Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 4

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 4
4 SKINFAXI ar til þess að sjá með eigin augum hamfarir vélanna. Hér gætir liinnar sömu gerliygli eins og í svo mörgum öðrum kvæðum skáldsins. Aðgát er liöfð á smáu og stóru og engu gleymt, sem að gagni mtá koma til að skapa heil- steypt listaverlc. Jafn-óskáldlegt fyrirbirgði og sótugar verksmiðjur, organdi og hvæsandi vélar, járn og stál, verða honum kærkominn efniviður“. En þó að Einar Benediktsson sé mikill heimsborgari, og seilist tiðum eftir erlendum yrkisefnum, er hann eigi síður rammíslenzkur og sannþjóðrækinn. Honum eru íslenzk yrkisefni hin hugljúfustu, og nær liann ekki sízt háum og djúpum tónum úr voldugri skáldhörpu sinni, þegar liann beitir ljóðgáfu sinni á þau kvæðaefnin. Þau kvæði hans geyma margar gullfagrar stórfelldar og sí- gildar lýsingar á íslenzkri náttúru í hinum ýmsu ham- brigðum hennar eftir árstíðum og veðurfari. Þvi til sönn- unar þarf ekki annað en minna á kvæði eins og „Haf- ísinn“, „Haugaeldur“, „í Slútnesi“, „Lágnættissól“ og „Dettifoss“, hvert öðru fegurra og snilldarlegra. Hvergi sjiást þess heldur gleggri merki en í þessum og öðrum slíkum kvæðum skáldsins, hversu mikill málari og myndasmiður hann er í ljóðum sínum. Eins og öðrum djúpsæjum skáldum og hugsuðum, verða náttúrufyrir- brigðin honum ósjaldan táknrænar myndir af lifi manna og kjörum. f öðrum kvæðum hans er það saga íslands, sem heillar huga hans og knýr hann til Ijóðagerðar, eins og í „fs- Iandsljóðum“ hans; þar, sem í öðrum ættjarðarkvæð- um hans, einkum frá fyrri árum, hljómar löndum lians í eyrum sterk lögeggjan til dáða: Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn — ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, ])að þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. Mikilúðlegar og meistaralegar eru lýsingar Einars í kvæðum hans um íslenzka andans slcörunga að fornu og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.