Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 49
Við bíðum ekki lengur! Nú afnemur Hanza stimpilgjöldin af húsnæðisláninu þínu við íbúðar- kaup á Arnarneshæð og endurgreiðir þér gjöld af allt að 20 millj. kr. láni á íbúð og 30 millj. kr. láni fyrir raðhús í nóvember og desember. Þaulvant starfsfólk Húsakaupa liðsinnir þér af alúð og vandvirkni enda býr Húsakaup að 20 ára reynslu af farsælli miðlun fasteigna. Þeir sem þurfa að selja eða kaupa fasteignir geta treyst því að þjónustan er fagleg, skjót og skilvirk. Við seljum eignina þína. Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali | www.arnarnes.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 49 ÞAÐ var í stóru fjölskylduboði núna nýlega að ég lenti aftarlega í hlaðborðsröðinni. Nóg var af veiting- unum en sama varð ekki sagt um stóla. Með kaffibollann í annarri hendinni og kökudisk í hinni leit ég í kringum mig og sá loks eitt laust sæti. Frænka mín, hátt á níræðisaldri, fagnaði mér og þar sem ég þekkti hana vel bjó ég mig undir langa, langa sögustund þar sem lítið mundi reyna á raddbönd mín. Það var eins gott að kökudiskurinn minn var ekki tómur! En nú kom hún mér á óvart „Baldur minn, segðu mér nú svolít- ið – þú ert svo fróður og fylgist svo vel með.“ Það var eins og sólin hefði kom- ið upp í vestri! „Á nú eggið að fara að kenna hænunni?“ spurði ég fullur hógværðar. „Hvernig stendur á því, Baldur, að nú vilja þingmenn fara að selja áfengi í matvöruverslunum?“ „Er þetta ekki bara eitt af því sem fylgir frelsinu?“ spurði ég og sporð- renndi brauðtertubita. „Áfengi er lögleg söluvara á Íslandi, rétt eins og brauð, sokkar, naglar og allt hitt sem við notum. Því skyldi það ekki mega fást í verslunum?“. „En, Baldur minn,“ sagði sú gamla og dró nú upp bækling frá Lýðheilsustofnun. „Þessi bæklingur – sem er frá opinberri heilsustofnun – segir hreinlega að áfengi sé engin venjuleg versl- unarvara á borð við sokka og gadda- vír, eða hvað sem þú nú nefndir áðan. Hér segir bókstaflega að áfengi sé hættulegt. Það hefur sýnt sig erlendis að þar sem áfengissala hefur flust í matvöruverslanir hefur sala aukist, að ekki sé nú minnst á glæpi og og umferðarslys.“ „Já,“ sagði ég spek- ingslega; „frelsið er vandmeðfarið“ – og kláraði brauðtertusneiðina. „Sko,“ sagði sú gamla sem hafði ekki enn snert við kaffibollanum sín- um. „Hér segir líka að áfengið sé leið unga fólksins inn í eiturlyfin og þaðan sé erfitt að snúa við. Ef Alþingi leyfir sölu á bjór og sakleysislegu léttvíni í matvöruverslunum erum við þá ekki að ýta unglingunum út í drykkju og jafnvel fíkniefni? ég bara spyr,“ sagði frænka og teygði sig nú loksins í kaffið. „Þar fyrir utan er fullt af óvirkum alkóhólistum í landinu sem ekki gætu lengur skotist út að kaupa í matinn án þessa að freistingunni miklu væri veifað framan í þá. Ekki liði mér – eða nokkurri annarri eig- inkonu – vel að senda manninn sinn út í búð – ef þannig stæði á. Og sann- aðu til: Svo koma „kynningarnar“. Og þetta á að gera í matvöruverslunum þar sem tóbak má ekki sjást! Mig langar til að segja þér sanna sögu,“ sagði sú gamla, „sögu sem er ekki á margra vitorði.“ Nú þekkti ég frænku! „Eins og þú veist, Baldur minn, vorum við systkinin mörg og ég elst. Líklega hefur það verið þess vegna sem ég varð fyrst til að sjá að ekki var allt í lagi á æskuheimilinu. Í stuttu máli sagt var faðir minn ofdrykkju- maður eða alkóhólisti eins og það er kallað í dag. Móðir okkar leyndi þessu svo við þyrftum ekki að horfa upp á þetta, verða fyrir skapvonsku hans eða dragast inn í drykkjuskapinn. Hún kom honum fyrir í sérherbergi uppi á lofti og færði honum mat og annað svo hann væri ekki innan um okkur börnin. Í þessu hafði hún staðið á annan áratug þegar ég komst að þessu tæplega tvítug – og hún var tilbúin að gera þetta áfram þar til yngsta barnið væri orðið nógu stálpað til að þola sannleikann.“ Frænka andvarpaði og vætti kverkarnar með hálfköldu kaffinu. Kökurnar sá hún ekki. „Það varð hlutskipti móður okkar að annast erfitt heimili, ala upp mörg börn og halda Bakkusi í fjarlægð. Þetta gerði hún með sóma en á kostn- að heilsu sinnar, hjónabands og ham- ingju.“ „Og“ hélt frænka áfram, „ einu sinni sagði mamma svolítið við mig sem ég aldrei gleymi: „Ég vil heldur sjá á eftir börnunum mínum í gröfina en það víti sem áfengið er“.“ Ég þagði. Ég taldi mig hafa þekkt þessa fjölskyldu vel en aldrei hafði mig órað fyrir þeim harmleik sem þarna hafði staðið í áratugi. „Skilurðu nú, Baldur, af hverju ég fæ sting í hjartað í hvert sinn sem áfengi nær meiri útbreiðslu og fót- festu á landinu okkar?“ „Og,“ hélt hún áfram, „heldurðu að ég sé ein um það? Þúsundir kvenna og karla kvíða freistingunni. Þúsundir foreldra sem þegar hafa áhyggjur af unglingunum sínum fá líka sting í hjartað þegar þau sjá hvernig á að auka gróða áfengissalanna með því stækka neyt- endahópinn, gefa ung- lingunum sakleysislegri mynd af áfengi og hjálpa þeim yfir þröskuldinn sem skilur þau frá of- drykkju og eitur- lyfjafíkn? Berum við ekki öll ábyrgð á bræðrum okkar og systrum?“ – bætti frænka við. „Eigum við ekki að hafa velferð hvert annars að leið- arljósi? Hvar er ábyrgð þingmanna, Baldur, hvar er landlæknir og hvar eru raddir þeirra þúsunda sem gætu látið heyra í sér; talað við þingmenn- ina, skrifað í blöðin, hringt í frétta- stofur, sett undir- skriftalista á hverja bensínstöð eða skrif- að vefsíðum eins og þinni. Því yrði ábyggi- lega komið á framfæri við rétta aðila. Það er líklega það eina sem gæti dugað.“ Það glitraði á tár í reiðum augum þess- arar níræðu konu sem fann svo sárt til van- máttar síns. „Jæja, Baldur minn, þá ætla ég að fara að kveðja. Þakka þér fyrir að hlusta á mig og vertu ævinlega blessaður.“ Heldur vil ég sjá á eftir börnum mínum í gröfina … Baldur Ágústsson segir frá upplifun frænku sinnar af falinni ofdrykkju » „… erum við þá ekkiað ýta unglingunum út í drykkju og jafnvel fíkniefni? ég bara spyr … sagði frænka. Og sannaðu til: Svo koma „kynningarnar“.“ Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 – baldur@landsmenn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.