Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 55 UMRÆÐAN Ég bý á besta stað Frábær hönnun Arnarneshæðin er einstaklega vel staðsett á eftirsóttum stað á höfuðborgar- svæðinu. Hverfið er sólríkt og skjólsælt, með gullfallegt útsýni til allra átta. Stutt er í alla verslun og þjónustu, fjölmargir skólar eru í næsta nágrenni og ótal frábær íþrótta- og útivistarsvæði innan seilingar. - Lyfta - Bílastæðageymsla - Stórar stofur Vorum að taka til sýningar glæsilega íbúð, fullbúna húsgögnum frá EGG. Ný íbúð Opið hús í Hofakri 5 í dag frá kl. 14–15 Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali | www.arnarnes.is - Suðursvalir - Gott útsýni - Lágmarksviðhald Til Jónasar Sæll vertu frændi frægð þinni fjarri smávinum fögrum foldarskarti Lifandi leiður liðinn ljúfur við ódauðleika alþjóð daðrar Mig langar að minnast í fáum orðum fátæka gáfumannsins að norðan. Jónas Hallgrímsson var einstökum gáfum gæddur, fjöl- hæfur til hugar og handar. Á stuttri ævi vannst honum tími til að skila þjóð sinni ómetanlegum þjóðararfi þrátt fyrir kröpp kjör. Jónas unni landi og tungu og féll því vel inn í andrúmsloft rót- tækra menningarstrauma í Kaup- mannahöfn í byrjun 19. aldar. Með ljóðum sínum hvatti Jónas fátæka þjóð til dáða með tilvísun í það eina sem alþýða manna þekkti jafnvel og lófa sína: nátt- úru landsins og frelsisþrá. Jónas sá náttúruna með augum vísinda- mannsins og fagurkerans, sá hið smáa og fagra í heildarmyndinni allri. Af mörgu má ráða að Jónas hafi verið dulur maður. Sem barn síns tíma ber hann ekki tilfinn- ingar sínar á torg. Hvorki ljóð Jónasar, dagbækur eða bréf láta margt uppi um hans einkahagi. Setji maður sig þó í spor hans hlýtur maður að ætla að þar hafi farið maður með sára lífsreynslu sem markar djúp spor á vegferð hans gegnum lífið. Í mínum aug- um er hann maður sem ber sorg- arblett á sálinni, blett sem reif- aður er dulúð og myrkri og hljótt er um þegar líf og verk eru skoð- uð. Þessi sorgarblettur er fátækt- in sem íslensk þjóð vill á hverjum tíma láta sem ekki sé til. En þannig verða kraftaverkin oft til, uppspretta ódauðleikans oftar en ekki í neyðinni. Á 200 ára fæð- ingarafmæli þjóðskáldsins er við hæfi að minnast alþýðu Íslands sem fyrr á öldum barðist fyrir tilvist sinni og þáði að láni anda- gift og kraft frá manni sem skynjaði sorg fólks og þrá í eigin brjósti. Á þessum tímamótum er vert að staldra við, þakka Jónasi Hallgrímssyni og blessa verk hans, hætta að daðra við ódauð- leikann. Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir Jónas Hallgrímsson Höfundur er kennari.Jónas Hallgrímsson, skáld. 1807-2007 ÞAÐ fer ekki framhjá neinum á þess- um dögum að menn bregðast á ýmsa vegu við nýju biblíuþýðingunni. Vafa- laust er það fastur liður í hvert sinn sem ný þýðing hennar kemur fram. Margt af því sem neikvætt er sagt um biblíuþýðinguna virðist fremur af rótum stærilætis en hógværðar, sem ætti þó að vera aðal allrar umræðu um þessa heilögu texta. Í grein í Lesbók, laugardaginn 13. október, eftir Jón Sveinbjörnsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, segir: „Texti Bibl- íunnar er tjáning löngu liðinna manna um lífsgildi. […] […] Hins vegar virðist oft hafa verið hætta á ( við þýðingar ) að ytra form textans tæki völdin og yrði að einskonar skurðgoði. Boðskapurinn virðist þó ætíð brjótast út í nýjum þýðingum og má í því tilefni nefna þýðingu Lút- ers.“ Í huga mínum leikur alltaf vafi á um þýðingar. Strax á fyrstu árunum með ritningunum, fyrir meira en fjörutíu árum, fannst mér ég ekki finna þá fullnægju í íslenskum þýð- ingum sem ég vænti og tók að sanka að mér erlendum. Komst ég fljótt að því að fæstum þeirra bar alveg sam- an sem er auðvitað hið eðlilegasta mál því að á bak við biblíuþýðingar eru alltaf nefndir eða ráð sem skera úr um niðurstöður. Þessi ráð hafa verið uppi á mismunandi tímum og á mismunandi mál- og menning- arsvæðum og hljóta því að hafa verk- að á endanlegt útlit textanna. Þá blasir það og við að sjötíumannaþýð- ingar og fimmtíumannaþýðingar, sem leituðust við að þýða frumtext- ana, hafi lagt að baki marga fundi og endað með einhverskonar málamiðl- unum. Sama hefur án vafa gilt um þá sem fyrstir skráðu hugsanir og munn- mæli um lífsgildin. Orð sem við í dag köllum Guðsorð og voru í upphafi skráð á hebresku og jafnvel sanskrít. Að fyrstu samningu þeirra hljóta að hafa komið fleiri en einn, útvaldir menn, kunnir að visku og speki og telja má víst að þeir hafi þurft að bera niðurstöður sínar undir einhverskon- ar yfirvald, en eins og lýðum er ljóst þá eru yfirvöld, á öllum tímum, sam- ansett af mislitu og misvitru fólki. Nútímamenn þurfa því að leggja sig fram um að lesa biblíutextana með ákveðið rými í huga, gæta þess að bíta sig ekki of fast í kreddur og fordóma og gefa textanum færi á að anda inn í brjóst sitt. Það er gott ráð fyrir áhugasama að hefja grennslan í bók Jóhannesar guðspjallamanns. Tákn hans er örninn sem hefur sig hæst á loft og svífur þöndum vængj- um ofar stormum og stríði og sér víð- ast um. ÓLI ÁGÚSTSSON, Glósölum 7, Kópavogi. Biblían er blessuð bók II Frá Óla Ágústssyni BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.