Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 63

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 63
SKINFAXI 143 anna um það og leggja niðurstööur sínar fyrir næsta sambandsþing. Þetta mál er hérmeð borið undir hin einstöku félög. og þess vænzt, að þau atliugi það sem rækilegast. En í þessu sambandi er rétt að birta eftirfarandi samþykkt þingsins: 12. sambandsþing U. M. F. I. telur ekki bag- kvæmt fyrir sambandið að kaupa Þrastalund og starfrækja hann. Leggur nefndin því til, að hann sé ekki keyptur að svo stöddu. Þessi samþykkt er að vísu neikvæðs efnis en þessu máli ber þó að lialda vakandi. Væri það mjög glæsilegt að U. M. F. í. ætti Þrastalund eða annan slíkan sama- stað í sinum eigin reit. Væru þar þá skrifstofur sam- bandsins, en ekki i Reykjavík. Allir meiriháttar fundir væru haldnir þar og er sú venja að vísu þegar komin á. Húsbóndi þessa félagsheimilis væri svo um leið skóg- arvörður Þrastaskógar. Eftir er að geta eins markverðs er fram fór á þing- inu: Aðalsteinn Sigmundsson kennari baðst undan end- urkosningu sem sambandsstjóri, og það þótt mjög væri að honum lagt, að lialda áfram þessu starfi. I hans slað varð undirritaður fyrir valinu. Að öðru leyti er sambandsstjórn eins skipuð og áður. Ekki er ástæða til þess að þessu sinni, að meta afskipti Aðalsteins Sig- mundssonar af félagsskap okkar. Munum við enn um hríð fá notið starfskrafta hans og fagna félagar því, að hann befir tekið að sér að vera áfram ritstjóri Skin- fp.xa. Hins er að geta, að núverandi sambandsstjórn rnun mjög balda í þá átt framvegis er fyrrverandi sam- bandsstj. hefir gjört með tillögum sínum og aðgerðum. Hin nýja sambandsstjórn á við margvíslega erfiðleika að stríða, m. a. þá að liún á erfitt með samstarf vegna þess hve dreifð bún er. En við horfum vongóð til fram- tiðarinnar. Við teljum að félagsskapurinn liafi staðið af sér verstu álögin, þar sem óáran er undanfarins

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.