Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 60

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 60
140 SKINFAXl Ýnrs kostnaðui Mismunur . . . . Samtals kr. 13400.00 100.00 100.00 Útbreiðslumál. Eftirfarandi till. var samþ. á þing- inu: Sambandsþing U. M. F. I. felur sambandsstjórn- inni að senda menn í héraðsskólana og fleiri skóla í byrjun næsta skólaárs, til þess að fræða um stefnuskrármál ungmennafélaga og ræða við nemendur og kennara um möguleika til félags- stofnana innan skólanna þar senr félög eru ekki fyrir. Hér er um eitl megináhugamál sambandsstjórnar að ræða. Visast til greinar, er sambandsstj. hefir skrifað í Viðar, 2. ár, og ennfremur í heftið, sem út kemur í vetur. Á fundi sem héraðsskólakennarar héldu á Laug- um i Suður-Þingeyjarsýslu, átti sambandsstjóri og tal um þessi mál við ýmsa fundarmenn og mætti málstaður okkar þar hvarvetna samúð og áhuga. í vetur munu að minnsta kosti sumir skólanna verða heimsóttir. Mun siðar verða tækifæri til þess að skýra nánar frá gangi þessa máls i Skinfaxa. Þess skal hér aðeins getið, að hér er ekki verið að fitja upp á algjörri nýjung. Ungmennafélag starfar í Núpsskóla og hefir gert um langt skeið. Gefst sú starfsemi ágætlega. Er vinsæl meðal nemenda og telja prófdómendur á vorin þetta ekki ómerkasta þátt skólastarfseminnar. Sjá þeir blað skólafélagsins og sitja að jafnaði á síðasta fundi þess á vori hverju. Er hér margþætt verkefni framundan og þyrfti að myndast í hverjum unglingaskóla fyrirmynd- ar ungmennafélag. Ætti að mega vænta nokkurs af bændaskólunum i þessu efni. Frá íþróttaskólanum í Haukadal er og mikils að vænta um félagsskap i okkar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.