Skinfaxi - 01.04.1940, Page 14
14
SKINFAXI
íþróttanefndar, nema svo sé vaxinn, aö hann heyri undir
dómstóla.
31. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Með þeim eru úr gildi
numin lög nr. 24 23. júni 1932, um próf leikfimi- og íþrótta-
kennara, reglugerð nr. 79 11. júní 1934, um sama efni, svo
og önnur ákvæði eldri laga og reglugerða, er brjóta í hága
við þau.
Til þess að koma upp mannvirkjum eða fá ráð á fasteign-
um, sem lög þessi mæla fyrir um, skal veittur fimm ára frest-
ur frá gildistöku þeirra.
Aðalsteinn Sigmundsson:
íþróttalögin.*}
i.
Hér að framan eru prentuð íþróttalög þau, er síðasta
Alþingi setti. Tel eg rétt, að Skinfaxi birti þau og ræði.
I 'au fjalla um efni, sem ælíð hefir verið meðal fremstu
áhugamála Ungmennafélaganna, en auk þess snerta
lögin félagsskap vorn beinlínis og hljóta að hafa svo
mikla þýðingu fyrir hann, að vert er að gefa þeim full-
an gaum.
Upptök löggjafar þessarar eru hjá Hermanni Jónas-
syni forsætisráðherra, en hann er, svosem kunnugt er,
ágætlega íþróttum búinn og áliugamaður mikill um
íþróttamál. 13. apríl 1938 skipaði hann níu manna
nefnd, er „geri tillögur 1il ríkisstjórnarinnar fyrir næsta
reglulegt Alþingi um það, hvernig hagkvæmast verði
að efla íþróttastarfsemi og líkamsrækt meðal ])jóðar-
innar, fyrst og fremst með það sjónarmið fyrir augum,
*) Eg hefi sluðzt við greinargerð með iþróttalagafrum-
varpinu, er eg samdi af hálfu íþróttamálanefndar, við samn-
ing greinar þessarar, og tekið hér upp orðrétta kafla úr grein-
argerðinni, án frekari tilvitnana.