Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 23
spila upprunalegu plötuna á gat. En það er og athyglisvert að þetta er raunverulega í fyrsta skipti sem U2 ræðst í endurútgáfu af einhverju viti. Plötur þeirra hafa ekki gengið tíu sinnum í gegnum „bætt stafræn hljómgæði“ ferilinn eins og plötur sumra og enn eru til lög með sveitinni sem lúra á gömlum vínyl og hafa ekki enn komið út stafrænt (t.d. önnur smáskífa sveitarinnar, „Another Day“. Og gaman væri nú að geta nálg- ast „J. Swallow“, líklega skrítnasta – og eitt besta – lag sveitarinnar. Það lag er reyndar til á fjögurra laga geisladisk sem er æði sjaldséður). B-hliðar í A-flokki Eins og áður hefur verið vikið að fær auka- diskurinn vatnið til að seytla fram í munninn. Fyrir það fyrsta er þar að finna allar þær b- hliðar sem fylgdu smáskífunum sem voru gefn- ar út í tengslum við plötuna. Á tímabili var Jos- hua Tree hugsuð sem tvöföld plata og það út- skýrir sumpart þann háa gæðastaðal sem er á þessum b-hliðarlögum en þar fyrir utan var hljómsveitin einfaldlega á feiknaflugi varðandi sköpunina. Lögin eru „Luminous Times (Hold On To Love)“, „Walk To The Water“, „Spanish Eyes“, „Deep In The Heart“, „Silver And Gold“ (önnur útgáfa en sú sem prýddi safnplötuna Sun City en hana er einnig að finna á diskinum), „Sweetest Thing“ (upprunalega lagið, ekki end- urhljóðritunin frá 1998 sem mun lakari) og „Race Against Time“. „Deep in the Heart“ er sá gimsteinn sem skín skærast hér, eitt besta lag sem U2 hefur gert og hefði setið glæsilega inni á plötunni. Fyrir mína parta hefði þess vegna mátt kippa „In God’s Country“ og „Trip Thro- ugh Your Wires“ út og setja eitthvað af ofan- töldum lögum inn í staðinn (fyrir utan „Race Against Time“ sem er einfalt lag án söngs (instrumental þ.e.)). Einnig er „Where The Streets Have No Name“ á diskinum, í sérstakri klipptri útgáfu sem var keyrð í útvörp á sínum tíma. Síðan eru fimm lög sem fá mann virkilega til að fara upp á afturlappirnar, lög sem voru tekin upp í kringum Joshua Tree en voru ekki notuð – og hafa aldrei heyrst fyrr en nú. Lögin heita „Beautiful Ghost“/ „Introduction to Songs of Experience“, „Wave of Sorrow (Birdland)“, „Desert of Our Love“, „Rise Up“ og „Drunk Chicken“/„America“. The Edge talar mikið um „Wave of Sorrow (Birdland)“ í skrifum sem fylgja endurútgáfunni, að sveitin hafi reynt hvað hún gat til að klára þetta fína lag en það hafi ekki tekist á sínum tíma. Ákveðið hafi verið að geyma það frekar en að „eyða“ því á b-hlið og nota það á næstu plötu en allt kom svo fyrir ekki og það er búið að safna ryki í öll þessi ár. Bono hljóðritaði svo nýjan söng á lagið, sérstaklega vegna endurútgáfunnar. Goðsögur Á mynddiskinum er að finna átján laga tón- leika frá 4. júlí 1987 sem teknir voru upp í París. Einnig er þar fjörutíu mínútna heimildarmynd, Outside It’s America, og áður óséð myndband við „With Or Without You“. Mest er þó um vert að í fyrsta skipti er gert opinbert myndband sem leikstjórinn – og landi U2 manna – Neil Jor- dan (The Crying Game) gerði við lagið „Red Hill Mining Town“ en mikið hefur verið talað um það í hring U2 aðdáenda og hefur umræðan tekið á sig goðsögulegan blæ með tímanum. Ástæða myndbandsins er sú að lagið var hugsað sem þriðja smáskífa plötunnar (á eftir „With Or Without You“ og „I Still Haven’t Found What I’m Looking For“) en sveitin sá sig um hönd á síðustu stundu og „Where The Streets Have No Name“ var gefið út í staðinn og myndbandið sett upp í hillu – þar til nú. Öll þessi útgáfuform komu út í Bandaríkj- unum í upphafi vikunnar en útgáfa annars stað- ar í heiminum – og þar með talið hérlendis – verður mánudaginn 3. desember, eftir rétt rúma viku. Í HNOTSKURN »The Joshua Tree – afmælisútgáfan –kemur út á fjóra mismunandi. Fyrst ber að nefna einfaldan disk, sem búið er að endurhljómjafna. »Þá er það viðhafnar- eða deluxe-útgáfa, en þar verður að finna auka- disk með fjórtán sjaldheyrðum eða áður óheyrðum lögum. Einnig verður þar 36 síðna bæklingur. »Þá er það útgáfan sem á efalaust eftirað rata í jólasokkana en þar verður, auk hljómdiskanna tveggja, að finna mynddisk auk 56 síðna bókar sem er harðspjalda. »Vínylnördar fá þá sinn skammt líka,vínyllinn verður tvöfaldur og með- fylgjandi verður 16 síðna bæklingur. undanfarna mánuði og hvað sem mönnum kann að finnast um aum- ingja Englendingana eru fá lið þess umkomin að reka þeim slíkan kinnhest í höfuðvígi þeirra, Wembley. Potturinn og pannan í þeim að- gerðum er hinn smái en knái mið- vellingur Luka Modric (22 ára) sem leikur með Dinamo Zagreb í heimalandi sínu. Hann stjórnar umferðinni og hefur afar næmt auga fyrir úrslitasendingum. Mar- tröð allra varna. Mikið má vera ef hann verður ekki kominn á mála hjá einu af stórliðum Evrópu næsta sumar. Helsti markaskorari liðsins er Eduardo da Silva (24 ára). Hann er af brasilísku bergi brotinn en lék um árabil með Dinamo Zagreb og fékk króatískt ríkisfang fyrir fimm árum. Eduardo hefur gert 13 mörk í 20 landsleikjum og var heldur betur iðinn við kolann í undan- keppni EM. Eduardo gekk í raðir Arsenal í sumar en hefur enn ekki sýnt sitt rétta andlit þar á bæ. Eduardo fann ekki þúfuna sína á Wembley og þá kom til skjalanna Mladen Petric (26 ára), önnur örv- fætt skytta, og það var á endanum hann sem hryggbraut Englendinga með þrumufleyg af um 30 metra færi. Petric hafði alið allan sinn sparkaldur í Sviss, þangað sem hann flúði með fjölskyldu sinni í stríðinu, þegar Borussia Dortmund festi kaup á honum í sumar. Þar hefur hann farið af stað með látum og gert 6 mörk í Búndeslígunni. Olic hinn óþreytandi Af þessum kempum ólöstuðum var það þó Ivica Olic (28 ára), leik- maður HSV í Þýskalandi, sem stal senunni í Lundúnum í vikunni með kraftmiklum leik og góðu marki. Hann er skemmtilegt mótvægi við Modric og Eduardo í sókninni. Annars er valinn maður í hverju rúmi í liðinu. Bakvörðinn Vedran Corluka, Man. City, og útherjann Nico Kranjcar, Portsmouth, þekkj- um við úr ensku knattspyrnunni. Bræðurnir Nico og Robert Kovac standa enn fyrir sínu enda þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði, 36 og 33 ára, og Darijo Srna er traustur. Stipe Pletikosa hefur ver- ið aðalmarkvörður liðsins um ára- bil og varnarmennirnir Dario Šimic, AC Milan, og Josip Šimunic, Hertha Berlin, eru hoknir af reynslu. Þetta er ekki árennileg mann- höfn. Hvað gerir hún á EM næsta sumar? Reuters Skæður Ivica Olic rennir knettinum í netið og gerir annað mark Króata á Wembley. Fróðlegt verður að fylgjast með liðinu í lokakeppni EM í sumar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 23 myndin? PIPAR • S ÍA • 7 2 3 1 9 Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.isOpnunartími: virka daga 9-18 | laugardaga 12-17 Yamaha RX-V1800 x 130W, RMS (7.1) olby TrueHD og DTS-HD Master Audio x HDMI 1.3a ppskölun í HDMI: 1080p Full HD od Ready Verð 129.995 kr. Yamaha RX-V3800 7 x 140W, RMS (7.1) Dolby TrueHD og DTS-HD Master Audio 5 x HDMI 1.3a / LAN tengi / USB tengi Uppskölun í HDMI: 1080p Full HD iPod Ready Verð 179.995 kr. Með Yamaha heimabíómagnara færðu enn kröftugri hljómburð úr stóra flatskjánum þínum. Stór mynd og öflugt hljóð haldast í hendur. Tengdu líka DVD-tækið og flakkarann við magnarann og síðan magnarann við sjónvarpið. Þá verður allt magnað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.