Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 40

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 40
120 SIvINFAXI Aö sjálfsögðu hlaut Jón ýmsan frama fyrir starf- semi sína. Hann var meðlimur Vísindafélags Islendinga frá upphafi, og háskólinn gerði hann að lieiðursdoktor 17. júní 1936. Enn hefi eg séð þess getið að þýzkt vís- indafélag hafi kosið hann lieiðursfélaga. Bækur Jóns munu flestar skráðar í bókaskrá Cornell bókasafnsins, en ritgerðir hans á tímabilinu 1918—30 hefir liann sjálf- ur skriáð í skýrslu Vísindafélagsins um meðlimi sína (Rvik 1930). Halldór Kriatjónssan: Tvö kvœði. I. í Núpsskóla. Hér skal orðuð og iðkuð kenning andann leiða í hærri sess, vitsins, hjartans og viljans þrenning verða eining og fólksins menning, ljósið, sem skín í lífi þess. Hingað skal æskunnar samlíf sækja svipmót hins komandi óskadags, — ekki hæfni til hrekkjaklækja, heldur vilja og hvöt að rækja boðorð hins eilífa bræðralags. Héðan skal æskan hugstór snúa heim til sín aftur sigurför, djörf og reif til að byggja og brúa, biðin hér skyldi undirbúa athafnalíf við íslenzk kjör.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.