Skinfaxi - 01.11.1938, Page 3
SKINFAXl
83
Sten Selander:
Æ s k a •
Þegar haustkappleikar skólaæskunnar sænsku
stóðu yfir og ófriðarblikan grúfði svörtust yfir
Mið-Evrópu, birti rithöfundurinn Sten Selandei
eftirfarandi gein í „Svenska Dagbladet" i Stokk-
hólmi.
Hefir nokkurntíma liöið blessaöri septemberdagur?
011 SvíþjóÖ gæddi sér á sólskinsblíðunni; siðustu korn-
hlössunum var ekið lieim, rófurnar þrútnuöu, eplin
gerðust hnötlótt undir skafiieiöum himni, í lofti, sem
var ldýtt eins og ástaratlot, um allt hið gæfusama land
hundrað ára friðar.
Og allra vinalegasl skein sólin yfir Iþróttavöllinn.
Því að þar vafði bún geislum það fegursta og dýr-
mætasta, sem vér eigum: æsku vora. Stóra tígulsteins-
skálin var eitt einasta syngjandi svölubreiður, með
ungum, Ijómandi röddum. Öruggir smástrákar með
hnöttóttar kinnar og í þremur númerum of stórum
pokabuxum; háváxnir menntaslcólapiltar með húfuna.
myndarlega ballandi yfir óklipptu, ljósu liári; stúllcur
í karlmanna-vinnubuxum, sem reyna árangurslaust að
hylja ungan og ókúganlegan kvenleik þeirra: hvar eru
til ómótstæðilegri áhorfendur? Og þarna niðri á vellin-
um var kvikt af öðrum, sífellt nýjum og nýjum aisku-
lýð. Heilir skarar drengja og stúlkna þjóta eftir lilaupa
brautinni; straumur fagurlimaðra líkama flýgur yfir
liástökksslána; kastkringlan svífur nokkur hundruð
sinnum í mjúkum boga gegn um sólhlýtt loftið. Getur
vel verið, að afrekin séu ekkert sérlega merkileg. En
hverju skiptir það, hverju skipta bláköld, steindauð af-
rek? Eitt hið fegursta og blóðheitasta, sem vér eigum,
6*