Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 27 hjúkrunarkonu Kleppspítalans Jór- unnar Bjarnadóttur og Laugu, Guð- laugar Guðmundsdóttur, við hjúkr- unina, auk þess sem hann fékk frábært fæði. Álít ég að Ellen hafi með þessu bjargað lífi Agnars sonar síns. Þess má geta að þegar Agnar var síðar að útskrifast úr háskóla þá lá hann meira og minna allan vet- urinn.“ Verstu ekkert hrædd við að giftast manni sem var berklaveikur.? „Það voru margir áhyggjufullir fyrir mína hönd en ég hef aldrei verið sjúkdómahrædd,“ svarar Hildigunn- ur. „En þetta var voðalegur tími. Með- an ég var við nám í Menntaskólanum í Reykjavík dó margt ungt fólk úr berklum. Einmitt þegar ég heimsótti með vinkonu minni Stellu Sívertsen sjúkling á Vífilsstöðum og sá Agnar fyrst, er mér minnisstæð ung stúlka, mjög glæsileg, sem nokkru síðar dó úr berklum. Með Stellu fór ég líka fyrst í heimsókn til fjölskyldunnar á Kleppi. Hún þekkti þessa stráka. Svo flutti fjölskyldan í bæinn 1940, að Suðurgötu 13. Þá fór ég að koma mikið þangað til að hitta Agnar. En hann var oft svo veikur að við hugs- uðum ekki um að gifta okkur fyrr en síðar. Agnar lauk prófi í norrænum fræðum 1946 en ég var að vinna. Eft- ir stúdentspróf sótti ég fyrirlestra í bókmenntum, ensku og frönsku, ég hafði þá strax mikla löngun til að læra tungumál. Meðan ég var í menntaskóla var mér boðin sum- arvinna á Landssímanum. Um haust- ið var mér boðin vinna þar áfram og af því að ég var „skítblönk“, þá sló ég til og hélt áfram að vinna en var við námið einnig utanskóla. Lærði íslensku en talaði dönsku Þótt Ellen talaði alla sína tíð hér dönsku þá hafði hún lært íslensku og gat vel talað hana, hún þurfti þess bara ekki. Hún skrifaði líka prýðilega íslensku. Sigurður skólameistari kenndi henni íslensku meðan hún var ung stúlka í Kaupmannahöfn. Hann var vinur og skólabróðir Þórðar Sveinssonar. Í bréfi frá honum til Ellenar má raunar sjá votta fyrir áhyggjum vegna fyrirhugaðs hjóna- bands hennar og Þórðar, kannski hefur hann vorkennt henni að hverfa frá notalegheitunum og hinni stóru og ástúðlegu fjölskyldu og setjast að hér upp á klakanum. Faðir Ellenar var lengi vel nokkuð vel efnaður maður en það tók að halla undir fæti hjá honum fjárhagslega þegar frá leið vegna blindu og um það bil sem þau voru að fara að gift- ast Ellen og Þórður var hann orðinn heldur illa settur. „Ég sagði þér að ég væri fátæk eins og kirkjurotta. Það er dagsatt. Faðir minn á víst lítið fé. Hann hefur tapað svo háum fjár- hæðum,“ segir Ellen í bréfi til Þórð- ar. Hún fékk þó 2000 krónur í heim- anmund og hin fegurstu húsgögn, þótt Þórður segði dagstofumublurn- ar ekki nægilega fallegar. Líklega hefur honum sárnað við föður Ell- enar sem lét í ljósi óánægju með borgaralegu giftinguna. Þórður kom síður en svo úr rík- mannlegum kringumstæðum, hann missti foreldra sína snemma og barð- ist til náms og bættra kjara. Hann var enda mjög vinstri sinnaður og hafði mikil áhrif á Ellen í þeim efnum á meðan þau skrifuðust á. George Brandes var þeim þá báðum hugleik- inn og Þórður var eldheitur hug- sjónamaður hvað sjálfstæðisbaráttu Íslendinga snerti. Ári eftir að Ellen gifti sig varð fað- ir hennar gjaldþrota. Í fyrrnefndu bréfi þar sem Ellen talar um fjárhag föður síns segir hún: „Ég þekki dæmi þess að stúlku hafi verið sagt upp þegar faðir hennar gat ekki greitt heimanmundinn. Sá unnusti er nú ekki þess virði að halda í hann, en þetta hefur verið leiðinlegt fyrir stúlkuna. Ég er svo ánægð með þig því ég veit að peningar skipta þig ekki máli.“ Gott hjónaband „Hvort svo hefur verið veit ég ekki en ég veit að það skipti Þórð máli að hann hefði forystuna í sambandinu. Í einu bréfa sinna segir Ellen að hún sé honum samþykk í þeirri skoðun að karlmenn séu gáfaðri en konur. Í öðru bréfi segir hann henni skýrt og skorinort að hún skuli meta það að hann skrifi henni eins og hún sé „gáf- aður karlmaður“. Það fór svo að Ellen undi sér ótrú- lega vel á Íslandi, hún bast tryggum vináttuböndum við margar íslenskar og danskar konur, ekki síst Georgíu Björnsson, sem síðar varð forsetafrú Íslendinga. Ellen eignaðist með Þórði manni sínum börnin Hörð, Úlf- ar, Svein, Nínu Thyru, Agnar Jó- hannes, Gunnlaug Einar og Friðþjóf Sverri, sem var yngstur og fæddist 1922 og er sá eini sem er á lífi af þessum systkinum nú. „Ég fór með Ellen tengdamóður minni til Danmerkur þegar elsti son- ur minn var fjögra ára og þá heim- sótti ég margt af fólkinu hennar sem ég hafði áður hitt með Agnari. Þetta ferðalag mitt og tengdamömmu var eftir að Þórður dó, við Agnar giftum okkur ekki fyrr en eftir lát hans og fram að þeim tíma var ég aðeins gestkomandi í Suðurgötunni. Þórður kom mér fyrir sjónir sem afskaplega lifandi maður, hann hafði svo mikinn áhuga á öllu þótt hann væri bundinn í hjólastól. Ég tel að hjónaband þeirra Ellenar hafi verið gott. Hún var mikil móðir og líka menning- arlega sinnuð þótt aðstæður hennar væru erfiðar í þeim efnum lengi vel, það fóru ekki að ganga bílar inn að Kleppi fyrr en árið 1927, nærri tutt- ugu árum eftir að hún flutti þangað. Hún hjólaði að vísu í bæinn en oft var nú yfir miklar vegleysur að fara. Það hjálpaði að vegna konungskomunnar 1907 höfðu verið smíðaðar kerrur og hún fór stundum með þessum kerr- um. Kleppur var mjög einangraður fyrstu árin. Þótt Ellen væri ánægð með börn sín er ég viss um að hún hefði ekki viljað eiga svona mörg börn ef hún hefði getað við það ráðið. Ég hugsa að hún hefði viljað eiga kannski þrjú börn. En svona var þetta og allt gekk þetta vel þótt Ellen væri raunar oft veik meðan hún var að eiga börnin, einu sinni mjög veik á Landakoti hátt í mánuð. Fröken Kjær sem var yf- irhjúkrunarkona við Laugarnesspít- ala var mikil vinkona hennar og að- stoðaði hana í sængurlegum. Annars kvartaði Ellen aldrei og sagði fátt af erfiðleikum lífs síns. En hún var mér góð tengdamóðir og ég var mjög ánægð með að eiga svona margt tengdafólk, – einbirni eins og ég. Danska fjölskyldan heillaði Ég hafði raunar strax frá upphafi miklu meiri áhuga á fólki Ellenar í Danmörku en fjölskyldunni hér. Mér fannst uppruni og líf dönsku fjöl- skyldunnar ævintýri líkast. Sumt af þessu fólki hafði upplifað stríð og miklar umbyltingar t.d. í Rússlandi. Á þessu hafði ég lifandi áhuga, – miklu meiri en á því sem skeði á Kleppi. Lengi vel helgaðist upplýs- ingasöfnun mín af löngun minni til þess að börnin mín þekktu til þessa ættleggs í Danmörku. Eftir að ég lauk prófi frá HÍ stóð mér til boða að fara til Óðinsvéa til að hlusta á fyrirlestra. Í þeirri ferð skoðaði ég m.a. legsteina Húgenott- anna, forfeðra Ellenar í Fredrecia og kom mér í samband við ýmsa úr frændgarði hennar. Þegar allar þess- ar upplýsingar bættust við bréfin sem ég þýddi eitt af öðru þá sá ég SJÁ SÍÐU 28 www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5 sun 1 32 4 12 14 2018 5 6 8 109 11 13 15 1716 21 22 2423 25 26 27 28 29 3130 mán þri mið fim fös lau Jólapakkar utan Evrópu Jólakort utan Evrópu Jólakort til Evrópu Jólapakkar til Evrópu TNT utan Evrópu Jólakort innanlands 7 TNT til Evrópu Jólapakkar innanlands 19 Og allir elskuðu Adam Hann sendi svo mörg jólakort Pósturinn kemur með jólasendingarnar til þín í tæka tíð fyrir jólin. Komdu tímanlega svo að sendingin þín komist í réttar hendur á réttum tíma, innanlands eða utan. Síðustu öruggu skiladagar í desember: Komdu tímanlega með jólakortin og jólapakkana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.