Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 23

Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 23
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 23 Eldhúsið Til stendur að opna meira milli eldhússins og stofunnar. Virðingarstaður Endurnar hennar Birtu litlu. Stigi Fallegur hringstigi niður í kjallarann fellur vel inn í umhverfið en fremsti hlutinn er parketlagður sem gefur myndinni sterkan svip. Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson LÍKT og margir vita hefir Prenz- lauer Berg í Berlín mikið aðdrátt- arafl fyrir listamenn og listunn- endur. Hefir þessi borgarhluti verið það bæði á tímum Austur-Þýskalands, sem og eftir sameininguna, þótt áherslurnar hafi verið eitthvað ólíkar. Í Austur- Þýskalandi sáluga var vissulega að finna þar marga listamenn sem stóðu um margt fyrir andófi gegn yfirvaldinu. Andófið var til dæmis að finna í hinum tiltölulega þekktu kirkjum Gethsemanekirche og Zionskirche. En það er önnur saga … Þessum greinarstúf er nefnilega ætlað að fjalla ögn um Kollwitz- platz í Prenzlauer Berg. Að vísu má auðveldlega tengja téðan stað við list og listamenn. Í nágrenni hans hafa einmitt fjölmargir slíkir aðset- ur. Og hvað er órjúfanlegur hluti þess að leggja stund á listsköpun? Jú, það er lífsnauðsynlegt að hafa knæpur, kaffihús og veitingastaði í næsta nágrenni. Hvað það varðar er Kollwitzplatz og nágrenni tilval- inn. En einmitt sakir þess væri ekki úr vegi fyrir svanga og þyrsta ís- lenska ferðalanga að staldra þar við. Staðarúrvalið er mjög mikið og stemningin er þægileg og vin- gjarnleg auk þess sem nágrennið er afar aðlaðandi með tilheyrandi garði við Kollwitzplatz sem og nær- liggjandi Wasserturmplatz, þar sem gamla vatnsturna er að finna. Svo er líka markaður þarna um helgar. Góður staður fyrir dragbít Einnig mætti mæla með því, sé staldrað við yfir helgi, að kíkt sé í „brunch“ á einhverjum staðnum. En slíkt nýtur talsverðra vinsælda meðal Berlínarbúa. Undirritaður gæti meira að segja gerst svo kræf- ur að mæla með einum; Bar Gagar- in við Knackstraße 22/24. Þar er líkt og gefur að skilja rússneskt í öndvegi og flestallt vel útilátið og bragðgott. Mælt skal þó með að komið sé við í tíma, þar sem fljótt vill ganga á birgðirnar. Kollwitzplatz sjálft dregur nafn sitt af hinni þekktu berlínsku lista- konu Käthe Kollwitz og er bæði þar að finna styttu af henni, sem og af- steypu af verki hennar Mutterliebe (móðurást). Einnig er þarna rétt hjá hið rómaða Kulturbrauerei . En þar má finna kvikmyndahús, diskó og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Að auki er skemmtilegur jólamarkaður þar yfir hátíðarnar. Alltént væri margt vitlausara en koma þarna við, til dæmis einhvern sunnudaginn. Og maður þarf ekk- ert endilega að vera listamaður eða listunnandi. Kollwitzplatz í Berlín Ljósmynd/Ólafur Markaðurinn Vinsæll viðkomustaður Berlínarbúa um helgar. Listakonan Käthe Kollwitz sem torgið dregur nafn sitt af. Næsta brautarstöð er Senefel- derplat. Þar fer lestin U2 um. Bar Gagarin, Knackstraße 22/24 www.bar-gagarin.de Su m ar tís ka n C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 • 101 Reykjavík Sími 561 6262 • www.kisan.is Rýmingarsala! Verslunin flytur í nýtt og enn glæsilegra húsnæði 25-40% afsláttur af öllum vörum Allt á að seljast Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.