðun 14cp/7 kæmi ekki til umræðu fyrr en undir lok samningaferlisins. Um það deilir enginn.“ Mikið í húfi – Eru stjórnarflokkarnir almennt í takt í þessum efnum? „Það er ljóst að þessir stjórnmálaflokkar hafa að mörgu leyti haft ólíka afstöðu til þess- ara mála gegnum tíðina en við erum að stilla saman strengi okkar.“ – Afstaða þín til loftslagsmála virðist skýr. Hvað segir þú við þá sem óttast að Sjálfstæð- isflokkurinn muni virka sem hemill á þær hug- myndir sem þú hefur reifað hér? „Í tveggja flokka samstarfi þarf stundum að finna leiðir til að ná samkomulagi. Ég hef samt ekki miklar áhyggjur af þessu vegna þess að um leið og fólk skoðar ofan í kjölinn hvað við höfum fengið og hvað er í húfi fyrir líf- ríkið á jörðinni næstu öldina hljóta menn að gera sér grein fyrir því að sérhagsmunir ein- stakra ríkja eru aukaatriði í þessu sambandi.“ – Þú hefur gefið út á prenti áherslur um- hverfisráðherra, m.a. í loftslagsmálum, þar sem þú tilgreinir fyrir hverju þú munir beita þér í embætti. Er þetta ekki óvenjuleg leið og hver er tilgangurinn með þessu? „Þetta er ekki algengt en það eru fordæmi fyrir þessu, sérstaklega í þessu ráðuneyti. Þetta er fyrst og fremst til upplýsingar fyrir fólk sem vill vita hvað ég mun leggja mesta áherslu á í mínum störfum í þessu ráðuneyti. Þetta byggist bæði á stefnu flokksins míns og því sem ég stend fyrir sem einstaklingur í póli- tík. Þetta byggist líka á því sem við höfum komið okkur saman um í ríkisstjórnarsam- starfinu. Mér finnst þetta ágætt fyrir sjálfa mig til að skerpa brennidepilinn og veita mér aðhald.“ Bæði ofan frá og að neðan – Sumir tala um að það sé pattstaða á markaðnum þegar kemur að framboði á um- hverfisvænum vörum. Eru opinber innkaup að þínu mati stýrileið til að breyta þessu? „Innan stjórnarráðsins er starfandi starfs- hópur um vistvæn innkaup, en innkaupin heyra undir fjármálaráðuneytið. Það þarf hins vegar mjög skýran vilja í ríkisstjórn til að hrinda stefnu af þessu tagi í framkvæmd í öll- um ráðuneytum og stofnunum hins opinbera. Vissulega er verið að gera ýmsa hluti á mörg- um stöðum, menn hafa komið sér upp um- hverfisstefnu og fleira. En þetta er eitt af þessum málum sem þarf að vinna bæði ofan frá og að neðan. Það þurfa bæði að vera skýr skilaboð frá stjórnvöldum en líka hagstæðar aðstæður, m.a. efnahagslegar, til að auð- velda fólki að velja grænu leiðina og gera hana um leið að eðlilegum kosti fyrir vinnu- staðinn og heimilið. Í þessu sambandi skiptir frumkvæði einstaklingsins miklu máli. Þá er ég að tala um að almenningur beiti þrýstingi til að fá þá þjónustu sem hann á rétt á.“ – Finnur þú fyrir þessum þrýstingi í þínu starfi? „Ég geri það. Ég finn að það er vaxandi krafa um það að ríki og sveitarfélög svari kalli tímans í umhverfismálum. Fólk vill fá að vita hvernig sveitarfélagið hyggst auðvelda því að flokka ruslið sitt og svo framvegis.“ – Hið opinbera er stór hluti hagkerfisins á Íslandi. Skiptir fordæmi þess ekki sköpum í þessum efnum? „Að sjálfsögðu. Það er hlutverk stjórnvalda að sýna gott fordæmi og þá blasir við að taka fyrst til í eigin ranni. Það þýðir ekkert fyrir mig sem umhverfisráðherra að benda í allar áttir ef ég er svo með allt nið’rum mig sjálf.“ Grundvallarbreyting á viðhorfi – Hefurðu þá farið markvisst yfir þessi mál í ráðuneytinu síðan þú komst hingað inn síð- astliðið vor? „Ég hef verið að gera það og hér er unnið í kappi við tímann. Þetta þokast í rétta átt og við bindum miklar vonir við undirbúningsvinn- una sem við erum að vinna í vetur og að- gerðaáætlunina sem hleypt verður af stokk- unum í vor. Innan hennar væri eðlilegt að einstök ráðuneyti settu sér hin ýmsu mark- mið, svo sem hvernig bíla þau ætluðu að nota og svo framvegis.“ – Hafa þessi sjónarmið hljómgrunn innan ríkisstjórnarinnar? „Þau hafa það. Á undanförnum áratug eða svo hefur orðið grundvallarbreyting á viðhorfi fólks til umhverfismála, bæði stjórn- málaflokka og almennings. Eftir átta ár í stjórnarandstöðu finn ég þessa breytingu mjög vel. Hún er áþreifanleg. Þetta er lyk- ilatriði vegna þess að þegar jarðvegurinn er tilbúinn er hægt að vinna hratt og vel. Þessi mál eru líka tekin föstum tökum í stjórnarsátt- málanum og markmiðin stór. Það er eins með umhverfismálin og kvennamálin, þau eru löngu hætt að vera jaðarmál. Nú eru þau aðal- mál í samfélaginu og í stjórnmálum.“ – Eigi að síður hafa sumir viðmælendur okkar í þessum greinaflokki kvartað undan því að umræðan hér á landi sé ekki jafn langt komin og á Norðurlöndunum. „Það er eflaust rétt. Þar hafa þessi mál ver- ið lengur í brennidepli. Hér vantar ennþá svo- lítið upp á að menn sjái tækifærin, ekki síst hin efnahagslegu tækifæri, sem liggja í því að velja þessar grænu leiðir. Frá því í iðnbylting- unni hafa menn hugsað þannig að efnahags- vöxturinn geti ekki orðið nema á kostnað um- hverfisins. Nú vitum við hins vegar að það þarf ekki endilega að vera þannig. Það er verkefni okkar nú að skilja þarna á milli.“ Hjólar ekki á ríkisstjórnarfundi Í þessum greinaflokki hefur einkum og sér- ílagi verið horft á einstaklinginn. Hvað get ég gert til að leggja mitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum? Umhverfisráðherra talar um fordæmi og þá liggur beint við að spyrja hana um hennar eigin aðgerðir sem upplýstur einstaklingur um loftslagsbreytingar. Hvernig bíl skyldi hún t.d. eiga? „Einkabíllinn minn er tæplega tveggja ára Renault Megane. Hann er til sölu. Vill einhver kaupa?“ spyr hún og skellir upp úr. „Að öllu gríni slepptu hef ég aðgang að ráð- herrabíl sem á að koma mér í og úr vinnu og samkvæmt reglugerð er hann líka til takmark- aðra einkanota. Ég hef nýtt mér þetta far- artæki, eins og vera ber. Þetta er Lexus Hy- brid og ég get upplýst að af öllum ráðherrabílunum er þetta sá bíll sem fer best með umhverfið. Við mæðgurnar erum bara tvær í heimili og fyrir vikið hef ég ekkert við annan bíl að gera. Þess vegna ætla ég að selja Renaultinn.“ – Hefurðu hugleitt að hjóla á ríkisstjórn- arfundi? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég verð að við- urkenna að ég hjóla ekki mikið en ber mikla virðingu fyrir fólki sem það gerir. Ég bý í Garðabænum og hef stundum tekið strætó. Það er ekkert mál að taka strætó þaðan og niður í miðbæ Reykjavíkur. Mér þykir sjálfsagt að almenningssamgöngur hafi forgang og að hjólreiðastígar séu sem víðast, þannig að fólk hafi raunverulegan valkost.“ Drekkjum okkur ekki í drasli – Hvað með líferni þitt að öðru leyti, flokk- arðu til dæmis sorp? „Já, ég flokka allt rusl sem ég get. Ég bý í bæjarfélagi sem býður mér upp á eina svarta tunnu. Ég fer með blöð, pappa, gler, dósir og allt það á Sorpu og losa mig við allt sem ég veit að hægt er að endurvinna. Ég vildi gjarn- an hafa þessa þjónustu nær heimili mínu, hefði til dæmis sömu þjónustu og íbúar í Stykkishólmi fá. Það er til fyrirmyndar. Krafan úr grasrótinni er vaxandi, ekki síst frá fólki sem búið hefur erlendis og kynnst þessum málum þar.“ – Hvað með neysluna? „Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir líklega mestu máli að stemma stigu við persónulegri neyslu sinni. Ég er alin upp við að vera nýtin og hef tamið mér að íhuga mjög vel áður en ég kaupi mér eitthvað nýtt hvort ég þarf á því að halda. Það er partur af því að vinna gegn sóuninni sem endurspeglast í úrganginum, hvort sem það eru raftæki, leikföng eða eitt- hvað annað. Það getum við m.a. gert með því að kaupa aðeins dýrari hluti sem endast bet- ur. Það er mikilvægt að hafa hemil á neysl- unni. Drekkja sér ekki í drasli sem maður hef- ur enga þörf fyrir. Þannig prédika ég dag og nótt fyrir dóttur minni að maður þurfi ekki að eignast allt sem mann langar í. Mér þykir líka mjög gaman að kaupa íslenskt. Íslenskar vörur eru yfirleitt vandaðar, auk þess sem þær hafa ekki verið fluttar til landsins með skipi eða þotu með tilheyrandi mengun fyrir loftslagið.“  Morgunblaðið/Golli Ráðherrann „Það eru fá verkefni sem fara eins þvert á stjórnkerfið en umhverfismálin koma inn á flest ef ekki öll svið þjóðfélagsins. Okkar hlutverk í umhverfisráðuneytinu er að ná öllum þráð- unum saman og fá þannig heildarmyndina,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur bara aukist á Íslandi, er komin upp í sautján tonn á hvert mannsbarn Allar þjóðir verða að axla ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.