Morgunblaðið - 26.04.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.04.2008, Qupperneq 1
ÖKUMENN á götum borgarinnar veittu því margir hverjir athygli hversu auðvelt var að komast leiðar sinnar í morg- unumferðinni í gærmorgun. Í stað þess að mjakast hægt áfram í löngum bílaröð- um gekk umferðin nánast smurt. Sam- kvæmt tölum frá umhverfis- og sam- göngusviði Reykjavíkur voru þremur þúsundum færri bílar á ferðinni í gær milli kl. 7 og 9 í Ártúnsbrekkunni og Kringlumýrarbrautinni en á sama tíma fyrir viku. Á sama tíma bárust tilkynn- ingar um að lokað væri hjá nokkrum fjölda fyrirtækja vegna árshátíðaferða. Vafalaust hafa margir líka notfært sér tækifærið og tekið sér aukafrídag í tengslum við rauðan frídag á fimmtudegi. Þúsundum færri bílar á götum borgarinnar STOFNAÐ 1913 113. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RÚMT ár er liðið frá því Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir sínar um 240 manna varalið lögreglu og vekja þær hugmyndir spurningar um hvort at- burðir í ætt við þá sem urðu við Rauðavatn á miðvikudag kalli á slíkt varalið. Að sögn Harðar Jóhannessonar, varalögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, var lögreglan nægi- lega vel mönnuð til að sinna verkefninu og jafnframt var unnt að halda úti eftirliti ann- ars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar mest var voru um 80 lögreglumenn við Rauðavatn að fást við mótmælendur. Almennt er ákveðinn fjöldi lögreglu- manna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vakt á hverjum tíma ásamt dagvinnu- mönnum í rannsóknardeildum, umferðar- deild og víðar. Unnt er að kalla menn af þessum deildum út í stór og aðkallandi verkefni og við þetta bætast lögreglumenn á frívöktum. Reyndi á viðbúnaðinn á miðvikudag „Við höfum verið með þennan viðbúnað í nokkurn tíma og vorum viðbúnir því að grípa til aðgerða ef bílstjórar stoppuðu og færu úr bílunum. En það reyndi ekki á við- búnaðinn fyrr en þarna,“ segir Hörður. Að hans mati hefði ekki þurft 240 manna varalið lögreglu í útkallið við Rauðavatn á miðvikudag, en hann bendir hins vegar á að ef til vill myndi öðruvísi horfa við ef varð- staðan þar hefði dregist á langinn. „Ef þetta stæði yfir í lengri tíma, þá kæmi varalið að gagni,“ segir hann Sérútbúnir lögreglumenn með skildi og hjálma með glerhlíf sem þjálfaðir eru í mannfjöldastjórnun voru mjög áberandi í aðgerðunum og segir Hörður að þeir gegni því hlutverki að „skerma“ af lögreglumenn við verkefni sín. Verkefni lögreglu hafi verið að leggja hald á flutningabíla þegar ljóst var að bílstjórarnir hlýddu ekki fyrirmælum. „Þótt gatan hafi verið lokuð allri almennri umferð, þá hefði verið hægt að hleypa um- ferð í gegn við neyðaraðstæður. Aðgerðin snérist um að taka bílana og bílstjórana sem höfðu raskað umferð.“ Engin kæra hefur borist á hendur lög- reglu vegna meints harðræðis. Lögreglan lítur ekki svo á að viðbúnaði vegna aðgerða bílstjóranna sé lokið og er því enn í við- bragðsstöðu. Morgunblaðið/Júlíus Viðbragð Lögreglumaður að skyldu- störfum við Rauðavatn í liðinni viku. Lögreglan er enn við öllu búin Varalið hefði ekki þurft við Rauðavatn Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÓLÍKLEGT er að sættir náist fyr- ir 1. maí og það mun hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga eins og hjartasjúklinga sem þurfa að leita aðstoðar á skurðdeildum spítalans,“ segir Sigurður Guðmundsson, land- læknir, um deilur á milli skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga og stjórnar Landspítala. Ekkert miðar í samkomulagsátt í deilunni. „Það er enginn grundvöllur fyrir því að semja,“ segir Vigdís Árnadóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunar- fræðinga. „Við munum ekki hætta við vaktabreytingarnar,“ segir Anna Stefánsdóttir, settur forstjóri LSH. Landlæknir segir erfitt að meta hversu lengi skurðdeildirnar geti haldið uppi neyðarþjónustu komi til uppsagna um hundrað hjúkrunar- fræðinga. „Þolmörkin eru væntan- lega nokkrir dagar en svo fer að gæta þreytu hjá þeim sem halda uppi þjónustunni,“ segir Sigurður. Landlæknir ræddi við stjórnend- ur spítalans og starfsmenn í gær. Hann segir landlæknisembættið ekki blanda sér í kjaradeilur en þeg- ar deilan fari að hafa áhrif á þjón- ustu við sjúklinga, „þá fer þetta að verða okkar mál,“ segir Sigurður. „Við hófum samræður við starfs- menn deildanna fyrir fjórum árum og fólum fólki að vinna að ákveðnum hugmyndum sem ekki hefur gengið eftir,“ segir Anna Stefánsdóttir og vísar á bug orðum Erlu Bjarkar Birgisdóttur í Morgunblaðinu í gær um að hjúkrunarfræðingar hafi fyrst heyrt af breytingunum í jan- úar sl. „og við höfum tölvupósta sem sanna það,“ segir Anna. Neyðar- áætlun verður kynnt opinberlega á miðvikudag. „Við getum ekki annað en sagt upp og fyrir því liggja alvarlegar ástæður sem varða okkar hagi og öryggi sjúklinga,“ segir Vigdís Árnadóttir. „Við höfum engar áhyggjur af atvinnuleysi og margar hafa þegar fengið aðra vinnu. Vissu- lega hefðum við viljað vinna áfram við okkar sérfag en við ætlum ekki að sætta okkur við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru.“ Stál í stál á Landspítala Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri „Við munum ekki hætta við vakta- breytingarnar“ Morgunblaðið/ÞÖK Í hnút Neyðaráætlun fyrir skurð- deildir á Landspítala er í bígerð. Í HNOTSKURN »Breytingar á vaktafyr-irkomulagi skurð- og svæf- ingarhjúkrunarfræðinga fela m.a. í sér að í stað bakvakta verða hjúkrunarfræðingar á vöktum inni á spítala á kvöldin og um helgar. »Breytingarnar eiga að takagildi í þremur áföngum. Vigdís Árnadóttir hjúkrunarfræðingur „Það er enginn grundvöllur fyrir því að semja“ VEÐRIÐ hefur leikið við fólk á Andrésar Andar leikunum á skíðum í Hlíðarfjalli. Keppni hófst í fyrradag og lýkur í dag en að þessu sinni eru þátttakendur 765 á aldrinum 7-14 ára alls staðar að af landinu. Þessi unga stúlka var ekki meðal keppenda að þessu sinni, en ekki kæmi á óvart þótt hún spennti á sig keppnisskíðin áður en langt um líður. | 18 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rjómablíða í Hlíðarfjalli Andrésar Andar leikarnir JÁ, SJÓMENNSKAN SJÓARASTARFIÐ ER ÁKVEÐIN SLÖKUN FRÁ AMSTRI LÍFSINS, SEGIR SIGRÍÐUR GUÐNÝ >> 20 Hetjur >> 48 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík Sími 551 5600 • Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is Þægindi um land allt Komdu á Fossháls 5-9 og skoðaðu glæsileg Rockwood fellihýsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.