Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 41

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 41
SKINFAXI 121 II. Hvar ertu? Sértu alþýðusinni í alþýðustétt, vinur öreiga og jafningi hans, ef þú villt handa sérhverjum vinna þahn rétt, sem er vöggugjöf frjálsborins manns, þá er baráttuhlutverk þitt göfugt og glatt, þú ert gagnlegur komandi tíð, þar sem tóbak og vín heimtar tífaldan skatt og það tærir hinn vinnandi lýð. Ertu sjálfstæðismaður með sjálfstæðis þrá? Viltu sjálfstæði fólks þíns og lands? Þá er hugsun þín örugg, þú hlýtur að sjá slíkan háska í lífsvenjum manns. Móti áfengi leggur þú dug þinn og dáð, allt þitt dæmi og hvetjandi orð, því hver sjálfstæðis hugsjón er svívirt og smáð með svalli við víndrykkjuborð. Ertu framsóknarmaður í ferli þíns lands? Viltu fegurri þjóðmenning sjá, þar sem heimilissælu hins hugsandi manns skapar hófsöm og starfandi þrá? Fyrir bindindi vinnur þá gjörvöll þín gerð vegna gleði hins daglega lífs, því hin eitraða nautn krefur voðalegt verð þar sem vantar til skeiðar og hnífs. Ef þú vilt það, sem mönnunum væri til góðs, sértu vinur hins mannlega kyns, þá er auðvitað allt þér til mæðu og móðs þar, sem miðar og dregur til hins. Þá er vilji þinn einbcittur víninu gegn og að víkja því landinu úr. Vit, að ölvaður maður er óhæfur þegn. Vertu Islandi hollur og trúr.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.