Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 57

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 57
SKINFAXI 137 Ennfr. samþ. þingið þessar till. í bindindismiálinu: a) Þing U. M. F. I. skorar á ríkisstjórnina að nota heimild í gildandi áfengislögum um að tak- marka það áfengismagn, sem selja megi sama manni í einu og í þvi skyni að taka upp notkun áfengisbóka. b) 12. þing U. M. F. í. skorar á næsta Alþingi að breyta áfengislögunum á þann liátt, að einstök lióruð fái ákvörðunarrétt um það, bvort þar sé áfengisútsala eða elcki. c) 12. þing U. M. F. 1. ályktar, samkvæmt till. frá U. M. S. B., að skora á Alþingi og ríkisstjórn að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu í sam- bandi við næstu alþingiskosningar, um það, livort leyfa skuli að flytja áfengi inn i landið eða ekki. Sambandsstjórnin er einhuga i þessum málum. Má minna á að sambandsritari hefir verið forseli bindindis- félaga í skólum, sem er félagsskapur er mjög hefir látið gott af sér leiða. íþróttamál. Þessar tillögur voru samþykktar þeim viðvíkjandi: Með því að nú er starfandi stjórnskipuð íþrótta- málanefnd, sem á að vinna að betri skipulagningu iþróttamáía í landinu, leyfir 12. sambandsþing U. M. F. í. sér að skora á áðurgreinda nefnd að hún taki eftirfylgjandi till. til greina og vinni að því að þær kröfur komist í framkvæmd: I. Að yfirstjórn íþróttamálanna í landinu sé jafnan þannig skipuð, að bún geti veitt glöggar upplýsingar um alll það, er varðar íþróttamál, og sé hverjum þeim skylt, félögum eða einstakling- um, sem njóta opinbers styrks, að leita álits hennar um nýjar framkvæmdir og starfshögun í íþrótta- málum. I þessari stjórn eigi U. M. F. I. jafnan einn fulltrúa. II. Stjórn íþróttamálanna sé gert að skyldu að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.