Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 55

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 55
SKINFAXl 135 Eirikur J. Eiríksson: Sambandsmál. Sambandsstjórnin hefir nýlega sent frá sér bréf til félaganna. Af þeim sökum gerist bér ekki þörf ítarlegr- ar greinargerðar. Sambandsþing U. M. F. 1. var háð í Þrastalundi 11. og 12. júní s. 1. Fulltrúar voru 19 á þinginu. Sambands- stjórn var þar og öll. Ennfremur nokkrir gestir. Verð- ur nú gerð grein fyrir helztu þingmálum: Atvinnumálin. Haukur kennari Jörundarson ráðu- nautur sambandsins í landbúnaðarmálum var mættur á þinginu. Mikil ánægja kom fram á þinginu yfir gjörð- um stjórnarinnar i þessum málum. Kom fram mikill áhugi fyrir áframhaldandi leiðbeiningum í ræktun. Mun sambandsstj. undirbúa þessi mál í vetur, fyrir næsta sumar, í samráði við sérfróða menn. Hefir fé- lagsskap okkar opnast hér nýtt og merkilegt verksvið og hefir kunnur skólamaður liátið svo um mælt að hér liefðu ungmennafél. hafizt lianda um þjóðþrifamál er liklegt væri til þess að gera ungmennafélagsskapinn sterkan. í þessum málum samþ. þingið m. a. eftirfar- andi till.: Ef fjárhagslegur stuðningur fæst, felur þingið sambandsstjórn að ráða framvegis ráðunaut til umsjónar með ræktunarstai-fi unglinga og setja reglugerð um þá starfsemi og sé þar gert ráð fyrir, að hvert félag eigi sinn leiðbeinanda heima fyrir, sem starfi í sambandi við ráðunautinn.“ Atvinnuleysismál æskunnar við sjóinn voru einnig rædd og kom i ljós i þeim umræðum, að þessi mál verða leyst mjög á svipaða lund til sjávar og sveita. Þessi till. var samþ.: 12. sambandsþing U. M. F. í. að Þrastalundi 1938, felur stjórn samb. ásamt blutaðeigandi hér-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.