Skinfaxi - 01.11.1938, Side 17
SKINFAXI
5)7
beilt, að stöðva uppblástur, livar sem liann myndast,
og veita auðnunum skilyrði til að gróa upp.
2. Umf. i liéröðum, þar sem uppblástrar gerast eða
sandfok eru, geta beitt sér fyrir frjálsum vinnufram-
lögum félagsmanna og annarra, til heftingar uppblæstr-
inum og græðslu auðnanna. Um allt slíkt ber þeim
auðvitað að vera í samvinnu við sandgræðslustjórann.
-— Þá geta félög á slíkum stöðum unnið mjög þarft
verk með því, að breiða út þekkingu og skilning á
sandgræðslustarfseminni, t. d. nauðsyn algerðrar frið-
unar, og efla velvildarhug til starfseminnar og vilja til
að styðja hana.
3. Félög á stöðuin, þar sem atvinnuleysi er meðal
unglinga, gætu beitt sér fyrir þegnskaparvinnu þeix-ra
æskumanna, sem ekki fá launaða atvinnu, við að gi-æða
upp sanda. Mælti jafnvel hugsa sér, að unglingar gætu
sumstaðar skapað sér atvinnu við að í-ækta kartöflur
á sandgræðslusvæðum. Þær þrífast, svo sem kunnugt
er, bezt í sandjörð. En ennþá ríkir það hneykslunará-
standi í landinu, að vér kaupum inn frá útlöndum kar-
töflur fyrir upphæðir, senx skipta hundruðum þúsunda
ái'lega, og étum þó minni kartöflur hlutfallslega en
aðrar þjóðir.
Ungmennafélagsskapurinn í Reykjavík á að taka
þetta síðast nefnda atriði lil rækilegrar íhugunar — og
framkvæmda. Mætti það verða félaginu til sæmdar-
auka og virðingar, og veruleg bót á atvinnuleysi ungl-
inga í bænum, ef vel er á haldið. Suður á Reykjanes-
skaga, milli Sandgei'ðis og Býjarskers, er sandgræðslu-
girðing. Þar væri hægt að fá vel fallið land lil kartöflu-
ræktar. Til áburðar er vafalaust hægt að fá fiskiúr-
gang í Sandgerði, þang og jxara o. fl. Upixskei'an, ásamt
kartöfluverðlaununum, ætti að gela veitt nokkrum tug-
um unglinga sæmilegan sumarafrakstur. Og um leið
mundi slik ræktun hjálpa sandinum til að gróa upp.
7