Morgunblaðið - 26.04.2008, Side 50

Morgunblaðið - 26.04.2008, Side 50
50 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ RÁS eitt stóð fyrir tónleikum í Hafn- arhúsinu á fimmtudaginn þar sem frumflutt voru fimm rafverk sem erru öll byggð á verkum eldri tón- skálda sem eiga stórafmæli á árinu. Höfundar verkanna voru þau Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir, Guðmundur Vignir Karlsson, Gunn- ar Andreas Kristinsson, Ríkharður H. Friðriksson og Þuríður Jóns- dóttir. Afmælistónskáldin eru Atli Heimir Sveinsson, Þorkell Sig- urbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Páll P. Pálsson og Jórunn Viðar. Rafmagnað Heimilisleg stemning myndaðist í Hafnarhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Snemma beygist … Ungir sem aldnir hlustuðu með athygli. Rafsprengi á Rás 1 NÖRDAR eru lífseigari sem yrk- isefni aulagrínsmynda en bar- áttumenn fyrir betra hlutskipti á skólalóðinni. Matt Dillon fór trú- verðuglega með rustann í My Bo- dyguard, höfundar Drillbit Taylor sækja talsvert í þá þrítugu mynd og fleiri af svipuðum toga og fátt er um frumlegar pælingar. Þrír ólánlegir og kjarklitlir hall- ærislúðar eru ofsóttir frá fyrsta degi í gaggó, af illfyglinu Filkins (Frost), 18 ára eftirlegukind í menntakerfinu sem fær að lúskra á og niðurlægja þremenningana að vild. Til sögunnar kemur auðnu- leysinginn Drillbit (Wilson), sem lifir á sníkjum og þrífur sig í al- menningssturtu á ströndinni. Alls- ber, sem er gott dæmi um hug- myndaflug brandarasmiðanna. Hlutirnir æxlast þannig að Drillbit gerist lífvörður þremenninganna gegn gjaldi og hyggst nota þá og foreldra þeirra sem féþúfu. Inn við beinið er Drillbit hinn besti drengur og leysir að lokum vanda- mál nördanna á sinn hátt. Hér stingur upp kollinum enn ein myndin á skömmum tíma sem er leikstýrð, skrifuð eða framleidd af Judd Apatow, sem á m.a. þátt í gleðigjöfunum Knocke’d Off og Forgetting Sarah Marshall, sú síð- arnefnda er reyndar enn í sýn- ingum hérlendis. Drillbit Taylor sannar á hinn bóginn að Apatow– verksmiðjan á jafn-auðvelt með að hlunkast niður á meðalfram- leiðsluvöru, myndin er einfaldlega hroðvirknislega unnin og sækir að auki efnið á ofveidd mið. Þre- menningarnir eru slitnar klisjur en Frost er bærilega óforskamm- aður sem ótuktin Filkins. Wilson er oftar en ekki liðtækur gam- anleikari en getur lítið moðað úr ótrúlegri persónu Drillbits, labba- kúts sem fær allt upp í hendurnar ef honum aðeins hugkvæmist að taka þær úr vösunum. Sem ádeila á pörupilta og einelti eða stuðn- ingur við hornrekurnar í nem- endahópnum er myndin einnig léttvæg fundin. Skólalóðin og lúðarnir Ofveiði „Myndin er einfaldlega hroðvirknislega unnin og sækir að auki efnið á ofveidd mið.“ Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Sambíóin, Laugarásbíó Leikstjóri: Steven Brill. Aðalleikarar: Owen Wilson, Leslie Mann, Danny McBride, Josh Peck, David Dorfman, Alex Frost. 100 mín. Bandaríkin 2008. Drillbit Taylor bbmnn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.