Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 17

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 17
SKINFAXI 17 ílytja daglegan dvalarstað barna í kaupstöðum af göt- unni, á leikvelli og út í náttúruna. 7. Að gera ráðstafanir til almennrar íþróttaiðkunar ])jóðarinnar. Þær ráðstafanir eru gerðar með íþróttalög- unum. En annars ætlu þau að vera einn þáttur víðtækrar iöggjafar til að efla og tryggja hreysti og starfsliæfni ís- lenzkrar framtíðarkvnslóðar. — Ætlunarverk íþrótta með þjóðinni er í stuttu máli þetta: 1. Að veita þeim mörgu einstaklingum þjóðarinnar, sem liafa of iilla eða einhliða vöðvaáreynslu í dagleg- um störfum sínurn, slíka áreynslu, á þann hátt, að vöðv- ar þeirra þroskist og eflist í sem eðlilegustu samræmi, svo að líkaminn nái sem fullkomnastri vaxtarfegurð ■og þrótti. 2. Að lijálpa líkömum, sem hafa að vísu næga áreynslu i störfum sínum, til meiri mýktar og liðleiks, en vinn- unni einni er fært. 3. Að stæla viljaþrek manna og auka karlmennsku þeirra og harðfengi. 4. Að auka mönnum raunhæfa þekkingu á líkama sínum og vakl yfir honum, með því að kynna mönnum í framkvæmd, livaða vöðvum heita þarf til Iivers átaks •og hverrar hreyfingar, hvaða afleiðingar átak Iivers vöðva hefir, og hvernig þeir vinna saman. Almennar íþróttaiðkanir auka því hreysti þjóðarinn- ar, táp og starfsorku hennar, viljaþrek liennar og getu liennar til að leysa af hendi störf. Þær hjálpa þannig lil að auka þjóðinnj vehnegun og vellíðan. Þetta gildi íþrótta hefir verið rikisvaldinu Ijóst — að einhverju leyti a, m. k. —• alllengi, svo sem marka má af því, að rikisvaldið liefir veitt íþróttaiðkunum margvislegan heinan og óheinan stuðning. Þessi stuðn- ingur hefir þó engu skipulagi verið bundinn, fyrr en nú með íþróttalögunum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.