Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 68

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 68
148 SIÍINFAXI er haldin til þess að sjá, hvað hér er framleitt af prjóna- Vörum, velja úr þeim fyrirmyndir, og ákveða, hvernig ákvæð- isvaran á að vera. Þegar henni er lokið, gera forstöðukon- urnar sér vonir um, að geta komið hér upp sölumiðstöð, þar sem keyptur sé til útflutnings og sölu á innlendum mark- aði, íslenzkur ullarvarningur, og þar sem fyrirmyndir liggi fyrir til þess að vinna eftir. Það, sem hér liggur fyrir, er: 1. Á siðustu árum hefir íslenzka ullin fengið það orð á sig, bæði hér heima og erlendis, þar sem hún er J)ckkt, að engin önnur ull jafnist á við hana í skjólflíkur, og er Jiað vegna hinnar miklu fitu, sem er í henni. 2. Á hverju ári er flutt út mikið af óunninni ull með til- tölulega lágu verði, unnið úr henni með erlendum vinnu- krafti, og siðan jafnvel seld oss hingað aftur unnin. 3. íslenzkt prjónles er varla fáanlegt á erlendum mark- aði, og J)að, sem fæst, er J)á svo ljótt og illa unnið, að engin islenzk kona mundi vilja við ])að kannast, sem sitt verk, og ])rált fyrir J)að eru vinsældir J)ess svo miklar, að verzlunar- hús i Danmörku nota J)að sem auglýsingu, að J)au selji islenzk- ar prjónavörur, sem ])au hafa þó ekki. 4. Norðmenn og Færeyingar selja út prjónavörur fyrir hundruð þúsunda króna, úr ull, sem er ekki talin taka is- lenzku ullinni fram. 5. Hér er fjöldi fólks, sem er atvinnulaus, og margir, sem hafa litið að gera og óarðbært, og mundu í rauninni verða fegnir hvað litlum aukatekjum, sem væru, fyrir heimilið. Allt þetta eru staðreyndir. Þegar svo við hætast möguleik- anir á þéim markaði, sem mætti vinna með góðri vöru, sjá alli, að hér má ekki lengur sitja auðum höndum. Þess vegna eiga íslendingar allir að fylgjast vel með prjónlessýningunni og sjá sinn eigin hag í því, að vinna með að þeim framtíðar- störfum, sem af henni leiðir. Það er ekki aðeins útlendur markaður, sem við þurfum að vinna, hcldur einnig innlendur. Hér sést enn, að fólk klæð- ist erlendum ullarfötum, eða þá fötum úr útlendu garni. Trefla, vetlinga, peysur og nærföt úr útlendri ull notar fólk, þegar það heilsu sinnar vegna, ætti að nota þetta innlent. En þeir, sem stunda skíðaferðir og fjallgöngur, hafa uppgötv- að þau sannindi, að ekkert jafnaSt á við íslenzka ull, ]>egar hún er vel unnin, hvort heldur það er gegn kulda eða vætu, eða til þess að svitna í. En jafnvel þetta fólk verður, þvert ofan í sannfæringu sína og vilja, oft að nota skjólföt úr út- lendri ull, vegna þess, að íslenzk eru ekki fáanleg, nema þá

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.