Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 62
142
SKINFAXl
þessu sinni. Hinsvegar á stjórnin í samningum við
menn, er líkindi eru til að ferðist um landið í vetur
og gæti komið til mála að sambandið styrkti þá litils-
háttar gegn því, að félögin nytu þeirra að einhverju
leyti.
Eftirfarandi tillaga var og samþykkt á þinginu:
Sambandsþing U. M. F. í. ályktar, að ung-
mennafélagar gjöri 17. júni að baráttudegi sín-
um með útgáfu rits, útvarpslcveldi og fundum og
skemmtanahöldum.
Svipuð tillaga var samþykkt á næsta þingi á undan
þessu. Hefir stjórnin og þegar gert nokkuð til þess að
framkvæma það, sem í tillögu þessari felst. Nú i vor t.
d. með úLvarpskvöldi. Er liér aðeins um fyrstu sporin
að ræða og verður að halda lengra í þessu máli, bæði
af hálfu sambandsstjórnar og einslakra félaga.
Fastur starfsmaður og fl. Effirfarandi tillaga var
samþykkt:
Sambandsþingið telur nauðsynlegt, að svo fljótt
sem fjárhagur leyfir, verði ráðinn fastur starfs-
maður fyrir sambandið og komið verði upp skrif-
stofu í Reykjavík, er verði miðstöð félagsstarf-
seminnar í landinu.
Eins og félagar munu vita, eru ekki enn fengin skil-
yrði til þess að auðið hafi verið að framkvæma það,
sem hér um ræðir. í tillögu þessari er nefnd félagsmið-
stöð í Reykjavík. Að liinu sama er vikið að nokkru í
annarri tillögu er samþykkt var á þinginu:
12. þing U. M. F. í. telur það æskilegt, að ung-
mennafélögin eignist hús í Reykjavík, sem verði
heimili félaganna. En þar sem fjárhagur sam-
bandsins og einstakra deilda þess er yfirleitt mjög
þröngur, en verkefni mörg, sem úrlausnar biða,
telur þingið ekki fær.t að hefjast handa um fram-
kvæmd þess máls nú þegar, en felur stjórninni að
athuga það nánar og leita álits og vilja félagsdeild-