Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 8

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 8
8 SKINFAXT 4. Að veita íþróttafélögum og einstaklingum leiðbeiningar og. aðstoð um iþróttamál. 5. Að safna skýrslum um íþróttastarfsemi í landinu. (i. Að gera tillögur um úthlutun fjár úr íþróttasjóði. 7. Annað það, sem honum er falið i lögum þessum eða verð- ur falið með reglugerðum, er settar kunna að verða sam- kvœmt þeim. Ráðherra setur íþróttafulltrúa erindisbréf. 4. gr. Iþróttanefnd skal skipuð þremur mönnum og jafn- mörgum til vara. Kennslumálaráðherra skipar iþrótlanefnd, og skal einn nefndarmanna skipaður samkvæmt tillögum stjórnar íþróttasambands íslands, en annar samkvæmt tillög- um stjórnar Ungmennafélags íslands. Á sama hátt skal skipa varamenn. íþróttanefndin er skipuð til þriggja ára í senn. Nefndarmenn allir skulu vera búsettir í Reykjavik eða ná- grenni hennar. íþróttanefnd tekur eigi laun fyrir starfa sinn, en úlagðan lcostnað fær hún greiddan úr ríkissjóði. Iíostnað við sérfræði- lega aðstoð skal þó greiða úr íþróttasjóði. íþróttanefnd stjórnar íþróttasjóði og úthlutar fé úr honum eftir fyrirmælum laga þessara. Að öðru leyti skal nefndin hafa á hendi þessi störl': 1. Að vinna að eflingu íþróttamála, og getur liún gert tillög- ur um allt, sem að þeim lýtur. 2. Að vinna ásamt íþróttafulltrúa að því að koma skipulagi á íþróttamál i landinu. 3. Annað það, sem henni er falið í lögum þessum, eða verð- ur falið með reglugerðum, sem setlar kunna að verða sam- kvæmt þeim. íþróttafulltrúi á sæti á fundum íþróttanefndar, en á þar eigi atkvæðisrétt nema hann sé skipaður i nefndina. Afl at- kvæða ræður úrslilum mála í íþróttanefnd. 2. kafli. Um íþróttasjóð. 5. gr. Stofna skal sjóð lil eflingar iþróttum í landinu, og nefnist hann íþróttasjóður. Alþingi veitir sjóðnum árlega fé- til ráðstöfunar, eða sér honum fyrir öruggum tekjum á ann- an liátt. 6. gr. Styrkveitingar úr íþróttasjóði skulu miða að þvi að l)æta skilyrði til iþróttaiðkana, og skal áherzla lögð á, að þær komi að sem almennuslum notum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.