Skinfaxi - 01.11.1938, Page 1
Skinfaxi II. 1938.
JÓHANNES
ÚR KÖTLUM :
Átján
systur.
(S.l. sumar heimsótti skáldið Færeyjar, systurnar 18 i Atl-
antshafi. Myndina, sem hér fylgir, tók ritstj. Skinfaxa af hon-
um þar í eyjunum.)
Og Atlants-særinn hin bláa, volduga vagga,
um víðáttur allar dúnmjúka sængina breiðir,
og lognaldan bylgjast, uppspretta eilífra dagga,
— í augum djúpsins speglast himinsins leiðir.
Hin ástmilda ró vors upphafs hnígur að barmi,
og andi vor leitar að hvíld frá baráttu og harmi.
Og þrá vor horfir í dagsins dulræna mistur
og draumljúfir geislar í vitund farmannsins skína.
— Þá stíga þær hljóðar úr öldunum, átján svstur.
ungar og fagrar — og rétta fram höndina sína.
Þær rísa upp úr vöggunni, bjartar og háar, og benda:
hér býðst oss hvíldin, — nú er vor ferð á enda.