Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 45

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 45
SKINFAXI 125 Þorsteinn Mýrmann: H v ö t Tileinkað Ungmennafélögunum. Látið snjallan lúður frelsis hljóma! Ljósi dreifið vítt um byggðir lands! Stælið vöðva! Drepið svo úr dróma dug' og þor, svo aukist framtak manns. Starfið rækið! Starfið eykur dyggðir. Standið vörð um heiður, frelsi, rétt! Auðgið, fegrið fósturjarðar byggðir! Fræjum andans sáið vítt og þétt! Stefnið beint, þótt straumur sé á móti. Stæling veitir lausn á rammri þraut. Vonið djarft, svo viljinn niður brjóti vanans hraun og ryðji slétta braut. Þótt eigi fáist allt, sem hugur vildi, næst ætíð meira, ef takmark hátt er sett. Rennið ei, þótt rofnum vaidið skildi. Á rétti haldið, eindregið og þétt. Tímans andi tæti hið fúna niður. Titri láð af nýjum hetjumóð. Áfram, hærra! unga þjóðin biður. Æskufjörugt rennur víkingsblóð. Allt hið bezta, er aldir liðnar skrýddi, eflið, þroskið. Notið tímann vel. Gætið hófs; það göfga jafnan prýddi. Glapráð öll og sundrung bíði hel. Á meðan sól um sumarblíða daga sveipar hlíðar, fell og ás og tind, góðfræg þróist þjóðarinnar saga; þróttauðg jafnan sé hún fyrirmynd. Þjóðin geymi þrek og fagrar dyggðir, þroskist andans göfgi hverja stund. Farsæld skreyti fósturjarðar byggðir; fram svo lengi að dunar sær við grund!

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.