Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 44

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 44
124 SKINFAXI um upp af eigin ramleik, komst á 100. ári8 og sá marga afkomendur sína vel bjargálna á bændavísu. Eg held, að bún hafi verið eiris fundvis á köllun sina í lífinu og riiörg alþýðukonan er riú iá tímum. 19. öldin er einhver merkilegasti tímirin i sögu lands vors, því að bún fóstraði þá bændastétt, sem hóf sig úr þeixn mestu þrengingum, sem þjóðin hefir nokkuru sinni ratað i. Allar framfarir á þessari öld eru reistar á þeim grundvelli, sem þá var lagður, því að án lians hefðum við sokkið ofan i það, að verða skrælingjar. Eg held, að æskumönnum i sveitum landsins sé hollara að minnast afreka þeirra bænda, sem þá lifðu, heldur en að hugsa sér þá sem aukvisa, sem yfirleitt liafi verið lirækt á. Og eg vona, að sá hugsunarliáttur nái aldrei að festa rætur með sveitaæsku þessa lands, að skoða sjálfa sig sem nokkurs konar hrákadall fyrir brjóstveik og geðill máttarvöld. Hennar bíða ýms verkefni, sem bjartsýnij og heilbrigðan metnað þarf til að leysa. Eg vil að lokum leyfa mér að vitna í mín eigin orð í kvæð- inu Þórólfur smjör: Þótt blásnir melar blasi við og ber og kalin storð og heyrist æðruorð, fær bjartsýn orka bjargi lyft og bætt vor þjóðarkjör, fær skrúðvöll gert úr skrældum mel og skóg úr hrjósturreit, svo klæðist kalin sveit og aftur rætist orðin þau, sem innti Þórólfur smjör. Minningarrit UJW.F.f. Sagnfræðingarnir Ólafur Hansson menntaskólakennari og dr. Þorkell Jóhannesson hafa skrifað rækilega ritdóma um bókina (i Alþýðublaðið og Tímann) og lokið á hana lofsorði. — Allir ungmennafélagar þurfa að eignast þetta glæsilega fræðirit um félagsskapinn. Og U.M.F.Í. má ekki við að tapa á útgáfunni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.