Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 9

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 9
SKINFAXI 89 Þær landvarnir, sem liér er á minnzt, ern aðkallandi þjóðarnauðsyn. Og þess er ekki að dyljast, að ekki verður að þeim unnið svo, að viðunandi sé, um fyrir- sjáanlegan tima, nema mikil þegnskaparvinna og ærn- ar fórnir komi til. Því skal freistað, að vekja athygli ungmennafélaganna á þessu máli. Þau geta, ef þau vilja taka málinu verulegt tak, vakið þá áhugaöldu, sem leiði til framkvæmda. Leiði til algerðrar stöðvun- ar uppblátursins og græðslu þeirra sára, sem komin eru. Slíkt mundu óbornar kynslóðri áreiðanlega þakka vel. Skal þá ger hér stuttorð grein fyrir uppblæstri og sandfoki, og þeim störfum, sem unnin hafa verið því til heftingar. Sigurður Sigurðsson fyrv. búnaðarmálastjóri lýsir uppblæstri á þessa leið: „. .. . Þegar landið var numið, var friðun gróðurs- ins úti. Nýtt tímabil byrjar, sem leiðir til margra breytinga. Skógarnir liverfa, sem bezt bundu jarðveg- inn. Yeikt gróðrarteppi kemur í staðinn. Búpeningur treður og eyðir gróðri, einkum nýgræðingi. Ýmsar atbal'nir manna losa um jarðveginn. Uppblástur verð- ur afleiðing þessara breytinga. Hann myndast þar sem vindar og stormar geta náð tökum á jarðefnun- um og feykt þeim skennuri eða lengri leið. Jarðefnin eru laus, en mjög létt. Þau fjúka því auðveldlega. Orsök gróðraruppblástursins er í fyrstu sár í gróðrar- te])pið. Þetta sár getur verið lítið: örlítið flag, sauðfjár- stígar, götur eða troðningar. Yatnið lijálpar svo til að grafa þetta; það getur og stundum valdið landbroti. Áhrif utan að geta valdið sandfokinu, t. d. öskufall, sandfok fná sjávarströndum, landbrot eða leirur við vötn. Þar sem sandur eða ber jarðvegur liggur, þó einkum ef börð bafa myndazt, byrjar uppblásturinn. Vindurinn feykir ögnum jarðvegarins og grefúr æ dýpra og dýpra, þangað til komið er niður á fast und-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.