Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 31

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 31
SKINFAXI 111 Hér, sem annarstaðar, sést það ljóslega, að skáldinu lætur sérstaklega vel, að mála myndir sínar í stórum dráttum. Söm er andagiftin í kvæðum eins og „Leiðsla“, en þar, eigi síður en í mörgum sálmum hans, er það fegurðin og innileikinn, sem lieilla hugann, fremur en kyngikrafturinn. Dýrleg útsvn hlær við augum skálds- ins, er horfir „sem örn yfir fold“ af hátindum andans: „Eins og heilög guðs ritning lá hauður og sær, allt var himnesku gull-letri skráð, meðan dagstjarnan kvaddi svo dásemdarskær, eins og deyjandi guðs-sonar iiáð.“ Mælska séra Matthíasar, hið fágæta vald hans á móð- urtungu sinni, lýsir sér einnig kröftulega í þessum og öðrum afbragðskvæðum lians, sem eru „hrynhendur listar og lífs“. í höndum hans var íslenzkan „liundrað strengja harpa“. Og braglist lians var engu minni en orðsnilld hans; hann er jafnvígur á gamla og nýja hragarháttu. Hann hefir drukkið svo djúpt af lindum islenzkra fornkvæða og sagna, að málblær þeirra er runninn honum i merg og bein; engu skálda vorra lief- ir orðgnótt þeirra legið létlara á tungu. Meistaralega og sérkennilega fellir liann saman nýtt og gamall í orða- lagi og samlíkingum. Eigi er það þá nein tilviljun, að hann hefir sungið íslenzkri lungu hinn dýrasta lof- söng', sem henni hefir enn kveðinn verið, i kvæðinu al- kunna til fslendinga vestan liafs: „Hvað er tungan? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði, — hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, < andans form i mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs' í. farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.