Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 12
12 SKINFAXI íþróttakennarapróf, og prófdómarar og kröfur skulu vera sömu við það og almennt kennarapróf. Fræðslumálastjórn skipar prófdómendur i íþróttum. 22. gr. Við héraðsskóla, einn éða fleiri, skal halda uppi sérdeildum til íþróttakennslu, og skulu nemendur, sem til þess þykja fallnir að dómi skólastjóra, eiga kost á að stunda þar nám eftir eins vetrar dvöl i héraðsskóla eða öðrum skóla jafngildum. í íþróttadeildum þessum skal nemendum kennt að leiðbeina öðrum um íþróttaiðkanir, svo að þeir verði fær- ir um leiðbeiningar i íþróttaiðkunum i heimahögum sínum. Nám i deildum þessum veitir að öðru leyti engin kennara- réttindi. 23. gr. í kennaraskólanum skulu fimleikar og aðrar íþrótt- ir vera skyldunámsgreinar, og skal kennslan vera bæði bók- leg og verkleg. íþróttakennsla skal jafnan vera ein grein kenn- araprófs, og skal miða prófið við það, að kennarar verði fær- ir um að veita tilsögn í iþróttum í barnaskólum og íþrótta- félögum, þar sem ekki er völ ó sérkennara. Undanþegnir íþróttanámi í kennaraskólanum skulu þeir karlmenn, sem sýna með læknisvottorði, að þeir geti ekki stundað það nóm. Ivon- ur, sem þess æskja skriflega, skulu ennfremur undanþegnar íþróttanámi. Fræðslumálastjórn selur með reglugerð nánari álcvæði um þær iþróttagreinar, sem stunda skal, tilhögun kennslu og kröfur við próf. 5. kafli. Um frjálsa íþróttastarfsemi. 24. gr. íþróttastarfsemi utan skólanna er falin frjálsu fram- taki landsmanna, og fer fram í félögum og sem einstaklings- slarf, með þeim stuðningi, sem veittur er samkvæmt lögum jjessum. Iþróttásamband íslands (Í.S.Í.) er æðsti aðili um frjálsa íþróttastarfsemi áhugamanna i landinu og kemur fram erlendis af íslands hálfu i íþróltamálum, nema að því leyti, sem ríkisstjórnin kann að velja til jiess fulltrúa sjálf. Öll opinber íþróttakeppni skal fara fram samkvæmt reglum, sem Í.S.I. setur, enda séu þær ætíð í samræmi við alþjóða- íþróttareglur. Þó getur íþróttanefnd mælt svo fyrir, að eng- inn megi taka þátt i keppni i tilteknum íþróttagreinum, nema læknir hafi áður skoðað hann. 25. gr. iSkipta skal landinu niður í íþróttahéröð eftir legu og aðstöðu til samvinnu um íþróttaiðkanir. íþróttanefnd ann- ast skiptingu þessa í samráði við stjórnir l.S.f. og U.M.F.f. íþróttanefnd og íþróttafulltrúi skulu vinna að því, að allir aðilar um íþróttamál í íþróttahéraði hverju bindist samtökum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.