Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 7

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 7
SKINFAXl 87 Aðalsteinn Sigmundsson: Landvörn. i. Sögur herma, að þegar land vort byggðist, hafi það verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Og víst er að þá, eftir langa og algera friðun, hefir gróður landsins verið svo stórum mun meiri en nú og náð viðar yfir, að ólíku er saman að jafna. I meira en þúsund ár hefir þjóðin stundað rányrkju á landinu — tekið gróður þess og gróðrarefni og gefið ekkert í staðinn. Allt það tímabil hefir mannfehöndin hjálpað náttúruöfluniim og náttúruöflin veitt mannshöndinni lið til að reyta af Fjallkonunni grænu gróðurklæðin, sem prýddu liana og skýldu lienni. Gróðurinn liélt raka í jarðvegi hennar og batt frjómold hennar með rótum sínum, svo að vmdar og veður fengu eigi grandað. Þegar skóginum var eytt og annar gróður átti í vök að verjast fyrir beit, tók landið að blása. Gróðurmoldin fauk út i veður og vind, en stór landsvæði urðu jarðvegslaus, örfoka — berir gróðurlausir melar og sandar. Eftir því sem fok- sárin verða fleiri og stærri, því víðar nær vindurinn tökum og því liægra á liann um vik um eyðinguna. Þessi saga hefir verið að gerast síðustu aldirnar, og má víða sjá hana rista geigvænlegum rúnum i héröð og afréttalönd lands vors. Nægir að nefna Rang- árvelli sem skýrt dæmi þess. Þar er nú heilt stór- hérað sandur og auðn, en var áður skóglendi og að öðru leyti vel gróið, með þykkum jarðvegi, svo sem sjá má á torfunum, sem eftir standa á stöku stað. Þarna voru um eða yfir 90 býli, sem eydd eru og horf- in. En þar er líka eitthvert skýrasta dæmi þess, hvað mannshöndin getur gert til varnar og viðreisnar: Sand- græðslan í Gunnarsholti. Jörðin Gunnarsholt fór í eyði vegna sandfoks og hlásturs 1925, og var þó setið þar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.