Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 65 árnað heilla ritstjorn@mbl.is 50ára afmæli. Fimmtugurer í dag, 25. nóvember, Páll Jóhann Pálsson, útvegs- bóndi í Stafholti, Grindavík. Páll verður að heiman á afmæl- isdaginn en mun bjóða vinum og vandamönnum upp á jóla- glögg í hesthúsinu (hátíðarsal) 15. desember næstkomandi. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja. Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilk. og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er sunnudagur 25. nóvember, 329. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.) Netsvar er nýtt samstarfs-verkfeni SAFT: Heimilis ogskóla, Barnaheillar og Póst-og fjarskiptastofnunar. Hlíf Böðvarsdóttir er verkefnisstjóri hjá SAFT: „Netsvar er vefsíða þar sem við söfnum á einn stað upplýsingum handa börnum, foreldrum, kennurum, ömmum og öfum og öðrum áhugasöm- um um umgengni um Netið og aðra ný- miðla,“ segir Hlíf. „Bæði lúta upplýs- ingarnar sérstaklega að notkun barna á þessum miðlum, en einnig eru upplýs- ingar almenns eðlis um netöryggi, s.s. hvað ber að varast þegar verslað er á netinu.“ Framandi heimur Hlíf segir mörgum foreldrum þykja þeir vera utangátta þegar kemur að þeim tækni- og tölvuheimi sem börn og unglingar hrærast í í dag: „Þeir vita kannski ekki hvað Youtube eða MSN er, og er Netsvari ætlað bæði að kynna fólk fyrir þeim æsispennandi mögu- leikum sem netið býður upp á, um leið og fjallað er um helstu hætturnar.“ Upplýsingarnar á Netsvari eru flokkaðar á einfaldan og aðgengilegan hátt: „Leitast er við að hafa upplýsing- arnar á síðunni stuttar og hnitmiðaðar, og skrifaðar á aðgengilegu máli. Við hvern upplýsingamola geta gestir síð- unnar síðan sett inn skoðun sína á við- komandi vandamáli, eða sent okkur fyr- irspurn ef þeim tekst ekki að finna þær upplýsingar sem leitað er að,“ segir Hlíf. Meðal gagnlegra upplýsinga á síð- unni nefnir Hlíf fræðslu um aldurs- og innihaldsmerkingar tölvuleikja: „Við kynnum m.a. þau tákn sem tölvuleikja- framleiðendur nota til að merkja leiki sína. Þannig táknar hnefi að ofbeldi er í leiknum, og mynd af sprautu varar við að leikurinn sýni eða vísi í fíkniefna- notkun. Mikilvægt er að foreldrar skilji þessar merkingar, svo börn séu ekki að spila leiki sem þau vantar þroskann til að skilja,“ útskýrir Hlíf. „Einnig eru á síðunni upplýsingar um einelti á netinu, hvaða hlutverki vinahópasíður eins og Myspace gegna í félagslífi barna og unglinga í dag og með hvaða hætti ein- elti birtist þar.“ Slóðin er www.netsvar.is. Börn | Netsvar.is veitir upplýsingar um hættur og möguleika netsins Leiðarvísir um netnotkun  Hlíf Böðv- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1976. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1996, BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2002 og MEd- gráðu í lýðheilsu- og kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Hlíf starfaði sem fjármálastjóri um fimm ára skeið, en er nú verkefnastjóri hjá SAFT og kennari hjá Keili. Hlíf er gift Kristmanni Rúnari Larssyni við- skiptafræðingi og eiga þau börnin Tönju Rún og Jakob Lars. Tónlist Austurbær | Védís Hervör heldur tónleika 28. nóvember kl. 21, í tilefni af útgáfu nýrr- ar plötu, „a beautiful life-recovery proj- ect“. Miðasala er á www.midi.is og í miða- sölu Austurbæjar. Bústaðakirkja | Tríó Nordica ásamt fé- lögum leikur hjá Kammermúsíklúbbnum kl. 20. Sjá kammer.is Bækur Bókasafn Kópavogs | Þrír barnabókahöf- undar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Kórnum, kl. 14. Jónína Leósdóttir les úr Kossar og ólífur. Þórarinn Eldjárn les úr bók þeirra Sigrúnar Eldjárn, Gælur, fælur og þvælur. Þórarinn Leifsson les úr Leynd- armálið hans pabba. Uppákomur Perlan | Nýfundnaland og Labrador er heiti markaðstorgs 20 fyrirtækja sem kynna og selja almenningi vöru og þjónustu í Perl- unni í dag kl. 11-18. Aðgangur er ókeypis. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð, kl. 14. Þriðji dagur í þriggja daga keppni. Nánar heimasíðu www.bf.is Fyrirlestrar og fundir Verkfræðideild HÍ | Á næsta fræðsluerindi Hins íslenska náttúrufræðifélags, mun dr. Ólafur Ingólfsson prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands segja frá rannsóknarleið- angri sem farinn var til Kalahari- eyðimerkurinnar í Suður-Afríku og Botsw- ana síðastliðið vor. Fyrirlesturinn er kl. 17 VRII, stofu 158. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895-1050. GA- fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Hægt er að fá hjálp með því að hringja í síma 698-3888. Frístundir og námskeið Yggdrasill | Fæðingarfræðsla kl. 12-16, fyrir foreldra. Frætt er um hið náttúrulega fæð- ingarferli; hreyfingu og líkamsbeitingu, hollráð, fæðingarmyndbönd o.fl. Nánari uppl. á www.draumafaeding.net ZEPPELIN NT, stærsta loftfar heims, flýgur yfir Tók- ýó í Japan í gær. Loftfarið er 75 metra langt og eiga ferðamenn í borginni möguleika á því að fara í skoð- unarferð með því gegn gjaldi. Stolt flýgur fleyið mitt Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Aðventuskemmt- un 7. des. kl. 17. Söngur og gamanmál, systurnar Ingibjörg og Sigríður Hann- esdætur. Jólasaga, Arnar Jónsson leikari. Hátíðarsöngvar, Kammerkór Mosfellsbæjar. Jólahlaðborð frá Lárusi Loftssyni. Miðaverð 3.500 kr. Skrán- ing í s. 535-2760 f. miðvd. 5. des. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa FEBK, Gullsmára 9, er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30, s. 554-1226. Í Gjábakka er opið á miðvikudögum kl. 15-16, 2. 554- 3438. Félagsvist í Gullsmára á mánu- dögum kl. 20.30, í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Aðventuhátíð 30. nóv. kl. 20, hugvekju flytur Karl Sigurbjörnsson biskup, kór FEB syngur jólasálma, leik- þáttur, getraun o.fl., kaffiveitingar. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er m.a.: þriðjud. kl. 9 glerlist/ glerskurður og fimmtud. frá hádegi myndlist. Alla föstud. er leikfimi o.fl. í ÍR-heimilinu v/Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Jólapakkaskreyt- ingar 27. nóv. og 4. des. kl. 16. Föstu- dag 30. nóv. Jónas Hallgrímsson: Sveinn Einarsson og skáldin í Skap- andi skrifum frá Gjábakka. Sama dag er opnuð málverkasýning Stefáns Bjarnasonar. Ósóttir miðar á Vínarhl. 5. jan. til sölu. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30- 11.30. Hringdansar í Kópavogsskóla á þriðjud. kl. 14.20. Ringó í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á laugard. kl. 9.30, línudans í Húnabúð á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun kl. 10 mun gönguhópur ganga frá Graf- arvogskirkju. Slysavarnadeildin Hraunprýði | Jóla- hlaðborðið í Skútunni 27. nóv. kl. 19.30. Hörður Torfason syngur og Vig- dís Grímsdóttir les úr bók sinni „Bíbí“, jólahappdrætti og hugvekja. Að- göngumiðar eru seldir í Dalakofanum í Firði og Kakí, Strandgötu 9-11. Vesturgata 7 | Jólafagnaður 7. des. Húsið opnað kl. 17, veislustjóri Raggi Bjarna, Sigurgeir við flygilinn, jóla- hlaðborð, kaffi og eftirréttur. Pétur Einarsson leikari fer með gamla ást- arsögu. Barnakór Háteigskirkju. Hug- vekja í umsjón séra Önnu Sigríðar dómkirkjuprests. Fjöldasöngur. Hljóm- sveit Hjördísar Geirs. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Starf eldri borgara kl. 13-16.30. Spilað, föndrað og handa- vinna. Gestur kemur í heimsókn. Dómkirkjan | Kolaportsmessa á Kaffi Porti kl. 14. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina frá kl. 13.30. Fyr- irbænum er safnað fyrir stundina. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar halda utan um guðsþjónustuna. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11, kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn samkoma kl. 14 þar sem Sigrún Ein- arsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð, barnastarf og brauðs- brotning og að henni lokinni verður kaffi og samfélag. Basar kirkjunnar verður 2. des. Laugarneskirkja | Harðjaxlar halda fund undir handleiðslu Stellu Rúnar Steinþórsdóttur og Þorkels Sig- urbjörnssonar kl. 16 (7. bekkur). Óháði söfnuðurinn | Guðsþjónusta verður með léttu sniði kl. 14. Kórstjór- inn Kári Allansson leiðir kórinn. Barna- starf á sama tíma og maul eftir messu. SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund að nú birtist skráningin á netinu um leið og skrásetjari staðfestir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leið- réttingaforritið Púkann til að lesa yfir textann og gera nauð- synlegar breytingar. Einnig hefur verið gerð sú breyting að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkjustarfs tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er lesinn yfir. Breytingar á skráningu inn í Stað og stund Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.