Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 25

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 25
SKINFAXI 105 Ber ég kveðju bænum gamla, strýtukambi og steinahjalla, kambahlíð og kambabrúnum, Goðaborg og Goðsteinsmýri. Heilsa ég þér, Hafnartangi, sæbrattur með sölvafjöru, Eyfreyjarnes með ótal skúta, þangbása og þaraflúðir. Ber ég þér kveðju, Búlandstindur, fjallajöfur furðulegi, hamragoði hvass á brúnir, heiðurssmíð hagleiksjötna. Heilsa ég þér, Hálsfjall góða, djásnum prýtt og dýrum steinum, hjöllum, stöllum, rákum, rindum, rauðum skriðum, fossum, tindum. Ber ég þér kveðju, Berufjörður, vogumskornu vinastrendur. Blómgist bú, blessist arinn, flytjist föng í fagra voga. Heilsa ég dýrum Djúpavogi, hafnavali, vogasóma, sem að klettafaðminn fagra breiðir móti báti hverjum. Heill þér, Papey, hafs í auga, hamraborgin hafna-prúða, gestrisni og glæsimennsku heimkynni, og höfðingslundar. Vaki fólk og vaki dísir yfir fögru Austurlandi, þar sem áður átti ég Ieiðir; spretti blóm í spori hverju.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.