Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 70
… nema hvað ég myndi nota tvisvar sinnum meira af fíkniefnum en hún gerir … 79 » reykjavíkreykjavík HANN er sumpart skringilegur, þessi sópranþungarokksgeiri sem ég nefni í inngangi. Samsláttur klassíkur og dægurtónlistar; síð- hærðir og sveittir karlpungar spil- andi undir seiðandi sírenum sem eru iðulega dressaðar upp í svar- rauðum, gotneskum kjólum. Þessi stefna hefur engu að síður notið furðu mikilla vinsælda og nefna má sveitir eins og Lacuna Coil, After Forever, Epica og Within Temptation sem eru keyrðar á þennan hátt. Á toppnum trónir hins vegar Nightwish, einslags Bítlar stefnunnar og máttur henn- ar og megin þar er óskoraður. Margt í gangi í einu Eins og vikið hefur verið að voru endalok Turunen með Nig- htwish æði dramatísk. Eftir tón- leika færði leiðtogi sveitarinnar, Tuomas Holopainen, henni bréf sem var og gert opinbert. Þar er hún sökuð um dívustæla og fé- græðgi og að argentínskur unnusti hennar sé búinn að heilaþvo hana. Hún svaraði þessu með tár- stokknu bréfi stuttu síðar sem var einnig gert opinbert. Já, þessir Finnar … – Jæja, hvað segirðu Tarja? „Allt fínt þakka þér (það er létt yfir henni). Það snjóar hérna í Finnlandi! Hvernig er þetta hjá ykkur?“ – Hmmm … eigum við ekki að segja að það sé enginn „Vetr- arstormur“ hér! Ha ha ha. „Ekki það nei. Ha ha ha ha.“ – En hvað er annars að frétta? „Ja … ég er að kynna plötuna mína á fullu hérna heima í Finn- landi. Ég bý núna í Finnlandi og í Argentínu, frekar ólíkum stöðum! Við erum að flytja á milli húsa í báðum löndum þannig að það er frekar mikið öngþveiti í gangi akkúrat núna.“ – Þú ferð víða á plötunni. Átján lög alls og margir stílar í gangi … „Já, það var mér mikilvægt. Ég ákvað strax að hafa hana afar fjöl- breytta og snerta á öllum tilfinn- ingaskalanum.“ – Þetta er fyrsta opinbera sóló- platan þín en svo gafstu út jóla- plötu í fyrra er það ekki? „Já. Það var meira svona hlið- arverkefni sem ég setti í gang á meðan ég var í hljómsveit (hún forðast að nefna Nightwish á nafn). Þetta var lítil útgáfa, og bara fyrir heimamarkaðinn. Ég er mjög ánægð með hana en jólin eru mjög mikilvæg hér í Finnlandi og þessi tími er mér mjög kær. Ég reyni ávallt að vera eins mikið með fjölskyldu minni og ég get um hátíðirnar.“ – Þú vinnur aðeins með kvik- myndatónskáldinu afkastamikla Hans Zimmer á plötunni … „Jaa … það er ekki alveg rétt. Ég vann með starfsfólkinu hans. Hann lagði minna til sjálfur en hann ætlaði í upphafi … sem var skrítið þar sem að hann hafði samband við mig!“ Brú á milli heima – Nú var Nightwish, með þig í broddi fylkingar, afar áhrifarík hvað þennan samslátt klassíkur og þungarokks varðar og margar sveitir hafa fylgt í kjölfarið. Hvað finnst þér um þetta? „Ég hef alltaf sóst eftir áskor- unum. Ég var ein af fyrstu kven- mönnunum sem lagði þetta fyrir mig og þetta var einmanalegt fyrstu árin. Ég var eina konan á öllum þessum þungarokkshátíðum! En þetta hefur snúist dálítið um að brúa bil á milli heima. Síðhærð- ir rokkarar eru að sækja í klass- íska tónleika sem ég hef haldið í kirkjum og fólk úr klassíska geir- anum er farið að láta sig hafa það að kíkja á rokktónleika. Ég er mjög ánægð með þetta en um leið hef ég stundum legið undir ámæli fyrir þessa hristinga mína. En það er fínt, þetta fær fólk til að hugsa. Tónlist snýst ekki um þessar flokkaskiptingar, það eina sem skiptir máli er hvort hún snertir þig eður ei.“ – Hvað heldurðu um afdrif plöt- unnar – og hvaða vonir bindurðu við framtíðina? „Umm … það er tónleika- ferðalag framundan, bara tíu tón- leikar, nokkurs konar upphitun áður en ég legg í umfangsmeira ferðalag. Það byrjar í apríl á næsta ári. Mig langar mikið til að heimsækja staði sem ég hef aldrei komið til áður – Ísland t.d.! Svo vona ég bara að ég fái færi til að vinna að tónlistinni minni og geti haldið áfram að gefa út plötur. Ég er frekar raunsæ á þetta og tek hlutunum með hægð … ótrúlegt en satt!“ MEÐ STORMINN Í FANGINU TARJA TURUNEN VAR ANDLIT FINNSKU SÓPRANÞUNGA- ROKKSSVEITARINNAR NIGHTWISH ALLT FRÁ STOFN- UN, EÐA ÞAR TIL HÚN VAR REKIN ÚR SVEITINNI Í HITT- IÐFYRRA MEÐ LÁTUM. TURU- NEN HLEYPTI Í VIKUNNI SÓLÓFERLI Í GANG MEÐ PLÖTUNNI MY WINTER STORM OG SAGÐI ARNARI EGGERTI THORODDSEN ALLT AF LÉTTA UM ÞAU MÁL. Drama Umslag „Stormsins“. arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.