Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 36

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 36
116 SKINFAXi skólann 1895 og útskrifaðist liann þaðan með liárri einkun 1901. Sigldi liann þá til Khafnar og las mál þar við Háskólann: Þýzku sem aðalfag, ensku og frönsku sem aukafög. Lauk hann prófi með hárri einkunn 1908. Þá kvæntist hann og danskri konu, Rigmor Scliultz, sem lifir mann sinn ásamt tveimur börnum. Með tvær hendur tómar og nóga starfsorku kom Jón heim til Reykjavíkur ásamt konu sinni og tók þegar lil starfa sem tímakennari, bæði prívat og i ýmsum skólum, þar á meðal Menntaskólanum (1911). Leið ekki á löngu áður hann vrði þar fastur kennari (1914) í dönsku og þýzku. Það er á engan hallað, þótt fullyrt sé, að Jón hafi verið í röð hinna allra beztu kennara á sinni tíð. Al- vara hans og nákvæmni, sem þó aldrei varð að smá- smygli, voru góðir kostir á lcennara, og ekki spillti drenghmd Iians og réttsýni til. Jón virtist í raun réttri fæddur til að stjórna og var það þvi ekki undarlegt, þótt hæði lilýddu piltar honum af fúsu geði og skóla- stjórnin færi oft að ráðum hans. Það var þvi heldur engin furða þótt kunnugir litu til Jóns sem sjálfsagðs eftirmanns G. T. Zoega rektors. Hygg eg að Jón hafi orðið þess vís, og meðfram þessvegna varið heilu ári (1924—25) til að kynna sér kennsluaðferðir og skóla- fyrirkomulag í ýmsum löndum (Þýzkalandi, Sviss og á Norðurlöndum) svo að hann væri betur undir starf- ið búinn. Allir vita, að Jón fékk ekki rektoratið af póli- tískum ástæðum, en tillögur lians um endurbót skóla- lcerfisins komu út í mörgum ritgerðum á næstu árum og munu sumar þeirra hafa verið til greina teknar. Það var og í þessari l'ör, að Jón fékk hugmyndina um Les- arkasafnið til notkunar í barnaskólum, sem hann síðar gaf út. Snemma tókst Jón það á hendur að semja sínar eigin kennsluhækur. Merkastar þeirra eru eflaust Kennslubók í þýzku (1. útg. 1906) og Ágrip af danskri málfræði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.