Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 51

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 51
SKINFAXI 131 Og vígorðið er hér: Keep fit, — „haldið yður starf- hæfum“. V. Skal eg nú gera nokkra grein fyrir meginlínunum i skipulagi „lireyfingarinnar“. Á síðastliðnu ári, 1937, samþykkti brezka þingið alls- herjarlöggjöf um málið. Heita lög þessi Physical Training and Recreation Act og eru allítarlegur bálkur. Skv. lögum þessum skal skipa*) „tvær ráðgefandi nefndir (lþróttaráð) til eflingar líkamsrækt, önnur fyrir England og Wales, hin fyrir Skotland. Forsætis- ráðherra skipar menn í nefndir þessar á hverjum tima. Aðalhlutverk nefnda þessara skal vera það, að vera rikisstjórninni til aðstoðar við rannsóknir og fram- kvæmdir í öllu því, er lýtur að eflingu og umbótum á líkamlegri velliðan þjóðarinnar með likamsæfingum og skemmtunum.” Allar styrkveitingar og aðrar fjárreiður skv. lögun- um fara um hendur fræðslumálaskrifstofunnár. (Board of Education) samkvæmt tillögum svonefndrar fjár- veitinganefndar, „er forsætisráðherx-a skipar til fram- kvæmdar lögum þessum . ... og nánari reglum, er f jár- málaráðuneytið setur.“ íþróttaráð „skal svo fljótt sem því verður við komið, gex*a í-áðstafanir .... til að setja á stofn héraðsnefndir á umráðasvæði sínu“ og skulu störf þeirx*a vei*a þessi: „1. Að athuga allar aðstæður til líkamsræktar og menningar á hverjum stað iá yfirráðasvæði þeirra, vekja og glæða áhuga ahnennings fyrir þýðingu slíkrar lík- í.msræktar og þjálfunar, og að hvetja menn á nefndar- svæðinu til að vinna að bættu fyrirkomulagi og þróun- arskilyrðum í þessum efnum. *) Allar tilvitnanir i löfíin eru skv. þýðingu hr. Birgis Thor- lacins, skjalþýðanda Stjórnarráðsins. 9*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.