Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 33

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 33
SKINFAXl 113 finnst mér meir, ef falla fáein ungbarns tár.“ „Skáldið aí náð! með fangið varma og víða“ kvað íslenzkur skáldbróðir séra Mattlnasar um hann látinn. Ekki var það mælt út í bláinn; samúðarfaðmur hans náði langt út fyrir landsteina íslands. Hann var að vísu rammíslenzkur en engu að síður sannur heimsborgari, sem vel Iiefði getað sagt með fornskáldinu rómverska: „Ekkert mannlegt tel eg mér óviðkomandi“. Yelferð mannkynsins alls lá honum þungt á Iijarta; hamfarir heimsstyrjaldarinnar skáru haim í hjartarætur, eins og fram keniur eftirminnilega í minningarkvæði hans um Shakespeare (1916): i_ f. „Heyri Albion, heyri allir lýðir orð áttræðs manns frá Utima Thúle — heyr þau Urðarorð, að með ofriki aldregi vinnast hin æðstu gæði. Sú ein ])jóð nnin sigri hrósa, er bezt skilur sína beztu menn; allur ofstopi er auðnuleysi, því að rétt og satt skal ráða heimi. Heyr þú, heyr höfuðengill skálda: Sér þú eigi hið vitstola veraldarstríð? Tak lúður þinn og lát hann gjalla ógnar-orði yfir æði þjóða. Blás hinar bölvuðu banavélar niður fyrir Niflheim og Nástrandir. Blás í hrottu blóðs og tára syndaflóð fyr en sekkur fold. Blástu, blástu bruna heiftir blindra lýða brott af jörðu! Blástu, blástu bræðra sættir, vek úr álöguni vitstola þjóðir!“ Séra Maithías var frjálslyndið sjálft i trúmálum, en jafnframt eldheitur trúmaSur. Ilann sá morgunroSa 8

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.