Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 48

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 48
128 SKINFAXI íþróttaiðkanir þýzkra barna hefjist þegar í fyrstu bernsku, á dagheimilum smábarna og barnagörðum. Og úr þvi er eigi linað á klónni — þvert á móti, i sifellu er hert á. Þegar börnin eru 10 ára gömul, taka barna- félögin við þeim. Drengirnir fá sinn einkennisbúning, — brúna úlpu, —■ og nú tilheyra þeir Jungvolk. Telp- urnar fá lika sm ytri auðkenni: hvita treyju, blátt pils, — og nú eru þær í Bund deutscher Mádel. Eftir fjög- ur ár flytjast drengirnir yfir i Hitler-æskuna, -—■ Die Hitler-Jugend. Þar eru þeir til 18 ára aldurs. Þá tekur þegnskylduvinnan við þeim í hálft ár. Að henni lokinni tveggja ára herþjónusta. En rauði þráðurinn í öllum þessum félögum og stofnunum er tvinnaður af tveim öðrum rauðum þráðum: pólitískri játningu þjóðernis- jafnaðarmanna og líkamlegri eflingu hins germanska kynþáttar. I þjónustu vígorðsins — sem próf. Roberts tilvitn- ar —■: Kynstofninum allt! — hefir stjórnin tekið öll áróðui-stæki nútímans: allan blaðakost þjóðarinnar, timarit, alla skóla landsins, æðri sem lægri, þúsundir þúsunda af allskonar félögum og félagsdeildum, kvik- myndir, útvarp, jafnvel — og ef til vill eigi sizt — skáld- skap og listir. En áhrif þessara reginátaka miljónanna eru og auðsæ. Æska þjóðarinnar hefir látið hrífast af öllum þessum áróðri og virðist i einlægri trúa því, að köllun hennar sé, að frelsa þjóðina og skipa henni forustusess meðal þjóða heimsins! Og hefir margur lagt á sig raun fyrir minna! Enda liggur þýzka æskan eigi á liði sínu. Gunnreif og glöð vinnur hún fyrir foringjann og föðurlandið, agar og þjálfar sig öll- um stundum. ----o---— Á Ítalíu og i Sovét-Rússlandi heita allir þessir hlutir öðrum nöfnum. En enda þótt vígorðin séu önnur, nafn- miðarnir með annarri áletrun, játningarnar aðrar og takmarkið annað, þá eru þó tækin og áróðurstæknin

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.