Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jörð kallar
teknir hafa verið úr búðinni í lausa-
vigt án plastpoka. „Þetta er Lífið,“
segir Ísafold og hefur stóran staf í
Líf til heiðurs leiðbeinanda þeirra á
námskeiðinu. Þau hafa þegar hér er
komið sögu brautskráðst með láði.
Undir eldhúsvaskinum liggur
Sorpskrímslið keflað á höndum og
fótum. Á sér ekki viðreisnar von.
Snæfríður Sól potar stríðnislega í
það til að gera því gramt í geði um
leið og hún flokkar ruslið ofan í safn-
kassann eins og henni hefur verið
kennt. Aumingja skrímslið engist um
í örvilnan.
Fyrir utan eldhúsgluggann brosa
ruslatunnurnar við heimasætunni.
Sú bláa fyrir dagblöð og tímarit og sú
græna fyrir alhliða úrgang en hún
hefur leyst þá svörtu af hólmi og er
losuð á tveggja vikna fresti. Það er
yfirdrifið nóg eftir að fjölskyldan
breytti um lífsstíl.
Á leiðinni út horfir Ísafold með að-
dáun á nýmálaða veggina. „Mikið var
gott að við skyldum finna þessa
Svansmerktu málningu, ástin mín.
Ég er ekki viss um að ég hefði haft
samvisku í að mála annars,“ segir
hún við Loft.
„Já, og fannst þér ég ekki láta
hendur standa fram úr ermum við
verkið,“ segir hann um hæl.
„Svo sannarlega, elskan mín. Svo
sannarlega.“
Með mynd af bílnum í vasanum
Ísafold sest inn í nýja metanbílinn
í heimkeyrslunni og býr sig undir að
keyra sem leið liggur á spítalann.
Það er heldur langt að hjóla enda
þótt hún hafi skýr áform um að gera
það annað veifið næsta sumar. Það er
hlýtt í veðri þennan vetrardag og
krakkarnir krefjast þess að ganga í
skólann. Leiðin er heldur ekki löng. Í
kulda og trekk keyrir mamma þau og
einstöku sinnum fær pabbi að fljóta
með í vinnuna – svona þegar hjóli er
ekki út sigandi.
„Þú passar vel upp á systur þína,
Hreinn minn,“ segir mamma.
Hann jánkar því og systkinin
hverfa léttstíg fyrir hornið.
Loftur er tilbúinn á hjólinu og veif-
ar Ísafold í kveðjuskyni þegar hann
hefur spennt á sig hjálminn. Þegar
hún er komin í hvarf á fjölkorna-
dekkjunum dregur hann aftur á móti
mynd af gamla góða GMC-anum upp
úr vasanum og virðir hana fyrir sér.
„Hvar ert þú nú, kæri vinur?“ spyr
hann dapur í bragði.
– Heyrðu, Loftur! Ert þú ekki orð-
inn umhverfisvænn?
„Jú, ég er orðinn grænn í gegn.“
– Hvers vegna gengurðu þá um
með mynd af bílnum í vasanum eins
og Auðbjörn töffari um árið?
„Ha, ha, ha. Alltaf sama kaldhæðn-
in úr þessari áttinni. Ég er grænn en
ég hef líka tilfinningar. Það átt þú að
vita sem bjóst mig til. Ég þarf bara
aðeins lengri aðlögunartíma. Þetta
kemur á endanum. Hættu svo að
setja út á mig og einbeittu þér að því
að skrifa söguna!“
– Það er naumast. Afsakaðu ónæð-
ið.
„Og ef þú kjaftar í Ísafold þá
J
ibbí,“ hljóðar Loftur
Hreinsson skyndilega einn
morguninn þar sem hann
stendur á baðvoginni á
heimili sínu. „Það eru
fimm kíló farin.“
„Þarna sérðu, pabbi.
Allt hjólinu að þakka,“ seg-
ir Hreinn sonur hans og skyrpir út úr
sér tannkreminu.
„Það ber ekki á öðru,“ segir fað-
irinn stoltur og stígur niður á um-
hverfisvottaðar flísarnar.
Nokkrar vikur eru nú síðan fjöl-
skyldan sagði loftslagsbreytingum af
mannavöldum stríð á hendur og
skráði sig á námskeiðið „Vistvernd í
verki“. Mikið vatn hefur runnið til
sjávar á þeim tíma. Loftur hjólar nú
daglega í vinnuna, um tuttugu mín-
útur hvora leið og hefur svo sann-
arlega fundið fyrir hreyfingunni.
Ekki svo að skilja að þyngdin hafi
verið að sliga okkar mann en hann er
samt sem áður allur léttari á fæti. Því
hafa séra Seamus og hinir félagarnir
í bumbuboltanum fengið að kynnast.
Loftur dansar nú í kringum þá eins
og ballerína.
„Ef þú reynir þetta aftur, þá verð-
ur þú jarðaður,“ þrumaði séra Sea-
mus í síðasta tíma þegar Loftur
renndi knettinum lymskulega milli
fóta hans. „Í Jesú nafni!“
Burt með bílveiki og plastpoka
Langt er síðan „bílveikur“ morg-
unverður hefur verið á borðum hjá
okkar fólki. Nú hámar það í sig súr-
mjólk úr stórri hyrnu og ávexti sem
Þegar við kynntumst vinum
okkar, Lofti Hreinssyni, Ísa-
fold Jökulsdóttur og börnum
þeirra í Grafarvoginum fyrir
sex vikum voru þau á kross-
götum. Fram að því höfðu
þau látið sér hlýnun jarðar
og loftslagsbreytingar af
mannavöldum í léttu rúmi liggja en seglin snerust þannig að þau ákváðu
að taka upp vistvænna líf. Undanfarnar vikur höfum við fylgst með þeim
vaxa og dafna á vistvæna vísu og nú er svo komið að þau hafa braut-
skráðst með láði úr verkefninu „Vistvernd í verki“. Áfanginn er stór á
þessari göfugu vegferð en samt sem áður eru
þau hvergi nærri fullnuma, brýnt er að vera
áfram á varðbergi – jörðin kallar sem aldrei
fyrr. Og hana höfum við aðeins að láni.
Loftur
Hreinsson
Ísafold
Jökulsdóttir
Snæfríður Sól
Loftsdóttir
Hreinn
Loftsson
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur | ben@mbl.is
og Orra Pál Ormarsson | orri@mbl.is
Teikningar: Andrés Andrésson
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson og fleiri
Umbrot: Harpa Grímsdóttir
Grafík: Guðmundur Ó. Ingvarsson
Út í loftið
Fjölskyldan